Reykjavík í samkeppni við aðrar borgir Dagur B. Eggertsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Samkeppnishæfni Reykjavíkur hefur verið okkar helsta verkefni á undanförnum árum. Til þess að teljast samkeppnishæf verðum við að vera lífsgæðaborg, skólaborg og velferðarborg en jafnframt fjölga spennandi störfum og tækifærum fyrir ungt fólk og stuðla að öflugu, fjölbreyttu atvinnulífi. Reykjavík hefur verið hástökkvari bæði í nýlegum alþjóðlegum samanburði á lífsgæðum og samkeppnishæfni. Að þróa fjölbreytta, græna og nútímalega borg fyrir alla byggir á framtíðarsýn og kallar bæði á stefnufestu og úthald. Borg sem er án vegvísis og framtíðarsýnar þróast ekki sjálfkrafa í rétta átt. Við eigum að bera Reykjavík saman við aðrar borgir Norðurlanda frekar en sveitarfélög hérlendis. Í nýjum samanburði Norrænu ráðherranefndarinnar höfum við skákað öllum borgarsvæðum af okkar stærð, tekið fram úr Helsinki og aðeins Ósló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur skáka Reykjavík í samkeppnishæfni. Á tíu ára fresti tekur tímaritið The Economist saman lista yfir lífsgæði í borgum. Í síðustu mælingu var Reykjavík hástökkvari, m.a. vegna metnaðarfullra uppbyggingarverkefna og aukins menningarframboðs. Hvort tveggja er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þróun borgarinnar okkar. Það á að vera kappsmál að nýjar kynslóðir vilji búa í Reykjavík fremur en í öðrum borgum. Ungt fólk leitar til borga og getur starfað hvar sem er í heiminum. Ísland á mikið undir því að Reykjavík gangi vel í þessari samkeppni en þar eigum við að keppa á grundvelli menntunar, velferðar, öryggis og góðrar þjónustu, auk þeirra lífsgæða sem kraftmikið og fjölbreytt borgarsamfélag getur boðið upp á. Norðurlöndin hafa sýnt að áhersla á jöfnuð og jöfn tækifæri í bland við öflugt og framsækið atvinnulíf er sú leið sem best hefur gefist í þessu. Það er leið jafnaðarmanna. Það er líka rétta leiðin fyrir Reykjavík. Borgin okkar hefur aldrei verið eins kraftmikil, lifandi og fjölbreytt og einmitt núna. Og það er mikilvægt að halda áfram á réttri leið. Áfram Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Kosningar 2018 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni Reykjavíkur hefur verið okkar helsta verkefni á undanförnum árum. Til þess að teljast samkeppnishæf verðum við að vera lífsgæðaborg, skólaborg og velferðarborg en jafnframt fjölga spennandi störfum og tækifærum fyrir ungt fólk og stuðla að öflugu, fjölbreyttu atvinnulífi. Reykjavík hefur verið hástökkvari bæði í nýlegum alþjóðlegum samanburði á lífsgæðum og samkeppnishæfni. Að þróa fjölbreytta, græna og nútímalega borg fyrir alla byggir á framtíðarsýn og kallar bæði á stefnufestu og úthald. Borg sem er án vegvísis og framtíðarsýnar þróast ekki sjálfkrafa í rétta átt. Við eigum að bera Reykjavík saman við aðrar borgir Norðurlanda frekar en sveitarfélög hérlendis. Í nýjum samanburði Norrænu ráðherranefndarinnar höfum við skákað öllum borgarsvæðum af okkar stærð, tekið fram úr Helsinki og aðeins Ósló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur skáka Reykjavík í samkeppnishæfni. Á tíu ára fresti tekur tímaritið The Economist saman lista yfir lífsgæði í borgum. Í síðustu mælingu var Reykjavík hástökkvari, m.a. vegna metnaðarfullra uppbyggingarverkefna og aukins menningarframboðs. Hvort tveggja er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þróun borgarinnar okkar. Það á að vera kappsmál að nýjar kynslóðir vilji búa í Reykjavík fremur en í öðrum borgum. Ungt fólk leitar til borga og getur starfað hvar sem er í heiminum. Ísland á mikið undir því að Reykjavík gangi vel í þessari samkeppni en þar eigum við að keppa á grundvelli menntunar, velferðar, öryggis og góðrar þjónustu, auk þeirra lífsgæða sem kraftmikið og fjölbreytt borgarsamfélag getur boðið upp á. Norðurlöndin hafa sýnt að áhersla á jöfnuð og jöfn tækifæri í bland við öflugt og framsækið atvinnulíf er sú leið sem best hefur gefist í þessu. Það er leið jafnaðarmanna. Það er líka rétta leiðin fyrir Reykjavík. Borgin okkar hefur aldrei verið eins kraftmikil, lifandi og fjölbreytt og einmitt núna. Og það er mikilvægt að halda áfram á réttri leið. Áfram Reykjavík.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun