Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. maí 2018 10:30 Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs stendur nú yfir. Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs hófst í gær og stendur til miðnættis 10. maí. Valið stendur á milli fimm nafna: Ystabyggð, Heiðarbyggð, Suðurbyggð, Nesjabyggð og Útnesjabyggð. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en í umsögn nefndarinnar er bent á að íbúar svæðisins hafi í gegnum tíðina verið kallaðir Útnesjamenn og að nafnið samræmist staðháttum í sveitarfélaginu. Nokkurrar óánægju gætir í Sandgerði með þessi fimm nöfn. „Ég er ekkert mjög hrifin af þessum nöfnum,“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. „Það er nú bara þannig.“ Hólmfríður hefði viljað sjá nafnið Suðurnesjabyggð sem einn af valmöguleikunum. „Ég hef orðið vör við mjög mikla óánægju íbúa,“ segir hún en bendir um leið á að það muni alltaf einhver hópur taka þátt í kosningunum, en bagalegt sé ef aðeins agnarsmátt hlutfall íbúa ráði á endanum hvert nafn sameinaðs sveitarfélags verður. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segist einnig hafa fundið fyrir óánægju meðal fólks um nöfnin. Hann tekur undir með þeim. „Ekkert af þessum nöfnum kallar neitt sérstaklega á mig. Ég skil fólk sem finnst það ekki hafa úr miklu að velja,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar þó að sumir séu sáttir við valkostina.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.„Við höfum fundið fyrir því að fólk er ósátt við umsögn Örnefnanefndar. Ég held að ef nöfn eins og Suðurnesjabær eða Suðurnesjabyggð hefðu verið eitt af þessum fimm nöfnum þá væri annað hljóð í fólki.“ Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og fer ekki fram á grundvelli laga um kosningar. Allir íbúar, sem eru um 3.200 talsins, í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt, burtséð frá þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. „Ný sveitarstjórn þarf síðan að samþykkja þetta nýja nafn, en hún hefur líka þann valkost að hafna því,“ segir Hólmfríður. Ólafur Þór segir nýja sveitarstjórn væntanlega taka það til skoðunar ef niðurstöður nafnakosningarinnar hafi lítinn stuðning meðal íbúa. „Ég held að flest skynsamt fólk myndi nú endurskoða þá niðurstöðu.“ Undirbúningur sameiningar sveitarfélaganna hefur staðið lengi en hún var samþykkt í íbúakosningu í fyrra. „Þetta ferli hefur allt gengið afar vel, það hefur ekki strandað á neinu,“ segir Ólafur Þór. „Það eina sem hefur hikstað er þetta blessaða nafnamál, en það mál er auðvitað það sem brennur á fólki.“ Suðurnesjabær Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs hófst í gær og stendur til miðnættis 10. maí. Valið stendur á milli fimm nafna: Ystabyggð, Heiðarbyggð, Suðurbyggð, Nesjabyggð og Útnesjabyggð. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en í umsögn nefndarinnar er bent á að íbúar svæðisins hafi í gegnum tíðina verið kallaðir Útnesjamenn og að nafnið samræmist staðháttum í sveitarfélaginu. Nokkurrar óánægju gætir í Sandgerði með þessi fimm nöfn. „Ég er ekkert mjög hrifin af þessum nöfnum,“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. „Það er nú bara þannig.“ Hólmfríður hefði viljað sjá nafnið Suðurnesjabyggð sem einn af valmöguleikunum. „Ég hef orðið vör við mjög mikla óánægju íbúa,“ segir hún en bendir um leið á að það muni alltaf einhver hópur taka þátt í kosningunum, en bagalegt sé ef aðeins agnarsmátt hlutfall íbúa ráði á endanum hvert nafn sameinaðs sveitarfélags verður. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segist einnig hafa fundið fyrir óánægju meðal fólks um nöfnin. Hann tekur undir með þeim. „Ekkert af þessum nöfnum kallar neitt sérstaklega á mig. Ég skil fólk sem finnst það ekki hafa úr miklu að velja,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar þó að sumir séu sáttir við valkostina.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.„Við höfum fundið fyrir því að fólk er ósátt við umsögn Örnefnanefndar. Ég held að ef nöfn eins og Suðurnesjabær eða Suðurnesjabyggð hefðu verið eitt af þessum fimm nöfnum þá væri annað hljóð í fólki.“ Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og fer ekki fram á grundvelli laga um kosningar. Allir íbúar, sem eru um 3.200 talsins, í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt, burtséð frá þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. „Ný sveitarstjórn þarf síðan að samþykkja þetta nýja nafn, en hún hefur líka þann valkost að hafna því,“ segir Hólmfríður. Ólafur Þór segir nýja sveitarstjórn væntanlega taka það til skoðunar ef niðurstöður nafnakosningarinnar hafi lítinn stuðning meðal íbúa. „Ég held að flest skynsamt fólk myndi nú endurskoða þá niðurstöðu.“ Undirbúningur sameiningar sveitarfélaganna hefur staðið lengi en hún var samþykkt í íbúakosningu í fyrra. „Þetta ferli hefur allt gengið afar vel, það hefur ekki strandað á neinu,“ segir Ólafur Þór. „Það eina sem hefur hikstað er þetta blessaða nafnamál, en það mál er auðvitað það sem brennur á fólki.“
Suðurnesjabær Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira