Björt og fögur ásýnd Garðabæjar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 14. maí 2018 10:41 Nýútkomin skýrsla SA gefur okkur íbúum Garðabæjar fallega og bjarta ásýnd á sterka fjárhagslega stöðu bæjarins í samanburði við stærstu sveitarfélög landsins. Það skiptir gríðarlega miklu máli að haldið sé vel utan um fjármálarekstur sveitarfélaga. En um leið er ekki síður mikilvægt að rýna í hvernig því fjármagni sem slíkt svigrúm gefur er ráðstafað í þágu íbúa.Betur má ef duga skal Garðabæjarlistinn hefur bent á að betur má ef duga skal þegar kemur að þjónustu við íbúa. Þetta á við til að mynda í velferðarþjónustu, gagnsæi í stjórnsýslu, upplýsingagjöf og atvinnuuppbyggingu. Þar er því miður ekki að sjá þessa sömu björtu og fögru ásýnd. En skiptir það einhverju máli? Er einhver þörf á fjárfestingu í samfélagslegri ábyrgð sem felur í sér velferð fyrir alla ekki bara valfrelsi fyrir suma? Við í Garðabæjarlistanum segjum já. Það skiptir höfuðmáli að fjárfesta í samfélagslegri ábyrgð. Það hefur bæði gríðarleg áhrif á hvern einasta íbúa en ekki síður á þróun samfélagsins til lengri tíma. Það skiptir máli í hverju er fjárfest, hvort það eru fjárfestingar til lengri eða skemmri tíma og þá sérstaklega hvort fjárfest er í þágu allra íbúa.Gerum bara enn betur Garðabær virðist nefnilega samkvæmt skýrslu SA hafa gott fjárhagslegt svigrúm til þess að forgangsraða betur í þágu íbúa. Til að mynda mætti nýta slíkt svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur. Garðabæjarlistinn vill sjá álögur á barnafjölskyldur lækka, ekki síst til þess að laða fleira ungt fólk aftur inn í bæinn. Við viljum sjá Garðabæ gera það sem einfalt er að gera til þess einmitt að tryggja ungum fjölskyldum möguleikann á búsetu án þess að borga mikið meira fyrir alla þjónustu en annar staðar. Það er ekki sanngjarnt og til lengri tíma litið er það einfaldlega hættuleg stefna. Sveitarfélagið má ekki láta fjárfestingu í innviðum líða fyrir fjárhagslega góða útkomu eina saman. Þannig tapar samfélagið allt í stað þess að græða.Lægsta útsvarið og lægstu fasteignaskattarnir en hvað svo?Þannig er að útsvar og fasteignaskattur eru lægst í Garðabæ en á móti kemur að íbúar borga meira fyrir til dæmis leikskóla, fæði barna og ungmenna og íþróttaiðkun barna. Á sama tíma er ekki verið að fjárfesta til framtíðar í velferð, engin framtíðarsýn er varðar búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga og félagslegt húsnæði ekki til. Engin plön eru fyrir hendi í þessum málaflokkum til framtíðar þrátt fyrir fjárhagslegt svigrúm og fallega ásýnd og bjarta. Það sem gerir þetta enn verra er að ef viðurkennda leiðin er að bjóða ákveðnum hópum eins og fötluðum upp á verri þjónustu og láta aðra líkt og foreldra með börn á leikskólum borga meira til að fá góða þjónustu.Hlutverk sveitarfélaga Meginhlutverk sveitarfélaga er að tryggja góða grunnþjónustu fyrir alla. Þess vegna er ekki nóg að stæra sig af lægsta útsvarinu og lægsta fasteignskattinum á hvern íbúa þegar það er sá tekjustofn sem er ætlað að tryggja góða lögbundna grunnþjónustu. Þessir þættir verða að fara saman. Þegar grunnþjónustu við íbúa í bænum er ekki sinnt sem skyldi eru fögur orð um sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar innantóm og villandi. Gerum Garðabæ fyrir alla. Forgangsröðum í mennsku og fjárfestum með hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Kjósum Garðabæjarlistann! