Airwaves fær 22 milljónir Benedikt Bóas skrifar 26. maí 2018 06:00 Það var troðfullt á Hlíðarenda þegar Mumford and Sons tók lagið á síðustu hátíð. Vísir/ernir Samningurinn milli Reykjavíkurborgar og tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem var lagður fram í borgarráði á fimmtudag gildir út árið 2019. Á samningstímanum fær hátíðin 22 milljónir króna, átta milljónir í ár en 14 á því næsta. Fær hátíðin lagðar inn á reikning sinn þrjár milljónir í júní og ágúst en tvær milljónir í nóvember. Á næsta ári fær hátíðin 3,5 milljónir fjórum sinnum. Framlag borgarinnar vegna ársins 2019 er með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Samkvæmt samningnum á hátíðin að bera ábyrgð á markaðssetningu hátíðarinnar og á að leggja sig fram við að skapa sem besta og jákvæðasta umfjöllun í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Það á að koma skýrt fram að hátíðin fái styrk frá borginni og borgarinnar skal getið sem bakhjarls í öllu kynningar- og markaðsstarfi hátíðarinnar, meðal annars á vefsvæði hátíðarinnar. Örlítið borgarmerki sést þegar farið er á heimasíðuna icelandairwaves.is og þegar skrollað er niður að bakhjörlum stendur aðeins Reykjavik Loves. Undir því er myllumerki með sömu orðum. Forsvarsmenn hátíðarinnar skulu leggja fram á desemberfundi bráðabirgðauppgjör og skýrslu hátíðarinnar sem haldin verður 7.-10. nóvember. Komist menningar- og ferðamálasvið borgarinnar að þeirri niðurstöðu að hátíðin uppfylli ekki skilyrðin fellur samningurinn úr gildi um áramót. Borgin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu verði framlögin ekki notuð samkvæmt samningnum. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki spurningum Fréttablaðsins. Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Samningurinn milli Reykjavíkurborgar og tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem var lagður fram í borgarráði á fimmtudag gildir út árið 2019. Á samningstímanum fær hátíðin 22 milljónir króna, átta milljónir í ár en 14 á því næsta. Fær hátíðin lagðar inn á reikning sinn þrjár milljónir í júní og ágúst en tvær milljónir í nóvember. Á næsta ári fær hátíðin 3,5 milljónir fjórum sinnum. Framlag borgarinnar vegna ársins 2019 er með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Samkvæmt samningnum á hátíðin að bera ábyrgð á markaðssetningu hátíðarinnar og á að leggja sig fram við að skapa sem besta og jákvæðasta umfjöllun í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Það á að koma skýrt fram að hátíðin fái styrk frá borginni og borgarinnar skal getið sem bakhjarls í öllu kynningar- og markaðsstarfi hátíðarinnar, meðal annars á vefsvæði hátíðarinnar. Örlítið borgarmerki sést þegar farið er á heimasíðuna icelandairwaves.is og þegar skrollað er niður að bakhjörlum stendur aðeins Reykjavik Loves. Undir því er myllumerki með sömu orðum. Forsvarsmenn hátíðarinnar skulu leggja fram á desemberfundi bráðabirgðauppgjör og skýrslu hátíðarinnar sem haldin verður 7.-10. nóvember. Komist menningar- og ferðamálasvið borgarinnar að þeirri niðurstöðu að hátíðin uppfylli ekki skilyrðin fellur samningurinn úr gildi um áramót. Borgin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu verði framlögin ekki notuð samkvæmt samningnum. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki spurningum Fréttablaðsins.
Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira