Don Johnson vildi of margar milljónir Benedikt Bóas skrifar 17. maí 2018 06:00 Hönnunarhúsið Döðlur hefur aðstoðað kappana við að gera húsið sem glæsilegast að innan. „Ég er ekki hlutlaus en þetta verður fallegur bar og einn sá fallegasti í heiminum – kalt mat,“ segir Gunnsteinn. þetta verður fallegur bar og einn sá fallegasti í heiminum – kalt mat,“ segir Gunnsteinn. Vísir/Sigtryggur Gunnsteinn Helgi og félagar hans, sem eiga og reka meðal annars Burro, stefna hátt með nýjustu viðbót sína í skemmtanaflóru miðborgar Reykjavíkur. Staðurinn er svokallaður lífsstílsbar og kallast Miami, til húsa í gamla Framsóknarhúsinu á Hverfisgötu. Staðurinn verður með sérhönnuð og sérsmíðuð húsgögn og starfsfólkið verður í sérsaumuðum jakkafötum. Gestir geta svo keypt það sem þeim líst á á heimasíðu staðarins, hvort sem það er húsgagn eða fatnaður. „Við verðum með okkar eigin Miami fata- og húsgagnalínu og gestir geta keypt fötin og stólana og borðin og það sem þeim líst á,“ segir Gunnsteinn. Hann heldur að þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem bar er með sína eigin húsgagna- og fatalínu. „Niðri verða borðtennisborð, við erum að láta gera sér spaða og kúlur og fólk getur keypt sér borðtennisgræjur á heimasíðunni. Það sem við erum að gera hefur aldrei sést áður í heiminum, því hvert einasta húsgagn er sérhannað og sérsmíðað. Það er ekkert sem við höfum fundið sem er líkt þessum stað.“ Gunnsteinn segir að Miami verði ekki skemmtistaður enda ekkert dansgólf, enginn trúbador og enginn matur. Bara kokteilar og góða skapið. „Þarna verður 80s og 90s þema með smá áhrifum frá Miami. Bleik og blá teppi á gólfunum og þessa dagana erum við að vakta uppboð til að kaupa hönnunarverk frá þessum tíma. Stefnan er að staðurinn verði eitt stórt hönnunarlistaverk.“ Til að fanga tímann var leitað til stærstu stjörnu níunda áratugarins, Dons Johnson, sem gerði garðinn frægan í Miami Vice, til að koma í opnunarpartíið. Því miður gekk það ekki. „Við höfðum samband við umboðsmanninn hans sem sagði að hann væri alveg til í að koma en einungis ef við borguðum honum mikið fyrir. Það var aðeins of dýrt fyrir okkur. En við hættum ekkert við opnunarpartíið. Það verður alveg þó að hann komist ekki,“ segir Gunnsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Gunnsteinn Helgi og félagar hans, sem eiga og reka meðal annars Burro, stefna hátt með nýjustu viðbót sína í skemmtanaflóru miðborgar Reykjavíkur. Staðurinn er svokallaður lífsstílsbar og kallast Miami, til húsa í gamla Framsóknarhúsinu á Hverfisgötu. Staðurinn verður með sérhönnuð og sérsmíðuð húsgögn og starfsfólkið verður í sérsaumuðum jakkafötum. Gestir geta svo keypt það sem þeim líst á á heimasíðu staðarins, hvort sem það er húsgagn eða fatnaður. „Við verðum með okkar eigin Miami fata- og húsgagnalínu og gestir geta keypt fötin og stólana og borðin og það sem þeim líst á,“ segir Gunnsteinn. Hann heldur að þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem bar er með sína eigin húsgagna- og fatalínu. „Niðri verða borðtennisborð, við erum að láta gera sér spaða og kúlur og fólk getur keypt sér borðtennisgræjur á heimasíðunni. Það sem við erum að gera hefur aldrei sést áður í heiminum, því hvert einasta húsgagn er sérhannað og sérsmíðað. Það er ekkert sem við höfum fundið sem er líkt þessum stað.“ Gunnsteinn segir að Miami verði ekki skemmtistaður enda ekkert dansgólf, enginn trúbador og enginn matur. Bara kokteilar og góða skapið. „Þarna verður 80s og 90s þema með smá áhrifum frá Miami. Bleik og blá teppi á gólfunum og þessa dagana erum við að vakta uppboð til að kaupa hönnunarverk frá þessum tíma. Stefnan er að staðurinn verði eitt stórt hönnunarlistaverk.“ Til að fanga tímann var leitað til stærstu stjörnu níunda áratugarins, Dons Johnson, sem gerði garðinn frægan í Miami Vice, til að koma í opnunarpartíið. Því miður gekk það ekki. „Við höfðum samband við umboðsmanninn hans sem sagði að hann væri alveg til í að koma en einungis ef við borguðum honum mikið fyrir. Það var aðeins of dýrt fyrir okkur. En við hættum ekkert við opnunarpartíið. Það verður alveg þó að hann komist ekki,“ segir Gunnsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira