Lífið

Úrslitakvöldið í Eurovision í beinni frá blaðamannahöllinni í Lissabon

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Laufey Helga Guðmundsdóttir mun dæma hvert einasta lag í kvöld.
Laufey Helga Guðmundsdóttir mun dæma hvert einasta lag í kvöld.
Það er komið að úrslitastundu í Eurovision-keppninni í ár en lokakvöldið fer fram í Altice-höllinni í Lissabon í kvöld. 

Um tíu þúsund manns eru inni í höllinni en í blaðamannahöllinni eru mörg hundurð blaðamenn að störfum.

Stefán Árni Pálsson verður með beina textalýsingu úr blaðamannahöllinni í kvöld og svo mun Laufey Helga Guðmundsdóttir frá FÁSES gefa hverju lagi umsögn og einkunn. 

Svo er um að gera að taka þátt í umræðunni með #12stig kassamerkinu.

Uppfært klukkan 22:43 - Netta vinnur Eurovision árið 2018 með laginu Toy!!! Fjórða sinn sem Ísrael vinnur. 








Fleiri fréttir

Sjá meira
×