Ef ekki nú, hvenær þá? Steinunn Ýr Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir skrifar 25. maí 2018 22:56 Kvennahreyfingin hefur tekið afdráttarlausa afstöðu með þolendum. Sú afstaða er rótæk í okkar gerendameðvirka samélagi. Stjórnmálinn eru ekki undirskilin því. Jafnvel mætti segja að það hafi ríkt þverpólitísk samstaða um gerenda meðvirkni. Það nægir að lesa #metoo sögur kvenna í stjórnmálum til þess að átta sig á því. Að rjúfa þögnina er aðeins byrjunin, það krefst pólitísks vilja, hugrekkis og þrautseigju að umbylta rótgróinni samfélagsgerð sem býður upp á ofbeldi og misrétti. Við þurfum að breyta því kerfi sem feðraveldið hefur byggt upp og skapa hér alvöru samfélag sem byggir á jafnrétti í víðum skilningi. Að standa gegn ofbeldis- og nauðgunarmenningu er að standa gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis. Sú afstaða stuðar mest þá einstaklinga sem vilja viðhalda valdi sínu og frelsi til að beita aðra ofbeldi í skjóli þagnar. Það kemur því ekki á óvart að þegar konur stíga opinberlega fram gegn ofbeldi og gagnrýna þöggun samfélagsins, þá fá þær yfir sig sérstaklega harkalegar árásir opinberlega og jafnvel í fjölmiðlum. Það á einnig við um aðra hópa sem stíga fram gegn misrétti og ofbeldi. Ofbeldi viðheldur misrétti, hvort sem í því felst kúgun, áreiti eða líkamlegt ofbeldi. Þannig eru einstaklingar brotnir niður. Án ofbeldis væri mun auðveldara að rísa gegn misrétti, því þá væri ekkert að óttast. En sú er ekki staðan. Þeir samfélagshópar sem sem hafa verið beittir misrétti hafa allir þá sögu að segja að það er kúgun þeirra valda meiri eða ofbeldi sem veikir stöðu þeirra í samfélaginu og þaggar niður rödd þeirra. Konur um allan heim komu saman og sögðu sögur sínar af misrétti, áreitni og ofbeldi. Þær sögur sem birtust opinberlega eru aðeins brot af öllum þeim sögum sem konur deildu inni í lokuðum hópum kvenna. Það er ömurleg staðreynd en konurnar voru að segja frá ofbeldi, kúgun og áreitni af hálfu samstarfsmanna, vina, eiginmanna og svo framvegis . Innan þessara hópa var sameiginlegur reynsluheimur kvenna virtur og ekki dregin í efa. Við vissum allar og skildum sögur hverrar annarar. Við í Kvennahreyfingunni höfum verið spurðar, afhverju núna? Jafnvel í miðri #metoo byltingu virðist svarið ekki augljóst öllum. Við spyrjum - ef það er ekki tími fyrir femíníska samstöðu núna, hvenær þá? Höfundar skipa 2. og 6. sæti á lista Kvennahreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Sjá meira
Kvennahreyfingin hefur tekið afdráttarlausa afstöðu með þolendum. Sú afstaða er rótæk í okkar gerendameðvirka samélagi. Stjórnmálinn eru ekki undirskilin því. Jafnvel mætti segja að það hafi ríkt þverpólitísk samstaða um gerenda meðvirkni. Það nægir að lesa #metoo sögur kvenna í stjórnmálum til þess að átta sig á því. Að rjúfa þögnina er aðeins byrjunin, það krefst pólitísks vilja, hugrekkis og þrautseigju að umbylta rótgróinni samfélagsgerð sem býður upp á ofbeldi og misrétti. Við þurfum að breyta því kerfi sem feðraveldið hefur byggt upp og skapa hér alvöru samfélag sem byggir á jafnrétti í víðum skilningi. Að standa gegn ofbeldis- og nauðgunarmenningu er að standa gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis. Sú afstaða stuðar mest þá einstaklinga sem vilja viðhalda valdi sínu og frelsi til að beita aðra ofbeldi í skjóli þagnar. Það kemur því ekki á óvart að þegar konur stíga opinberlega fram gegn ofbeldi og gagnrýna þöggun samfélagsins, þá fá þær yfir sig sérstaklega harkalegar árásir opinberlega og jafnvel í fjölmiðlum. Það á einnig við um aðra hópa sem stíga fram gegn misrétti og ofbeldi. Ofbeldi viðheldur misrétti, hvort sem í því felst kúgun, áreiti eða líkamlegt ofbeldi. Þannig eru einstaklingar brotnir niður. Án ofbeldis væri mun auðveldara að rísa gegn misrétti, því þá væri ekkert að óttast. En sú er ekki staðan. Þeir samfélagshópar sem sem hafa verið beittir misrétti hafa allir þá sögu að segja að það er kúgun þeirra valda meiri eða ofbeldi sem veikir stöðu þeirra í samfélaginu og þaggar niður rödd þeirra. Konur um allan heim komu saman og sögðu sögur sínar af misrétti, áreitni og ofbeldi. Þær sögur sem birtust opinberlega eru aðeins brot af öllum þeim sögum sem konur deildu inni í lokuðum hópum kvenna. Það er ömurleg staðreynd en konurnar voru að segja frá ofbeldi, kúgun og áreitni af hálfu samstarfsmanna, vina, eiginmanna og svo framvegis . Innan þessara hópa var sameiginlegur reynsluheimur kvenna virtur og ekki dregin í efa. Við vissum allar og skildum sögur hverrar annarar. Við í Kvennahreyfingunni höfum verið spurðar, afhverju núna? Jafnvel í miðri #metoo byltingu virðist svarið ekki augljóst öllum. Við spyrjum - ef það er ekki tími fyrir femíníska samstöðu núna, hvenær þá? Höfundar skipa 2. og 6. sæti á lista Kvennahreyfingarinnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun