Dæmi um að strokufiskur úr eldi dreifi sér um allar ár landsins Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. maí 2018 11:44 vísir/sigurjón Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar. Mikil umræða hefur spunnist út frá heimildarmynd sem Ríkissjónvarpið sýndi á dögunum en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði myndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum fiskeldis. Þá sagði hann að rangfærslur væru í myndinni og lax sem slyppi úr kvíum gæti ekki dreift sér um allt land. Jón Kaldal, blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, sagði í Býtinu í morgun að fullyrðingar Einars stæðust ekki skoðun. „Þannig að það er ekki rétt, sem sagt var í gær, að lax sem sleppur úr kví í Arnarfirði komist ekki upp í Norðurá í Borgarfirði?“ spurði annar þáttastjórnenda „Ég hjó einmitt eftir því að Einar K. Sagði að það væri óumdeilt að þetta gæti ekki gerst,“ Sagði Jón. „Hið sanna er að við höfum dæmi frá haustinu 2016 þegar regnbogasilungur fór að veiðast í miklu magni á sunnanverðum Vestfjörðum. Á nokkrum mánuðum veiddist þessi fiskur í öllum ám landsins,“ sagði Jón. „Lögum samkvæmt ber að tilkynna sleppingu úr kvíum, eða strok. Ekkert fiskeldisfyrirtæki kannaðist við að hafa misst fisk. Hvað segir það okkur? Fiskurinn fer langt. Við höfum konkret dæmi úr náttúrinni hér. Leó Alexander, sérfræðingur Hafrannsóknarstofnunar, hefur sagt að allar ár landsins séu í hættu. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem einhverjir umhverfissinnar halda fram. Þetta er bara staðreynd sem við höfum séð raungerast og sérfræðingar benda á.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki "heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. 14. maí 2018 08:54 Segir laxeldismyndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug 14. maí 2018 22:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar. Mikil umræða hefur spunnist út frá heimildarmynd sem Ríkissjónvarpið sýndi á dögunum en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði myndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum fiskeldis. Þá sagði hann að rangfærslur væru í myndinni og lax sem slyppi úr kvíum gæti ekki dreift sér um allt land. Jón Kaldal, blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, sagði í Býtinu í morgun að fullyrðingar Einars stæðust ekki skoðun. „Þannig að það er ekki rétt, sem sagt var í gær, að lax sem sleppur úr kví í Arnarfirði komist ekki upp í Norðurá í Borgarfirði?“ spurði annar þáttastjórnenda „Ég hjó einmitt eftir því að Einar K. Sagði að það væri óumdeilt að þetta gæti ekki gerst,“ Sagði Jón. „Hið sanna er að við höfum dæmi frá haustinu 2016 þegar regnbogasilungur fór að veiðast í miklu magni á sunnanverðum Vestfjörðum. Á nokkrum mánuðum veiddist þessi fiskur í öllum ám landsins,“ sagði Jón. „Lögum samkvæmt ber að tilkynna sleppingu úr kvíum, eða strok. Ekkert fiskeldisfyrirtæki kannaðist við að hafa misst fisk. Hvað segir það okkur? Fiskurinn fer langt. Við höfum konkret dæmi úr náttúrinni hér. Leó Alexander, sérfræðingur Hafrannsóknarstofnunar, hefur sagt að allar ár landsins séu í hættu. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem einhverjir umhverfissinnar halda fram. Þetta er bara staðreynd sem við höfum séð raungerast og sérfræðingar benda á.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki "heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. 14. maí 2018 08:54 Segir laxeldismyndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug 14. maí 2018 22:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki "heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. 14. maí 2018 08:54
Segir laxeldismyndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug 14. maí 2018 22:30