Án Söru Bjarkar og Dagnýjar Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2018 08:30 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður hans, Ásmundur Haraldsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fótbolti Freyr Alexandersson stendur enn og aftur frammi fyrir því sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að geta ekki teflt fram lykilleikmanni sínum í mikilvægum leik hjá liðinu. Að þessu sinni er það Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, sem er fjarri góðu gamni vegna hásinarmeiðslanna sem hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg í síðustu viku. Hásin Söru Bjarkar er trosnuð, en myndataka sem hún fór í um helgina leiddi í ljós að rúmur mánuður er í að hún geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Af þeim sökum verður Sara Björk ekki með þegar íslenska liðið mætir Slóveníu í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Ofan á meiðsli Söru Bjarkar bætist að Rakel Hönnudóttir sem leyst hefur Dagnýju Brynjarsdóttur af hólmi með miklum sóma inni á miðsvæðinu í undanförnum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni er í kapphlaupi við tímann með að ná leiknum gegn Slóveníu. Rakel glímir við tognun aftan í læri og ekki er útséð um hvort hún verður klár í slaginn í tæka tíð. „Það er vissulega þreytandi að við höfum verið að missa einn til tvo lykilleikmenn nánast fyrir hvert verkefni undanfarin misseri, því er ekki að neita. Ég er hins vegar fyrst og fremst leiður fyrir hönd Söru Bjarkar sem hafði átt gríðarlega gott keppnistímabil yfir að hún skyldi meiðast á þessu lykilaugnabliki,“ segir Freyr við Fréttablaðið. „Ég var aftur á móti farinn að búa mig undir að fá fregnir af því að hásinin væri slitin og fram undan væri hálft ár í fjarveru vegna meiðsla. Þar af leiðandi var það ákveðinn léttir þegar Sara Björk færði mér þau tíðindi að svo væri ekki og hún yrði komin aftur á völlinn eftir mánuð. Nú miðast endurhæfing hennar að því að hún verði komin í toppform þegar við mætum Þýskalandi í september,“ segir Freyr um stöðu mála hjá Söru Björk. „Það er huggun harmi gegn að við höfum óvenjulega langan tíma og fáum óvenju margar æfingar í þessum landsliðsglugga. Við getum því farið vel yfir það hvaða breytingar við munum gera í ljósi þess að Sara Björk og hugsanlega Rakel verði ekki með okkur. Við munum mögulega fara í breytingar á leikkerfi til þess að bregðast við þessu, en ég er að fara yfir það þessa dagana hvernig best er leysa fjarveru þessara öflugu leikmanna,“ segir Freyr aðspurður um það hvaða breytingar hann muni gera í ljósi aðstæðna. Ísland er í öðru sæti riðils síns fyrir leikinn gegn Slóveníu, en sigur í leiknum kemur liðinu upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins. Ísland og Þýskaland mætast svo í toppslag riðilsins á Laugardalsvelli 1. september og Tékklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni þremur dögum síðar. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni HM 2019, en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um tvö laus sæti. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Sjá meira
Fótbolti Freyr Alexandersson stendur enn og aftur frammi fyrir því sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að geta ekki teflt fram lykilleikmanni sínum í mikilvægum leik hjá liðinu. Að þessu sinni er það Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, sem er fjarri góðu gamni vegna hásinarmeiðslanna sem hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg í síðustu viku. Hásin Söru Bjarkar er trosnuð, en myndataka sem hún fór í um helgina leiddi í ljós að rúmur mánuður er í að hún geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Af þeim sökum verður Sara Björk ekki með þegar íslenska liðið mætir Slóveníu í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Ofan á meiðsli Söru Bjarkar bætist að Rakel Hönnudóttir sem leyst hefur Dagnýju Brynjarsdóttur af hólmi með miklum sóma inni á miðsvæðinu í undanförnum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni er í kapphlaupi við tímann með að ná leiknum gegn Slóveníu. Rakel glímir við tognun aftan í læri og ekki er útséð um hvort hún verður klár í slaginn í tæka tíð. „Það er vissulega þreytandi að við höfum verið að missa einn til tvo lykilleikmenn nánast fyrir hvert verkefni undanfarin misseri, því er ekki að neita. Ég er hins vegar fyrst og fremst leiður fyrir hönd Söru Bjarkar sem hafði átt gríðarlega gott keppnistímabil yfir að hún skyldi meiðast á þessu lykilaugnabliki,“ segir Freyr við Fréttablaðið. „Ég var aftur á móti farinn að búa mig undir að fá fregnir af því að hásinin væri slitin og fram undan væri hálft ár í fjarveru vegna meiðsla. Þar af leiðandi var það ákveðinn léttir þegar Sara Björk færði mér þau tíðindi að svo væri ekki og hún yrði komin aftur á völlinn eftir mánuð. Nú miðast endurhæfing hennar að því að hún verði komin í toppform þegar við mætum Þýskalandi í september,“ segir Freyr um stöðu mála hjá Söru Björk. „Það er huggun harmi gegn að við höfum óvenjulega langan tíma og fáum óvenju margar æfingar í þessum landsliðsglugga. Við getum því farið vel yfir það hvaða breytingar við munum gera í ljósi þess að Sara Björk og hugsanlega Rakel verði ekki með okkur. Við munum mögulega fara í breytingar á leikkerfi til þess að bregðast við þessu, en ég er að fara yfir það þessa dagana hvernig best er leysa fjarveru þessara öflugu leikmanna,“ segir Freyr aðspurður um það hvaða breytingar hann muni gera í ljósi aðstæðna. Ísland er í öðru sæti riðils síns fyrir leikinn gegn Slóveníu, en sigur í leiknum kemur liðinu upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins. Ísland og Þýskaland mætast svo í toppslag riðilsins á Laugardalsvelli 1. september og Tékklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni þremur dögum síðar. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni HM 2019, en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um tvö laus sæti.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Sjá meira