Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2018 17:15 Oft á tíðum keyptu starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar tvær auglýsingar um sömu málefnin. Vísir/AFP Rússneska „Tröllaverksmiðjan“ svokallaða, eða Internet Research Agency, keypti rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook í aðdraganda og kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum. Flestar auglýsingarnar snerust um mjög umdeild málefni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál birti fyrir helgi gögn sem fengin voru frá Facebook sem sýndu meðal annars allar auglýsingarnar 3.517, hvaða samfélagshópum þær voru sniðnar að, hve mikið þær kostuðu og hve oft þær voru skoðaðar.Blaðamenn USA Today fóru yfir hverja einustu auglýsingu og flokkuðu þær. Niðurstöður þeirra voru að um 1.950 auglýsingar sneru að kynþáttaólgu og voru þær skoðaðar alls 25 milljón sinnum. Minnst fjórðungur umræddra auglýsinga fjallaði um glæpi og löggæslu, oft með tilvísunum í áðurnefnda kynþáttaólgu. Oft á tíðum keyptu starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ tvær auglýsingar um sömu málefnin. Þær voru svo sniðnar að sitt hvorum fylkingum málefna til að auka deilur þar á milli. Birtingu slíkra auglýsinga var haldið áfram eftir að Donald Trump var kosinn forseti. Einungis um hundrað auglýsingar minntust með berum orðum á stuðning við framboð Donald Trump eða andstöðu við Hillary Clinton.Internet Research Agency komst síðast í hámæli í febrúar þegar Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði þrettán manns sem starfa þar og þrjú fyrirtæki fyrir afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Vinsælasta auglýsing IRA sneri að stuðningi við lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Hana sáu 1,3 milljónir manna og smelltu 73 þúsund manns á hana. IRA greiddi 1.785 dali fyrir hana og var hún sniðin að 20 til 65 ára gömlu fólki sem hafði þegar líkað við stuðningssíður lögregluþjóna. Næsta dag keypti Tröllaverksmiðjan auglýsingu sem sýndi tvo þeldökka bræður í handjárnum með texta um að þeir hefðu verið handteknir fyrir að vera svartir. Sú auglýsing var sniðin að fólki sem hafði líkað við síður um martin Luther King Jr., Malcom X og sögu þeldökkra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Rússneska „Tröllaverksmiðjan“ svokallaða, eða Internet Research Agency, keypti rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook í aðdraganda og kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum. Flestar auglýsingarnar snerust um mjög umdeild málefni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál birti fyrir helgi gögn sem fengin voru frá Facebook sem sýndu meðal annars allar auglýsingarnar 3.517, hvaða samfélagshópum þær voru sniðnar að, hve mikið þær kostuðu og hve oft þær voru skoðaðar.Blaðamenn USA Today fóru yfir hverja einustu auglýsingu og flokkuðu þær. Niðurstöður þeirra voru að um 1.950 auglýsingar sneru að kynþáttaólgu og voru þær skoðaðar alls 25 milljón sinnum. Minnst fjórðungur umræddra auglýsinga fjallaði um glæpi og löggæslu, oft með tilvísunum í áðurnefnda kynþáttaólgu. Oft á tíðum keyptu starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ tvær auglýsingar um sömu málefnin. Þær voru svo sniðnar að sitt hvorum fylkingum málefna til að auka deilur þar á milli. Birtingu slíkra auglýsinga var haldið áfram eftir að Donald Trump var kosinn forseti. Einungis um hundrað auglýsingar minntust með berum orðum á stuðning við framboð Donald Trump eða andstöðu við Hillary Clinton.Internet Research Agency komst síðast í hámæli í febrúar þegar Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði þrettán manns sem starfa þar og þrjú fyrirtæki fyrir afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Vinsælasta auglýsing IRA sneri að stuðningi við lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Hana sáu 1,3 milljónir manna og smelltu 73 þúsund manns á hana. IRA greiddi 1.785 dali fyrir hana og var hún sniðin að 20 til 65 ára gömlu fólki sem hafði þegar líkað við stuðningssíður lögregluþjóna. Næsta dag keypti Tröllaverksmiðjan auglýsingu sem sýndi tvo þeldökka bræður í handjárnum með texta um að þeir hefðu verið handteknir fyrir að vera svartir. Sú auglýsing var sniðin að fólki sem hafði líkað við síður um martin Luther King Jr., Malcom X og sögu þeldökkra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira