Það er kosið um þetta! Skúli Helgason skrifar 25. maí 2018 14:26 Það er kosið um nýja borgarstjórn á morgun laugardag og þó framboðin hafi aldrei verið fleiri eru valkostirnir í raun mjög skýrir: spennandi framtíð í fjölbreyttri og nútímalegri borg sem leggur áherslu á húsnæðisuppbyggingu, vistvænar samgöngur og almannaþjónustu á forsendum jafnaðarstefnu eða afturhvarf til fortíðar með mislægum gatnamótum, útþenslu borgarinnar, markaðslausnum í húsnæðis- og skólamálum og sérhagsmunagæslu í þágu þeirra sem best mega sín. Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst allra verið við völd á Íslandi. Í nær 90 ár hefur flokkurinn haldið lengur um stjórnartaumana hjá ríki og borg en nokkur annar stjórnmálaflokkur með þeim afleiðingum að hér hefur byggst upp húsnæðismarkaður með ofuráherslu á séreignastefnu en leigumarkaður alla tíð verið veikur og óstöðugur. Oftrú stjórnvalda en vantrú allra annarra á krónunni sem gjaldmiðli hefur haldið uppi svimandi háum vöxtum sem hafa sligað ungt fólk og íbúðakaupendur sem hafa mátt bera miklu þyngri vaxtabyrðar en þekkist annars staðar í Evrópu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að lækka vaxtabætur og barnabætur á undanförnum árum og þannig hrifsað til baka stóran hluta af þeim kjarabótum sem ungt barnafólk átti að fá með hærri launum á undanförnum árum. Samfylkingin hefur haldið á lofti skýrum valkosti við þessa stefnu með því að leggja áherslu á fjölbreyttan húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Við lofuðum því árið 2014 að setja af stað byggingu á 2500-3000 slíkum íbúðum fram til 2019 og það mun takast því nú er ljóst að fjöldinn mun fara yfir 3000 og áform byggingafélaga sem starfa án hagnaðarsjónarmiða eru um rúmlega 4000 íbúðir. Nú er verið að byggja íbúðir um alla borg og þarf að leita lengra en 40 ár aftur í tímann til að finna jafnlangt tímabil þar sem bygging nýrra íbúða er í hámarki. Nýjar fullbúnar íbúðir koma nú hratt inn á markaðinn, bara í janúar voru skráðar 300 nýjar íbúðir í borginni og það er byrjað að hafa þau áhrif að hægt hefur á verðhækkunum húsnæðis og í sumum hverfum er verð þegar farið að lækka í takt við aukið framboð. Kjaramál Fyrst eftir hrunið 2008 var sett í forgang að verja störfin og þegar Samfylkingin komst aftur til valda í borginni lögðum við mikla áherslu á að hækka laun kennara og annarra hópa sem dregist höfðu aftur úr á vinnumarkaði. Það hefur skilað talsverðum árangri í að skapa meiri jöfnuð t.d. milli háskólamenntaðra í störfum hjá borginni en markmið okkar er að gera þar enn betur því störf í menntageiranum og velferðarþjónustu eru undirstaða þess að við getum kallað okkur raunverulegt velferðarsamfélag. Einn mikilvægasti árangur borgarinnar hefur svo falist í að minnka verulega launamun kynjanna í störfum hjá borginni sem hefur lækkað í ríflega 2% á sama tíma og hann var 13% hjá ríkinu og fór hækkandi í síðustu launakönnun meðal ríkisstarfsmanna. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á launakerfinu í landinu er mikil. Enginn flokkur hefur stjórnað jafnoft eða jafnlengi í fjármálaráðuneytinu, sem gefur tóninn varðandi launastefnu hins opinbera og getur haft veruleg áhrif á kjaraþróun á vinnumarkaðnum í heild. Þessi ábyrgð endurspeglast m.a. í því brenglaða verðmætamati sem hér hefur viðgengist í áratugi og skilað okkur í miklu hærri launum fólks sem vinnur í fjármálageiranum en þeirra sem starfa að menntun og uppeldi barna og umönnun sjúkra, aldraðra og fólks með fötlun. