Leitin að Arturi einsdæmi á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 26. maí 2018 06:00 Björgunarsveitamenn leituðu Arturs Jarmoszko meðfram ströndinni í Garðabæ og Kópavogi í fyrravor. Núna hafa líkamsleifar hans fundist. Artur sást síðast hinn 1. mars í fyrra á gangi eftir Suðurgötunni. Vísir/eyþór Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Arturi Jarmoszko, ungum pólskum manni sem hvarf þann 1. mars 2017. Rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA-rannsókn, staðfestir það. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að engin merki um áverka hafi verið á líkamsleifunum sem fundust svo ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit hófst á svæðinu þar sem líkamsleifarnar fundust. Að leitinni komu áhöfn varðskipsins Týs, einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild Ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson kafari, segir í tilkynningunni. „Mig grunar að þetta sé einsdæmi á Íslandi, ég man ekki eftir neinu í líkingu við þetta áður,“ segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi um umfang leitarinnar á Faxaflóa. Notaður var kafbátur í leitinni en á leitarsvæðinu er 120 metra dýpi og var flötur leitarsvæðisins rúmlega hektari að flatarmáli. Þórir segir einnig að við leitina hafi verið teknar um átján þúsund ljósmyndir sem allar voru greindar.Sjá einnig: Líkamsleifarnar eru af Arturi Í kjölfar þess að fjallað var um mannshvarfið á síðasta ári skapaðist umræða um að lögreglan hafi ekki lagt mikinn metnað í leitina. Þórir segir að það sé erfitt að kalla út leitarfólk þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar og að allt hafi verið lagt í sölurnar til að finna Artur. „Það er eðlilegt að fólki geti fundist það. Það var mikið lagt í að skoða öll gögn til að finna einhvern byrjunarpunkt. Ef ég man rétt voru kallaðar út björgunarsveitir og gengnar fjörur. En auðvitað var þeim mun meira lagt í hluti eins og að ræða við vini, kunningja og fjölskyldu og rannsaka tölvu hans og síma. Fólk verður ekki vart við þennan hluta leitarinnar,“ segir Þórir. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1. mars í fyrra í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir var aðstandendum tilkynnt að um Artur hafi verið að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Arturi Jarmoszko, ungum pólskum manni sem hvarf þann 1. mars 2017. Rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA-rannsókn, staðfestir það. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að engin merki um áverka hafi verið á líkamsleifunum sem fundust svo ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit hófst á svæðinu þar sem líkamsleifarnar fundust. Að leitinni komu áhöfn varðskipsins Týs, einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild Ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson kafari, segir í tilkynningunni. „Mig grunar að þetta sé einsdæmi á Íslandi, ég man ekki eftir neinu í líkingu við þetta áður,“ segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi um umfang leitarinnar á Faxaflóa. Notaður var kafbátur í leitinni en á leitarsvæðinu er 120 metra dýpi og var flötur leitarsvæðisins rúmlega hektari að flatarmáli. Þórir segir einnig að við leitina hafi verið teknar um átján þúsund ljósmyndir sem allar voru greindar.Sjá einnig: Líkamsleifarnar eru af Arturi Í kjölfar þess að fjallað var um mannshvarfið á síðasta ári skapaðist umræða um að lögreglan hafi ekki lagt mikinn metnað í leitina. Þórir segir að það sé erfitt að kalla út leitarfólk þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar og að allt hafi verið lagt í sölurnar til að finna Artur. „Það er eðlilegt að fólki geti fundist það. Það var mikið lagt í að skoða öll gögn til að finna einhvern byrjunarpunkt. Ef ég man rétt voru kallaðar út björgunarsveitir og gengnar fjörur. En auðvitað var þeim mun meira lagt í hluti eins og að ræða við vini, kunningja og fjölskyldu og rannsaka tölvu hans og síma. Fólk verður ekki vart við þennan hluta leitarinnar,“ segir Þórir. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1. mars í fyrra í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir var aðstandendum tilkynnt að um Artur hafi verið að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55
Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00
Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33