„Viðbjóðsleg, tilgerðarleg, kvalafull og aumkunarverð“ kvikmynd von Trier gekk fram af áhorfendum í Cannes Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 21:30 Lars von Trier sést hér á frumsýningu The House That Jack Built í Cannes í Frakklandi í gær. Aðalleikari myndarinnar, Matt Dillon, er hægra megin við Trier á myndinni. Vísir/AFP Fjölmargir áhorfendur gengu út af sýningu á nýjustu kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier en myndin var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í gær. Gagnrýnendur hafa sagt kvikmyndina, sem ber titilinn The House That Jack Built, „ógeðslega“ og „aumkunarverða“. Bandaríski leikarinn Matt Dillon fer með aðalhlutverk í myndinni en hann leikur raðmorðingja sem myrðir bæði konur og börn á hryllilegan máta. Uma Thurman fer einnig með hlutverk í myndinni, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í gær. Myndin þykir svo óhugnanleg að yfir hundrað manns eru sagðir hafa gengið út úr salnum áður en hún kláraðist, að því er BBC hefur eftir fréttamanni Variety. Þá hafa gagnrýnendur almennt lýst yfir óánægju sinni með þetta nýjasta sköpunarverk Lars von Trier. Einn sagði hana „viðbjóðslega, tilgerðarlega, tilefni til uppkasta, kvalafulla og aumkunarverða.“ Annar sagði að aldrei hefði átt að framleiða kvikmyndina og að leikararnir væru „meðsekir“. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Von Trier sjokkerar á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Honum var bannað að mæta á hátíðina í sjö ár eftir ummæli sem höfð voru eftir honum á blaðamannafundi fyrir kvikmynd hans, Melancholia. Þar grínaðist Von Trier með að hann væri nasisti, sem fór mjög fyrir brjóstið á skipuleggjendum í Cannes.Hér að neðan má sjá stiklu fyrir The House That Jack Built. Rétt er að vara lesendur við efni stiklunnar. Cannes Menning Tengdar fréttir Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Fimm tíma klám á Cannes Lars Von Trier mun mæta til leiks á kvikmyndahátíðina næsta vor með frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir grófar kynlíssenur. 20. september 2013 14:54 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Fjölmargir áhorfendur gengu út af sýningu á nýjustu kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier en myndin var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í gær. Gagnrýnendur hafa sagt kvikmyndina, sem ber titilinn The House That Jack Built, „ógeðslega“ og „aumkunarverða“. Bandaríski leikarinn Matt Dillon fer með aðalhlutverk í myndinni en hann leikur raðmorðingja sem myrðir bæði konur og börn á hryllilegan máta. Uma Thurman fer einnig með hlutverk í myndinni, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í gær. Myndin þykir svo óhugnanleg að yfir hundrað manns eru sagðir hafa gengið út úr salnum áður en hún kláraðist, að því er BBC hefur eftir fréttamanni Variety. Þá hafa gagnrýnendur almennt lýst yfir óánægju sinni með þetta nýjasta sköpunarverk Lars von Trier. Einn sagði hana „viðbjóðslega, tilgerðarlega, tilefni til uppkasta, kvalafulla og aumkunarverða.“ Annar sagði að aldrei hefði átt að framleiða kvikmyndina og að leikararnir væru „meðsekir“. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Von Trier sjokkerar á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Honum var bannað að mæta á hátíðina í sjö ár eftir ummæli sem höfð voru eftir honum á blaðamannafundi fyrir kvikmynd hans, Melancholia. Þar grínaðist Von Trier með að hann væri nasisti, sem fór mjög fyrir brjóstið á skipuleggjendum í Cannes.Hér að neðan má sjá stiklu fyrir The House That Jack Built. Rétt er að vara lesendur við efni stiklunnar.
Cannes Menning Tengdar fréttir Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Fimm tíma klám á Cannes Lars Von Trier mun mæta til leiks á kvikmyndahátíðina næsta vor með frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir grófar kynlíssenur. 20. september 2013 14:54 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Fimm tíma klám á Cannes Lars Von Trier mun mæta til leiks á kvikmyndahátíðina næsta vor með frumsýningu á nýjustu mynd sinni, Nymphomaniac. Myndin hefur vakið athygli fyrir grófar kynlíssenur. 20. september 2013 14:54