Fann nokkra galla á fullkomnu atriði Benedikt Bóas skrifar 1. maí 2018 10:30 Max og Jóhanna Guðrún í lok atriðisins á sunnudag. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov fengu fullt hús stiga í sjónvarpsþættinum Allir geta dansað á sunnudag og flugu inn í úrslitaþáttinn sem verður á sunnudag. Dansparið fékk þrjár tíur fyrir tangó við lagið The Greatest Show úr myndinni The Greatest Showman. „Ég er svo mikill fullkomnunarsinni og það er alltaf eitthvað aðeins sem maður sér. Eitt og eitt spor og kannski ein og ein staða,“ segir Jóhanna Guðrún sem enn svífur um á bleiku skýi enda í fyrsta sinn sem danspar fær 30 stig í þættinum. „Ég er í skýjunum með þessa einkunn. Maður gerir þetta til að fá tíu og ég bjóst ekki við að fá þrjár tíur yfirhöfuð en ég er þakklát,“ segir hún. „Ég er ekki dansari og dansarar æfa sig í mörg ár í grunnsporum en við fáum viku. Að sjálfsögðu veit maður hvernig þetta á að líta út og maður getur alveg gagnrýnt það.“ Jóhanna Guðrún og Max munu dansa sömbu og endurtaka paso doble atriðið í úrslitaþættinum en auk þeirra eru þau Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javier Fernández Valiño, Bergþór Pálsson og Hanna Rún Óladóttir og Arnar Grant og Lilja Guðmundsdóttir komin alla leið í úrslitin. „Auðvitað langar mann að enda á toppnum en nú er um að gera að reyna að hafa gaman og gera sitt besta eins og allir hinir keppend urnir. Markmið mitt var að komast í úrslitin og allt annað er bónus. Ég er mjög stolt af sjálfri mér, að vera komin svona langt,“ segir hún. Unnusti Jóhönnu, Davíð Sigurgeirsson, er einn af efnilegri kórstjórum landsins og ákaflega fimur gítarleikari. Hún segir að þættirnir taki mikinn tíma og séu nánast búnir að gleypa allan hennar tíma. Það er því meira álag á Davíð þessa stundina. „Hann er búinn að vera sveittur hérna heima við,“ segir hún og hlær en saman eiga þau dótturina Margréti Lilju. „Það er búið að vera gaman að ögra sjálfum sér og finna að maður geti gert miklu meira en maður heldur. Þetta er búið að vera lærdómsríkt ferli og maður fær fullt af góðri reynslu úr þessu. Það er líka gaman að sjá hina keppendurna framkvæma alla þessa hluti, Arnar Grant með allar þessar lyftur með Lilju, Ebba er að blómstra og Bergþór er auðvitað hæfileikabúnt. Það er búið að vera ótrúlega gaman að sjá hvernig fólk hefur sprungið út.“ Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Tengdar fréttir Sjáðu þegar Hugrún festi skóinn í kjólnum en bjargaði sér á ótrúlegan hátt Dansparið Hugrún Halldórsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson voru send heim úr þættinum Allir geta dansað í gærkvöldi. 30. apríl 2018 14:30 Glimmerherbergið: „Ég er bara í sjokki“ Dansparið Hugrún Halldórsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson voru send heim úr þættinum Allir geta dansað í gærkvöldi. 30. apríl 2018 10:30 Hugrún og Daði Freyr úr leik í Allir geta dansað Hugrún Halldórsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson náðu ekki að dansa sig í úrslitaþátt Allir geta dansað og voru send heim í kvöld. 29. apríl 2018 20:54 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov fengu fullt hús stiga í sjónvarpsþættinum Allir geta dansað á sunnudag og flugu inn í úrslitaþáttinn sem verður á sunnudag. Dansparið fékk þrjár tíur fyrir tangó við lagið The Greatest Show úr myndinni The Greatest Showman. „Ég er svo mikill fullkomnunarsinni og það er alltaf eitthvað aðeins sem maður sér. Eitt og eitt spor og kannski ein og ein staða,“ segir Jóhanna Guðrún sem enn svífur um á bleiku skýi enda í fyrsta sinn sem danspar fær 30 stig í þættinum. „Ég er í skýjunum með þessa einkunn. Maður gerir þetta til að fá tíu og ég bjóst ekki við að fá þrjár tíur yfirhöfuð en ég er þakklát,“ segir hún. „Ég er ekki dansari og dansarar æfa sig í mörg ár í grunnsporum en við fáum viku. Að sjálfsögðu veit maður hvernig þetta á að líta út og maður getur alveg gagnrýnt það.“ Jóhanna Guðrún og Max munu dansa sömbu og endurtaka paso doble atriðið í úrslitaþættinum en auk þeirra eru þau Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javier Fernández Valiño, Bergþór Pálsson og Hanna Rún Óladóttir og Arnar Grant og Lilja Guðmundsdóttir komin alla leið í úrslitin. „Auðvitað langar mann að enda á toppnum en nú er um að gera að reyna að hafa gaman og gera sitt besta eins og allir hinir keppend urnir. Markmið mitt var að komast í úrslitin og allt annað er bónus. Ég er mjög stolt af sjálfri mér, að vera komin svona langt,“ segir hún. Unnusti Jóhönnu, Davíð Sigurgeirsson, er einn af efnilegri kórstjórum landsins og ákaflega fimur gítarleikari. Hún segir að þættirnir taki mikinn tíma og séu nánast búnir að gleypa allan hennar tíma. Það er því meira álag á Davíð þessa stundina. „Hann er búinn að vera sveittur hérna heima við,“ segir hún og hlær en saman eiga þau dótturina Margréti Lilju. „Það er búið að vera gaman að ögra sjálfum sér og finna að maður geti gert miklu meira en maður heldur. Þetta er búið að vera lærdómsríkt ferli og maður fær fullt af góðri reynslu úr þessu. Það er líka gaman að sjá hina keppendurna framkvæma alla þessa hluti, Arnar Grant með allar þessar lyftur með Lilju, Ebba er að blómstra og Bergþór er auðvitað hæfileikabúnt. Það er búið að vera ótrúlega gaman að sjá hvernig fólk hefur sprungið út.“
Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Tengdar fréttir Sjáðu þegar Hugrún festi skóinn í kjólnum en bjargaði sér á ótrúlegan hátt Dansparið Hugrún Halldórsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson voru send heim úr þættinum Allir geta dansað í gærkvöldi. 30. apríl 2018 14:30 Glimmerherbergið: „Ég er bara í sjokki“ Dansparið Hugrún Halldórsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson voru send heim úr þættinum Allir geta dansað í gærkvöldi. 30. apríl 2018 10:30 Hugrún og Daði Freyr úr leik í Allir geta dansað Hugrún Halldórsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson náðu ekki að dansa sig í úrslitaþátt Allir geta dansað og voru send heim í kvöld. 29. apríl 2018 20:54 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Sjáðu þegar Hugrún festi skóinn í kjólnum en bjargaði sér á ótrúlegan hátt Dansparið Hugrún Halldórsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson voru send heim úr þættinum Allir geta dansað í gærkvöldi. 30. apríl 2018 14:30
Glimmerherbergið: „Ég er bara í sjokki“ Dansparið Hugrún Halldórsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson voru send heim úr þættinum Allir geta dansað í gærkvöldi. 30. apríl 2018 10:30
Hugrún og Daði Freyr úr leik í Allir geta dansað Hugrún Halldórsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson náðu ekki að dansa sig í úrslitaþátt Allir geta dansað og voru send heim í kvöld. 29. apríl 2018 20:54