Leitin að Arturi einsdæmi á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 26. maí 2018 06:00 Björgunarsveitamenn leituðu Arturs Jarmoszko meðfram ströndinni í Garðabæ og Kópavogi í fyrravor. Núna hafa líkamsleifar hans fundist. Artur sást síðast hinn 1. mars í fyrra á gangi eftir Suðurgötunni. Vísir/eyþór Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Arturi Jarmoszko, ungum pólskum manni sem hvarf þann 1. mars 2017. Rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA-rannsókn, staðfestir það. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að engin merki um áverka hafi verið á líkamsleifunum sem fundust svo ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit hófst á svæðinu þar sem líkamsleifarnar fundust. Að leitinni komu áhöfn varðskipsins Týs, einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild Ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson kafari, segir í tilkynningunni. „Mig grunar að þetta sé einsdæmi á Íslandi, ég man ekki eftir neinu í líkingu við þetta áður,“ segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi um umfang leitarinnar á Faxaflóa. Notaður var kafbátur í leitinni en á leitarsvæðinu er 120 metra dýpi og var flötur leitarsvæðisins rúmlega hektari að flatarmáli. Þórir segir einnig að við leitina hafi verið teknar um átján þúsund ljósmyndir sem allar voru greindar.Sjá einnig: Líkamsleifarnar eru af Arturi Í kjölfar þess að fjallað var um mannshvarfið á síðasta ári skapaðist umræða um að lögreglan hafi ekki lagt mikinn metnað í leitina. Þórir segir að það sé erfitt að kalla út leitarfólk þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar og að allt hafi verið lagt í sölurnar til að finna Artur. „Það er eðlilegt að fólki geti fundist það. Það var mikið lagt í að skoða öll gögn til að finna einhvern byrjunarpunkt. Ef ég man rétt voru kallaðar út björgunarsveitir og gengnar fjörur. En auðvitað var þeim mun meira lagt í hluti eins og að ræða við vini, kunningja og fjölskyldu og rannsaka tölvu hans og síma. Fólk verður ekki vart við þennan hluta leitarinnar,“ segir Þórir. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1. mars í fyrra í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir var aðstandendum tilkynnt að um Artur hafi verið að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Arturi Jarmoszko, ungum pólskum manni sem hvarf þann 1. mars 2017. Rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA-rannsókn, staðfestir það. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að engin merki um áverka hafi verið á líkamsleifunum sem fundust svo ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit hófst á svæðinu þar sem líkamsleifarnar fundust. Að leitinni komu áhöfn varðskipsins Týs, einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild Ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson kafari, segir í tilkynningunni. „Mig grunar að þetta sé einsdæmi á Íslandi, ég man ekki eftir neinu í líkingu við þetta áður,“ segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi um umfang leitarinnar á Faxaflóa. Notaður var kafbátur í leitinni en á leitarsvæðinu er 120 metra dýpi og var flötur leitarsvæðisins rúmlega hektari að flatarmáli. Þórir segir einnig að við leitina hafi verið teknar um átján þúsund ljósmyndir sem allar voru greindar.Sjá einnig: Líkamsleifarnar eru af Arturi Í kjölfar þess að fjallað var um mannshvarfið á síðasta ári skapaðist umræða um að lögreglan hafi ekki lagt mikinn metnað í leitina. Þórir segir að það sé erfitt að kalla út leitarfólk þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar og að allt hafi verið lagt í sölurnar til að finna Artur. „Það er eðlilegt að fólki geti fundist það. Það var mikið lagt í að skoða öll gögn til að finna einhvern byrjunarpunkt. Ef ég man rétt voru kallaðar út björgunarsveitir og gengnar fjörur. En auðvitað var þeim mun meira lagt í hluti eins og að ræða við vini, kunningja og fjölskyldu og rannsaka tölvu hans og síma. Fólk verður ekki vart við þennan hluta leitarinnar,“ segir Þórir. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1. mars í fyrra í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir var aðstandendum tilkynnt að um Artur hafi verið að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55
Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00
Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent