„Við erum ánægð með að vera komin aftur á Solstice-helgina sjálfa, við vorum ekki á henni í fyrra og hittifyrra. Það er líka gott að vera með eins svæði og í fyrra – þetta er í fyrsta skiptið sem við breytum ekki svæði á milli ára, við erum dottin inn á svæði sem við erum ánægð með og það er bara geggjað að geta notað Valbjarnarvöll. Svo ég sé pínu gamaldags þá er þetta svæði dálítið eins og að vera í útlöndum, þannig var fílingurinn á þessu í fyrra,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Secret Solstice.

„Þetta gerir okkur kleift að undirbúa okkur betur og laga það sem við vorum ósátt við í fyrra. Þannig að ég get alveg fullyrt að þetta verður besta hátíðin hingað til.“
Mörgum til mikillar gleði verða, að hluta til vegna þess að svæðið verður með sama fyrirkomulagi og í fyrra, í boði fleiri dagpassar í ár og í fyrsta sinn verður hægt að kaupa dagpassa á aðalkvöld – laugardagskvöldið – en þá spila rokkhundarnir í Slayer. Vafalaust margir sem slamma af gleði við að heyra þær fréttir.

Við höfum líka fundað mikið með nágrönnum og viljum passa bæði upplifun gesta og nágranna. Þessir tveir hópar eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir. Það að fækka miðum og bjóða í staðinn dagpassa á þennan dag er leið sem við ákváðum að fara í þeirri viðleitni að koma til móts við báða þessa hópa.“