Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 14:45 Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. Vísir/AFP Í viðtali við BBC sagði Benjamin Brafman lögfræðingur Harvey Weinstein að fyrrum framleiðandinn sé núna einmana og reiður en þeir ræða saman tuttugu sinnum á dag. Weinstein hefur bæði tapað starfinu og fjölskyldunni. Lögregla rannsakar nú mál gegn honum í Los Angeles, New York og London. Meira en 80 konur hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein síðan í október, meðal annars vegna nauðgunar. Lögfræðingurinn telur að konurnar sem hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein séu ekki að segja sannleikann. „Þetta er eitt af skrítnustu málum sem ég hef komið nálægt.“ Lögfræðingurinn viðurkennir að Weinstein gæti hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt, en segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Brafman óttast samt að Weinstein myndi ekki fá sanngjörn réttarhöld. Niðurlægð og brotin Georgina Chapman fyrrum eiginkona Harvey Weinstein sagði í viðtali við Vogue í vikunni að hún hafi ekki vitað um kynferðislega áreitni og ofbeldi hans. Þetta er fyrsta skiptið sem hún tjáir sig opinberlega eftir skilnaðinn. Í viðtali nuvið Vogue viðurkenndi Chapman að hún hafi varla farið út úr húsi síðustu mánuði, síðan fyrstu fréttirnar birtust um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. Sjá einnig: Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn „Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi, ég elskaði líf mitt,“ segir Chapman. Hún segir í viðtalinu að Weinstein hafi ferðast mikið og því hafi hún verið alveg grunlaus. „Ég léttist um fjögur og hálft kíló á fimm dögum, ég hélt engum mat niðri,“ segir Chapman um fyrstu dagana eftir að fréttirnar birtust um Weinstein. „Ég vissi að ég þyrfti að fara og taka börnin í burtu.“ Weinstein og Chapman giftust árið 2007 og eiga saman tvö börn. Í október tilkynnti hún um skilnaðinn. Hún segist hafa verið bæði ringluð og reið síðustu mánuði. „Ég var svo niðurlægð og svo brotin.“ MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Benjamin Brafman lögfræðingur Harvey Weinstein að fyrrum framleiðandinn sé núna einmana og reiður en þeir ræða saman tuttugu sinnum á dag. Weinstein hefur bæði tapað starfinu og fjölskyldunni. Lögregla rannsakar nú mál gegn honum í Los Angeles, New York og London. Meira en 80 konur hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein síðan í október, meðal annars vegna nauðgunar. Lögfræðingurinn telur að konurnar sem hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein séu ekki að segja sannleikann. „Þetta er eitt af skrítnustu málum sem ég hef komið nálægt.“ Lögfræðingurinn viðurkennir að Weinstein gæti hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt, en segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Brafman óttast samt að Weinstein myndi ekki fá sanngjörn réttarhöld. Niðurlægð og brotin Georgina Chapman fyrrum eiginkona Harvey Weinstein sagði í viðtali við Vogue í vikunni að hún hafi ekki vitað um kynferðislega áreitni og ofbeldi hans. Þetta er fyrsta skiptið sem hún tjáir sig opinberlega eftir skilnaðinn. Í viðtali nuvið Vogue viðurkenndi Chapman að hún hafi varla farið út úr húsi síðustu mánuði, síðan fyrstu fréttirnar birtust um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. Sjá einnig: Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn „Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi, ég elskaði líf mitt,“ segir Chapman. Hún segir í viðtalinu að Weinstein hafi ferðast mikið og því hafi hún verið alveg grunlaus. „Ég léttist um fjögur og hálft kíló á fimm dögum, ég hélt engum mat niðri,“ segir Chapman um fyrstu dagana eftir að fréttirnar birtust um Weinstein. „Ég vissi að ég þyrfti að fara og taka börnin í burtu.“ Weinstein og Chapman giftust árið 2007 og eiga saman tvö börn. Í október tilkynnti hún um skilnaðinn. Hún segist hafa verið bæði ringluð og reið síðustu mánuði. „Ég var svo niðurlægð og svo brotin.“
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30