Oddvitaáskorunin: Grunlaus um hvað tebollinn þýddi Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2018 11:00 Guðlaug og Helga Björg í gleðigöngu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir Bæjarlistann í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Við erum óflokksbundið og óháð framboð með fókusinn á Hafnarfirði og engu öðru, viljum að bæjarstjóri verði áfram ráðinn á faglegum grunni og megináhersla lögð á ábyrga fjármálastjórn og langtímahugsun. Sum okkar hafa starfað í meirihluta bæjarstjórnar undanfarið kjörtímabil, önnur hafa aldrei áður komið að bæjarmálum með þessum hætti. Öll höfum við víðtæka reynslu af félagsmálum. Við komum úr ýmsum áttum, meðal 10 efstu frambjóðenda eru lögreglumaður, pípulagningameistari, sjúkraþjálfari, kennari, íþróttafræðingur, flugfreyja, lýðheilsufræðingur, tónlistarmaður, markaðsstjóri og hagfræðingur. Meðal áherslumála okkar eru: Ábyrg uppbygging íbúðarhúsnæðis í bænum og að lýðheilsa sé lykilatriði í ákvarðanatöku og stefnumörkun. Fjölskylduvænt samfélag með styttri vinnudegi og samþættingu á frístundum inn í skóladaginn. Öflugt skólastarf með fjölbreyttum stuðningi fyrir öll börn. Öruggar samgöngur innan bæjarins og gegnum hann og raflínur á Völlum fari burt. Nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra, fjölgun starfa fyrir fólk með skerta starfsgetu og framtíðaráætlun í húsnæðismálum í samvinnu við hagsmunasamtök. Fjölgun NPA samninga. Hafnarfjörður verði eftirsóttur fyrir fólk, fyrirtæki og þjónustu, áframhaldandi efling Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður skipi sér í fremstu röð hvað varðar endurvinnslu, endurnýtingu og umhverfisvænan lífsstíl. Framúrskarandi þjónusta við aldraða með stuðningi við sjálfstæða búsetu með heilsueflingu og heimaþjónustu. Bætt við dagsdvöl minnisveikra.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hafnarfjörður, að sjálfsögðu :)Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Vestfirðir koma þarna sterkir inn, þar á hluti af hjartanu mínu heima.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grillað lambakjöt með grilluðu grænmeti og sætum kartöflum stendur alltaf fyrir sínuHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Þessa dagana elda ég mikið í járnpotti upp úr nýju bókinni hennar Nönnu. Fljótlegt og rosalega gott og allir borða sig sadda.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Billy Joel er minn maður og Honesty mitt lag.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ætli það sé ekki þegar ég fór heim með strák sem bauð mér í tebolla, settist í eldhúsið og lét hann hella upp á, drakk teið og spjallaði og fór svo heim, grunlaus um hvað tebollinn stóð fyrir ;)Draumaferðalagið? Ég á eftir að ganga Jakobsveginn, læt verða af því bráðlega.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi á allt líf, hvort sem það er fyrir eða eftir dauðann. Lífið er eilíft þó svo það breyti um form.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég á frekar erfitt með hrekki, bæði sem gerandi og þiggjandi. Ekkert í þeirri deild sem ég myndi lýsa sem „best“Hundar eða kettir? Bæði eru æði, en ef ég verð að velja þá eru það kettir. Kisurnar mínar Mía og Íma myndu að minnsta kosti ekki samþykkja annað svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Labyrinth eftir Jim Henson, fæ aldrei leið á henni. Klassík sem eldist vel og geymir mörg gullkorn.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Jim Carrey væri flottur. Leikarinn þarf að geta gert grín að sjálfum sér og vera jafnvígur á drama og grín. Óhræddur við að fara sínar eigin leiðir og pínu skrýtinn.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ást mín á drekum myndi líklega skipa mér í Targaryen liðið, en ég myndi helst ekkert vilja vera hluti af GoT heiminum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ég hef verið stöðvuð fyrir of hraðan akstur, 1998 minnir mig.Uppáhalds tónlistarmaður? Nina Simone á í mér ansi margar taugar.Uppáhalds bókin? Good Omens eftir Terry Pratchett og Neil Gaiman, get lesið hana endalaust.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kók með strákunum mínum.Uppáhalds þynnkumatur? Drekk ekki og verð því ekki þunn. Eina þynnkan sem hefur hrjáð mig nýlega er svo kallað social hangover sem er fylgifiskur einhverfurófsins. Hollur og góður matur virkar vel á hana.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Helst bæði, sólarströnd með stutt í áhugaverða staði.Hefur þú pissað í sundlaug? Ekki svo ég viti, ekki viss hvort ég fór í sund áður en ég hætti með bleyju.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Tonk of the lawn með Agli Sæbjörnssyni er skothelt.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, allskonar smátt og stórt. Margt hef ég tekið þátt í að laga og ýmislegt er eftir. Skiltin við Reykjanesbrautina – um álfa, víkinga og hraun hafa verið óþrjótandi uppspretta aulahrolls.Á að banna flugelda? Ég er almennt lítið fyrir bönn, en við verðum klárlega að endurskoða flugeldanotkun okkar með einum eða öðrum hætti.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ef við gefum okkur að ég væri sjúkraþjálfari, búsett í Hafnarfirði og í kvennalandsliðinu þá væri ég meira en sátt við að vera Sandra Sigurðardóttir. Hún er flott.