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla SA gefur okkur íbúum Garðabæjar fallega og bjarta ásýnd á sterka fjárhagslega stöðu bæjarins í samanburði við stærstu sveitarfélög landsins. Það skiptir gríðarlega miklu máli að haldið sé vel utan um fjármálarekstur sveitarfélaga. En um leið er ekki síður mikilvægt að rýna í hvernig því fjármagni sem slíkt svigrúm gefur er ráðstafað í þágu íbúa.Betur má ef duga skal Garðabæjarlistinn hefur bent á að betur má ef duga skal þegar kemur að þjónustu við íbúa. Þetta á við til að mynda í velferðarþjónustu, gagnsæi í stjórnsýslu, upplýsingagjöf og atvinnuuppbyggingu. Þar er því miður ekki að sjá þessa sömu björtu og fögru ásýnd. En skiptir það einhverju máli? Er einhver þörf á fjárfestingu í samfélagslegri ábyrgð sem felur í sér velferð fyrir alla ekki bara valfrelsi fyrir suma? Við í Garðabæjarlistanum segjum já. Það skiptir höfuðmáli að fjárfesta í samfélagslegri ábyrgð. Það hefur bæði gríðarleg áhrif á hvern einasta íbúa en ekki síður á þróun samfélagsins til lengri tíma. Það skiptir máli í hverju er fjárfest, hvort það eru fjárfestingar til lengri eða skemmri tíma og þá sérstaklega hvort fjárfest er í þágu allra íbúa.Gerum bara enn betur Garðabær virðist nefnilega samkvæmt skýrslu SA hafa gott fjárhagslegt svigrúm til þess að forgangsraða betur í þágu íbúa. Til að mynda mætti nýta slíkt svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur. Garðabæjarlistinn vill sjá álögur á barnafjölskyldur lækka, ekki síst til þess að laða fleira ungt fólk aftur inn í bæinn. Við viljum sjá Garðabæ gera það sem einfalt er að gera til þess einmitt að tryggja ungum fjölskyldum möguleikann á búsetu án þess að borga mikið meira fyrir alla þjónustu en annar staðar. Það er ekki sanngjarnt og til lengri tíma litið er það einfaldlega hættuleg stefna. Sveitarfélagið má ekki láta fjárfestingu í innviðum líða fyrir fjárhagslega góða útkomu eina saman. Þannig tapar samfélagið allt í stað þess að græða.Lægsta útsvarið og lægstu fasteignaskattarnir en hvað svo?Þannig er að útsvar og fasteignaskattur eru lægst í Garðabæ en á móti kemur að íbúar borga meira fyrir til dæmis leikskóla, fæði barna og ungmenna og íþróttaiðkun barna. Á sama tíma er ekki verið að fjárfesta til framtíðar í velferð, engin framtíðarsýn er varðar búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga og félagslegt húsnæði ekki til. Engin plön eru fyrir hendi í þessum málaflokkum til framtíðar þrátt fyrir fjárhagslegt svigrúm og fallega ásýnd og bjarta. Það sem gerir þetta enn verra er að ef viðurkennda leiðin er að bjóða ákveðnum hópum eins og fötluðum upp á verri þjónustu og láta aðra líkt og foreldra með börn á leikskólum borga meira til að fá góða þjónustu.Hlutverk sveitarfélaga Meginhlutverk sveitarfélaga er að tryggja góða grunnþjónustu fyrir alla. Þess vegna er ekki nóg að stæra sig af lægsta útsvarinu og lægsta fasteignskattinum á hvern íbúa þegar það er sá tekjustofn sem er ætlað að tryggja góða lögbundna grunnþjónustu. Þessir þættir verða að fara saman. Þegar grunnþjónustu við íbúa í bænum er ekki sinnt sem skyldi eru fögur orð um sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar innantóm og villandi. Gerum Garðabæ fyrir alla. Forgangsröðum í mennsku og fjárfestum með hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Kjósum Garðabæjarlistann! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar