Meirihlutinn í Kópavogi gæti haldið velli Jón Hákon Halldórsson og Sveinn Arnarsson skrifa 16. maí 2018 06:00 Horft yfir nýtt hverfi sem rís þessa dagana við hlið Smáralindar. „Ef við höldum okkar finnst mér réttlætanlegt að ræða við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Við- reisnar í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynda meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, er líka þeirrar skoðunar að framboðin ræði saman að loknum kosningum fái þau nægjanlegt fylgi fyrir meirihluta. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn og framboð Bjartrar framtíðar/Viðreisnar fengi nægjanlegt fylgi fyrir meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rúm 36 prósent, Samfylkingin fengi 20 prósent, Framsóknarflokkurinn fengi rúm 8 prósent, Píratar opg BF/Viðreisn fengju rúm 7 prósent hvort framboð, VG tæp 7. Miðflokkurinn fengi svo rúm 5 prósent, Fyrir Kópavog tæp 5 og Sósíalistaflokkurinn ríflega tvö. Yrði þetta niðurstaðan fengi Sjálfstæðisflokkurinn fimm fulltrúa kjörna af ellefu, Samfylkingin fengi tvo og Framsóknarflokkurinn, Píratar, BF/Viðreisn og VG fengju einn hvert framboð. Hvorki Miðflokkurinn, Fyrir Kópavog né Sósíalistar fengju fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn gæti því myndað sex manna meirihluta með BF/Viðreisn en Sjálfstæðismenn og Björt framtíð eru núna með sjö fulltrúa í meirihlutaÍ kosningunum 2014 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 39,3 prósent og 5 fulltrúa, Samfylkingin fékk 16,1 prósent og tvo fulltrúa, Björt framtíð fékk 15,2 prósent og líka tvo fulltrúa, Framsóknarflokkurinn fékk 11,8 prósent og 1 fulltrúa og VG fékk 9,6 prósent og einnig 1 fulltrúa. Hringt var í 1.087 manns með lögheimili í Kópavogi þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki 15. maí. Svarhlutfallið var 73,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tók 51 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 12 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent sögðust óákveðin og 14,9 prósent vildu ekki svara spurningunni.Meirihlutinn vill starfa saman áfram Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að flokkarnir ræði saman að loknum kosningum um myndun meirihluta nái flokkarnir til þess fylgi. Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs framboðs Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, er sammála þessari skoðun bæjarstjórans. „Að mínu mati gengur vel í Kópavogi, við erum búin með öll verkefnin okkar í málefnasamningnum frá 2014. Þetta er árangursríkur meirihluti og samstarfið hefur gengið vel. Ef við höldum okkar finnst mér réttlætanlegt að ræða við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Theodóra. Í síðustu kosningum fengu Sjálfstæðismenn fimm menn kjörna í ellefu manna bæjarstjórn. Samfylkingin og Björt framtíð fengu tvo menn hvor. Vinstri græn og Framsókn hlutu svo sinn mann hvor flokkur. Nú eru hins vegar níu framboð sem bjóða fram krafta sína og því líklegt að landslagið breytist að einhverju leyti í lok mánaðarins. Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, leggur í kosningunum áherslu á að efla starfsumhverfi kennara í bænum. „Einnig leggjum við mikla áherslu á málefni eldri borgara og þar þarf að taka hressilega til hendinni. Framsóknarflokkurinn vill huga að barnafjölskyldum og forgangsraða fyrir þær.“ Theodóra er stolt af verkum meirihlutans og telur mikilvægt á næsta kjörtímabili að unnið verði áfram að þeim verkefnum sem núverandi meirihluti hefur lagt áherslu á. „Við þurfum að halda áfram að reka Kópavog af ábyrgð og leggjum áherslu á að halda áfram með þau íbúalýðræðismál sem við höfum hafið hér í Kópavogi,“ segir Theodóra. „Einnig þurfum við að setja meira fjármagn í skólana okkar.“„Við höfum þá sýn í Miðflokknum í Kópavogi að í bænum verði lægstu skattar á höfuðborgarsvæðinu en besta þjónustan. Við ætlum að lækka fasteignaskattinn og útsvarið fer niður í 13,5%,“ segir Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins. „Bærinn var rekinn með miklum hagnaði í fyrra sem þýðir að skattar eru bara of háir. Svo ætlum við að færa fjármuni í vasa bæjarbúa og slá á frest á meðan einhverjum framkvæmdum eins og brú og borgarlínu.“ Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir menntamálin verða að vera ofarlega í komandi kosningum og á næsta kjörtímabili. „Við ætlum að leggja áherslu á menntamálin. Við spjaldtölvuvæddum grunnskólana hjá okkur og það hefur komið betur og betur í ljós hversu skynsamlegt það var,“ segir Ármann. „Varðandi leikskólana leggjum við áherslu á að bæta starfsumhverfið og ætlum að leggja 300 milljónir sérstaklega í það verkefni. Svo munum við setja okkur það markmið að taka inn börn á leikskólana við tólf mánaða aldur.“ Sósíalistaflokkurinn býður fram í fyrsta skipti til sveitarstjórnar í Kópavogi. Arnþór Sigurðsson stefnir á að ná inn manni og yrði hæstánægður með tvo menn kjörna. „Við viljum byggja í anda gömlu verkamannabústaðanna fyrir efnaminna fólk og viljum eyða biðlistum eftir félagslegu húsnæði,“ segir Arnþór. „Einnig þurfum við að hækka laun í sveitarfélaginu en Kópavogur á ekki að greiða laun sem valda því að fólk er fast í fátæktargildru.“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata, segir húsnæðismál og dagvistunarmál skipta miklu máli fyrir íbúa í bænum. „Við þurfum að skipuleggja byggð fyrir alla aldurshópa og helst á áhrifasvæði borgarlínu,“ segir Sigurbjörg Erla. „Einnig viljum við að foreldrar fái heimgreiðslu sem nemur kostnaði við að hafa barn á leikskóla frá 12 mánaða aldri þar til það fær pláss á leikskóla.“ Pétur Hrafn Steingrímsson, oddviti og bæjarstjóraefni Samfylkingarinnar, segir húsnæðismálin skipta miklu. „Í Kópavogi er lóðum úthlutað til verktaka sem byggja íbúðir í hagnaðarskyni. Við viljum einnig að lóðum sé úthlutað til húsnæðissamvinnufélaga og einstaklinga. Enn fremur þurfum við að koma tólf mánaða börnum á leikskóla.“ Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti VG, segir mikilvægt að auka hjólreiðar. „Við leggjum áherslu á húsnæðismál. Það er þriggja ára biðlisti eftir félagslegu húsnæði. Það þarf að forgangsraða í þágu leik- og grunnskóla. Einnig erum við í fararbroddi í umhverfismálum.“ Ómar Stefánsson er oddviti framboðsins Fyrir Kópavog. „Við ætlum að kaupa íbúðir fyrir félagslega kerfið. „Við ætlum að skipuleggja og úthluta lóðum fyrir húsnæði í Vatnsendahlíð, á Vatnsendahæð og seinni hluta Glaðheimasvæðis. Við ætlum að setja í gang lýðheilsukort fyrir ungmenni 18 til 23 ára ásamt því að lengja sumaropnunartíma sundlauganna um helgar,“ segir Ómar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 D-listinn eflist þótt mótherjar sameinist Meira en sex af hverjum tíu Garðbæingum sem afstöðu taka í könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn fengi átta fulltrúa kjörna. Garðabæjarlistinn fengi þrjá menn kjörna en miðjuflokkarnir enga. 9. maí 2018 05:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