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir Bæjarlistann í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Við erum óflokksbundið og óháð framboð með fókusinn á Hafnarfirði og engu öðru, viljum að bæjarstjóri verði áfram ráðinn á faglegum grunni og megináhersla lögð á ábyrga fjármálastjórn og langtímahugsun. Sum okkar hafa starfað í meirihluta bæjarstjórnar undanfarið kjörtímabil, önnur hafa aldrei áður komið að bæjarmálum með þessum hætti. Öll höfum við víðtæka reynslu af félagsmálum. Við komum úr ýmsum áttum, meðal 10 efstu frambjóðenda eru lögreglumaður, pípulagningameistari, sjúkraþjálfari, kennari, íþróttafræðingur, flugfreyja, lýðheilsufræðingur, tónlistarmaður, markaðsstjóri og hagfræðingur. Meðal áherslumála okkar eru: Ábyrg uppbygging íbúðarhúsnæðis í bænum og að lýðheilsa sé lykilatriði í ákvarðanatöku og stefnumörkun. Fjölskylduvænt samfélag með styttri vinnudegi og samþættingu á frístundum inn í skóladaginn. Öflugt skólastarf með fjölbreyttum stuðningi fyrir öll börn. Öruggar samgöngur innan bæjarins og gegnum hann og raflínur á Völlum fari burt. Nýsköpun í atvinnu- og búsetumálum fatlaðra, fjölgun starfa fyrir fólk með skerta starfsgetu og framtíðaráætlun í húsnæðismálum í samvinnu við hagsmunasamtök. Fjölgun NPA samninga. Hafnarfjörður verði eftirsóttur fyrir fólk, fyrirtæki og þjónustu, áframhaldandi efling Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður skipi sér í fremstu röð hvað varðar endurvinnslu, endurnýtingu og umhverfisvænan lífsstíl. Framúrskarandi þjónusta við aldraða með stuðningi við sjálfstæða búsetu með heilsueflingu og heimaþjónustu. Bætt við dagsdvöl minnisveikra.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hafnarfjörður, að sjálfsögðu :)Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Vestfirðir koma þarna sterkir inn, þar á hluti af hjartanu mínu heima.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grillað lambakjöt með grilluðu grænmeti og sætum kartöflum stendur alltaf fyrir sínuHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Þessa dagana elda ég mikið í járnpotti upp úr nýju bókinni hennar Nönnu. Fljótlegt og rosalega gott og allir borða sig sadda.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Billy Joel er minn maður og Honesty mitt lag.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ætli það sé ekki þegar ég fór heim með strák sem bauð mér í tebolla, settist í eldhúsið og lét hann hella upp á, drakk teið og spjallaði og fór svo heim, grunlaus um hvað tebollinn stóð fyrir ;)Draumaferðalagið? Ég á eftir að ganga Jakobsveginn, læt verða af því bráðlega.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi á allt líf, hvort sem það er fyrir eða eftir dauðann. Lífið er eilíft þó svo það breyti um form.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég á frekar erfitt með hrekki, bæði sem gerandi og þiggjandi. Ekkert í þeirri deild sem ég myndi lýsa sem „best“Hundar eða kettir? Bæði eru æði, en ef ég verð að velja þá eru það kettir. Kisurnar mínar Mía og Íma myndu að minnsta kosti ekki samþykkja annað svar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Labyrinth eftir Jim Henson, fæ aldrei leið á henni. Klassík sem eldist vel og geymir mörg gullkorn.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Jim Carrey væri flottur. Leikarinn þarf að geta gert grín að sjálfum sér og vera jafnvígur á drama og grín. Óhræddur við að fara sínar eigin leiðir og pínu skrýtinn.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ást mín á drekum myndi líklega skipa mér í Targaryen liðið, en ég myndi helst ekkert vilja vera hluti af GoT heiminum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ég hef verið stöðvuð fyrir of hraðan akstur, 1998 minnir mig.Uppáhalds tónlistarmaður? Nina Simone á í mér ansi margar taugar.Uppáhalds bókin? Good Omens eftir Terry Pratchett og Neil Gaiman, get lesið hana endalaust.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kók með strákunum mínum.Uppáhalds þynnkumatur? Drekk ekki og verð því ekki þunn. Eina þynnkan sem hefur hrjáð mig nýlega er svo kallað social hangover sem er fylgifiskur einhverfurófsins. Hollur og góður matur virkar vel á hana.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Helst bæði, sólarströnd með stutt í áhugaverða staði.Hefur þú pissað í sundlaug? Ekki svo ég viti, ekki viss hvort ég fór í sund áður en ég hætti með bleyju.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Tonk of the lawn með Agli Sæbjörnssyni er skothelt.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, allskonar smátt og stórt. Margt hef ég tekið þátt í að laga og ýmislegt er eftir. Skiltin við Reykjanesbrautina – um álfa, víkinga og hraun hafa verið óþrjótandi uppspretta aulahrolls.Á að banna flugelda? Ég er almennt lítið fyrir bönn, en við verðum klárlega að endurskoða flugeldanotkun okkar með einum eða öðrum hætti.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ef við gefum okkur að ég væri sjúkraþjálfari, búsett í Hafnarfirði og í kvennalandsliðinu þá væri ég meira en sátt við að vera Sandra Sigurðardóttir. Hún er flott.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira