Bróðirinn áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2018 16:36 Frá vettvangi laugardaginn 31. mars. Vísir/Magnús Hlynur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabænum Gýgjarhóli II í uppsveitum Árnessýslu þann 31. mars. Yfirstandandi gæsluvarðhald átti að renna út á mánudag en því hefur nú verið framlengt í fjórar vikur, þ.e. til klukkan 16 þann 4. júní. Á vef lögreglunnar kemur fram að rannsókn málsins miði vel og standa vonir til þess að unnt verði að afgreiða það fullrannsakað til héraðssaksóknara í maí. Í framhaldinu mun héraðssaksóknari fara yfir málið og taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Athygli vekur að bróðirinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum áður en yfirstandandi gæsluvarðhald rennur út. Má telja líklegt að það tengist máli Sindra Þórs Stefánssonar sem flúði fangelsið Sogni á meðan dómari tók sér sólarhringsfrest til að meta kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari eru sammála því kröfur um framlengingu gæsluvarðhalds berist dómstólum með það miklum fyrirvara að dómari hafi nægan tíma til að fara yfir kröfuna og þau gögn sem henni fylgja. Þannig geti dómstólar með góðu móti kveðið upp úrskurð áður en fyrri úrskurður rennur út segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðherra. Talið er að til átaka hafi komið á vettvangi, að því er komið hefur fram í skýrslu lögreglu. Lögregla byggir mat sitt m.a. á símtali mannsins, sem grunaður er, við Neyðarlínu þar sem hann lýsti því að til átaka hafi komið milli þeirra bræðra. Þá kemur fram í handtökuskýrslu að lögregla hafi hitt manninn blóðugan fyrir í andyri hússins þegar hún mætti á vettvang og gleraugu kærða lágu auk þess við fætur hins látna. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54 Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08 Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabænum Gýgjarhóli II í uppsveitum Árnessýslu þann 31. mars. Yfirstandandi gæsluvarðhald átti að renna út á mánudag en því hefur nú verið framlengt í fjórar vikur, þ.e. til klukkan 16 þann 4. júní. Á vef lögreglunnar kemur fram að rannsókn málsins miði vel og standa vonir til þess að unnt verði að afgreiða það fullrannsakað til héraðssaksóknara í maí. Í framhaldinu mun héraðssaksóknari fara yfir málið og taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Athygli vekur að bróðirinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum áður en yfirstandandi gæsluvarðhald rennur út. Má telja líklegt að það tengist máli Sindra Þórs Stefánssonar sem flúði fangelsið Sogni á meðan dómari tók sér sólarhringsfrest til að meta kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari eru sammála því kröfur um framlengingu gæsluvarðhalds berist dómstólum með það miklum fyrirvara að dómari hafi nægan tíma til að fara yfir kröfuna og þau gögn sem henni fylgja. Þannig geti dómstólar með góðu móti kveðið upp úrskurð áður en fyrri úrskurður rennur út segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðherra. Talið er að til átaka hafi komið á vettvangi, að því er komið hefur fram í skýrslu lögreglu. Lögregla byggir mat sitt m.a. á símtali mannsins, sem grunaður er, við Neyðarlínu þar sem hann lýsti því að til átaka hafi komið milli þeirra bræðra. Þá kemur fram í handtökuskýrslu að lögregla hafi hitt manninn blóðugan fyrir í andyri hússins þegar hún mætti á vettvang og gleraugu kærða lágu auk þess við fætur hins látna.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54 Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08 Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54
Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08
Nafn mannsins sem lést að Gýgjarhóli í Biskupstungum Tilkynnt var um lát mannsins sem var á sjötugsaldri í gærmorgun. 1. apríl 2018 13:50