„Ef við höldum okkar finnst mér réttlætanlegt að ræða við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Við- reisnar í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynda meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, er líka þeirrar skoðunar að framboðin ræði saman að loknum kosningum fái þau nægjanlegt fylgi fyrir meirihluta. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn og framboð Bjartrar framtíðar/Viðreisnar fengi nægjanlegt fylgi fyrir meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rúm 36 prósent, Samfylkingin fengi 20 prósent, Framsóknarflokkurinn fengi rúm 8 prósent, Píratar opg BF/Viðreisn fengju rúm 7 prósent hvort framboð, VG tæp 7. Miðflokkurinn fengi svo rúm 5 prósent, Fyrir Kópavog tæp 5 og Sósíalistaflokkurinn ríflega tvö. Yrði þetta niðurstaðan fengi Sjálfstæðisflokkurinn fimm fulltrúa kjörna af ellefu, Samfylkingin fengi tvo og Framsóknarflokkurinn, Píratar, BF/Viðreisn og VG fengju einn hvert framboð. Hvorki Miðflokkurinn, Fyrir Kópavog né Sósíalistar fengju fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn gæti því myndað sex manna meirihluta með BF/Viðreisn en Sjálfstæðismenn og Björt framtíð eru núna með sjö fulltrúa í meirihlutaÍ kosningunum 2014 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 39,3 prósent og 5 fulltrúa, Samfylkingin fékk 16,1 prósent og tvo fulltrúa, Björt framtíð fékk 15,2 prósent og líka tvo fulltrúa, Framsóknarflokkurinn fékk 11,8 prósent og 1 fulltrúa og VG fékk 9,6 prósent og einnig 1 fulltrúa. Hringt var í 1.087 manns með lögheimili í Kópavogi þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki 15. maí. Svarhlutfallið var 73,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tók 51 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 12 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent sögðust óákveðin og 14,9 prósent vildu ekki svara spurningunni.Meirihlutinn vill starfa saman áfram Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að flokkarnir ræði saman að loknum kosningum um myndun meirihluta nái flokkarnir til þess fylgi. Theodóra Þorsteinsdóttir, oddviti sameiginlegs framboðs Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, er sammála þessari skoðun bæjarstjórans. „Að mínu mati gengur vel í Kópavogi, við erum búin með öll verkefnin okkar í málefnasamningnum frá 2014. Þetta er árangursríkur meirihluti og samstarfið hefur gengið vel. Ef við höldum okkar finnst mér réttlætanlegt að ræða við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Theodóra. Í síðustu kosningum fengu Sjálfstæðismenn fimm menn kjörna í ellefu manna bæjarstjórn. Samfylkingin og Björt framtíð fengu tvo menn hvor. Vinstri græn og Framsókn hlutu svo sinn mann hvor flokkur. Nú eru hins vegar níu framboð sem bjóða fram krafta sína og því líklegt að landslagið breytist að einhverju leyti í lok mánaðarins. Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, leggur í kosningunum áherslu á að efla starfsumhverfi kennara í bænum. „Einnig leggjum við mikla áherslu á málefni eldri borgara og þar þarf að taka hressilega til hendinni. Framsóknarflokkurinn vill huga að barnafjölskyldum og forgangsraða fyrir þær.“ Theodóra er stolt af verkum meirihlutans og telur mikilvægt á næsta kjörtímabili að unnið verði áfram að þeim verkefnum sem núverandi meirihluti hefur lagt áherslu á. „Við þurfum að halda áfram að reka Kópavog af ábyrgð og leggjum áherslu á að halda áfram með þau íbúalýðræðismál sem við höfum hafið hér í Kópavogi,“ segir Theodóra. „Einnig þurfum við að setja meira fjármagn í skólana okkar.“„Við höfum þá sýn í Miðflokknum í Kópavogi að í bænum verði lægstu skattar á höfuðborgarsvæðinu en besta þjónustan. Við ætlum að lækka fasteignaskattinn og útsvarið fer niður í 13,5%,“ segir Geir Þorsteinsson, oddviti Miðflokksins. „Bærinn var rekinn með miklum hagnaði í fyrra sem þýðir að skattar eru bara of háir. Svo ætlum við að færa fjármuni í vasa bæjarbúa og slá á frest á meðan einhverjum framkvæmdum eins og brú og borgarlínu.“ Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir menntamálin verða að vera ofarlega í komandi kosningum og á næsta kjörtímabili. „Við ætlum að leggja áherslu á menntamálin. Við spjaldtölvuvæddum grunnskólana hjá okkur og það hefur komið betur og betur í ljós hversu skynsamlegt það var,“ segir Ármann. „Varðandi leikskólana leggjum við áherslu á að bæta starfsumhverfið og ætlum að leggja 300 milljónir sérstaklega í það verkefni. Svo munum við setja okkur það markmið að taka inn börn á leikskólana við tólf mánaða aldur.“ Sósíalistaflokkurinn býður fram í fyrsta skipti til sveitarstjórnar í Kópavogi. Arnþór Sigurðsson stefnir á að ná inn manni og yrði hæstánægður með tvo menn kjörna. „Við viljum byggja í anda gömlu verkamannabústaðanna fyrir efnaminna fólk og viljum eyða biðlistum eftir félagslegu húsnæði,“ segir Arnþór. „Einnig þurfum við að hækka laun í sveitarfélaginu en Kópavogur á ekki að greiða laun sem valda því að fólk er fast í fátæktargildru.“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata, segir húsnæðismál og dagvistunarmál skipta miklu máli fyrir íbúa í bænum. „Við þurfum að skipuleggja byggð fyrir alla aldurshópa og helst á áhrifasvæði borgarlínu,“ segir Sigurbjörg Erla. „Einnig viljum við að foreldrar fái heimgreiðslu sem nemur kostnaði við að hafa barn á leikskóla frá 12 mánaða aldri þar til það fær pláss á leikskóla.“ Pétur Hrafn Steingrímsson, oddviti og bæjarstjóraefni Samfylkingarinnar, segir húsnæðismálin skipta miklu. „Í Kópavogi er lóðum úthlutað til verktaka sem byggja íbúðir í hagnaðarskyni. Við viljum einnig að lóðum sé úthlutað til húsnæðissamvinnufélaga og einstaklinga. Enn fremur þurfum við að koma tólf mánaða börnum á leikskóla.“ Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti VG, segir mikilvægt að auka hjólreiðar. „Við leggjum áherslu á húsnæðismál. Það er þriggja ára biðlisti eftir félagslegu húsnæði. Það þarf að forgangsraða í þágu leik- og grunnskóla. Einnig erum við í fararbroddi í umhverfismálum.“ Ómar Stefánsson er oddviti framboðsins Fyrir Kópavog. „Við ætlum að kaupa íbúðir fyrir félagslega kerfið. „Við ætlum að skipuleggja og úthluta lóðum fyrir húsnæði í Vatnsendahlíð, á Vatnsendahæð og seinni hluta Glaðheimasvæðis. Við ætlum að setja í gang lýðheilsukort fyrir ungmenni 18 til 23 ára ásamt því að lengja sumaropnunartíma sundlauganna um helgar,“ segir Ómar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 D-listinn eflist þótt mótherjar sameinist Meira en sex af hverjum tíu Garðbæingum sem afstöðu taka í könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn fengi átta fulltrúa kjörna. Garðabæjarlistinn fengi þrjá menn kjörna en miðjuflokkarnir enga. 9. maí 2018 05:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30
D-listinn eflist þótt mótherjar sameinist Meira en sex af hverjum tíu Garðbæingum sem afstöðu taka í könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn fengi átta fulltrúa kjörna. Garðabæjarlistinn fengi þrjá menn kjörna en miðjuflokkarnir enga. 9. maí 2018 05:30