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því að hafa skipað sitt fólk í Kjararáð, sem lagði fram tillögu um 45% launahækkun til þingmanna og ráðherra, ákvörðun sem hleypti öllu í uppnám á vinnumarkaði enda skýr vísbending um að allt tal fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og fleiri um mikilvægi SALEK samkomulags um hófstilltar launahækkanir var hræsnin ein. Samfylkingin í borgarstjórn hafði forgöngu um að hafna þessari fráleitu launahækkun Kjararáðs og aftengja laun borgarfulltrúa við laun þingmanna. Í stað þess hækkuðu laun borgarfulltrúa um 11% og eru nú tengd við almenna launaþróun á vinnumarkaði. Almannahagsmunir eða einkarekstur Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt áherslu á að halda á lofti mikilvægi staðlaðra prófa eins og PISA og samræmdra prófa, að auka og vernda sérstaklega einkarekstur í skólakerfinu og samkeppni milli skóla. Þessi stefna hefur víða á Vesturlöndum leitt þjóðir í ógöngur eins og reynsla Bandaríkjamanna, Breta og fleiri þjóða kennir okkur. Samfylkingin leggur áherslu á menntun fyrir alla, með áherslu á snemmtæka íhlutun og öflugt stuðningskerfi fyrir börn með sérstakar þarfir. Við viljum sérstaklega auka stuðning við börn sem búa við krefjandi aðstæður eða koma frá heimilum sem ekki hafa úr miklu að spila, því þar getur skólinn skipt sköpum við að skapa þessum börnum tækifæri og aðstæður sem geta gjörbreytt framtíðarhorfum þess til hins betra. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir til að minnka álag og bæta starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks. Samhliða því höfum við stýrt vinnu við menntastefnu til 2030 sem fagfólk á vettvangi hefur átt mestan heiður af að móta og vísar veginn til nútímalegs, framsækins og skapandi skóla- og frístundastarfs. Mikilvæg fjárfesting í leikskólum Samfylkingin hefur farið fyrir styrkri fjármálastjórn samhents meirihluta á kjörtímabilinu og það hefur skilað sér í traustri rekstrarstöðu sem batnað hefur ár frá ári og lagt grunn að því að hægt verður að bæta almannaþjónustuna í borginni en líka ráðast í mikilvægar fjárfestingar eins og uppbyggingu leikskólaþjónustu fyrir börn á aldrinum 12-18 mánaða. Þar er nú tilbúin aðgerðaáætlun um fjölgun leikskólaplássa um 800 á næstu 4 árum, opnun ungbarnadeilda í öllum borgarhlutum og viðbótarhúsnæði við leikskóla þar sem eftirspurn frá foreldrum er met. Lengi hefur verið beðið eftir þessari uppbyggingu en við getum með sanni staðið við þessi áform því góður fjárhagur borgarinnar tryggir að við munum hafa efni á því að setja rúmlega 3 milljarða króna í uppbygginguna á næstu árum. Skýrt val Á morgun laugardag verður ekki síst kosið um það hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn leiði nýjan meirihluta borgarstjórnar á næstu 4 árum. Þá ræðst hvort Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í Reykjavík eða hvort Eyþór Arnalds kemst til valda. Valið er skýrt – nú má enginn sitja heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skúli Helgason Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kosið um nýja borgarstjórn á morgun laugardag og þó framboðin hafi aldrei verið fleiri eru valkostirnir í raun mjög skýrir: spennandi framtíð í fjölbreyttri og nútímalegri borg sem leggur áherslu á húsnæðisuppbyggingu, vistvænar samgöngur og almannaþjónustu á forsendum jafnaðarstefnu eða afturhvarf til fortíðar með mislægum gatnamótum, útþenslu borgarinnar, markaðslausnum í húsnæðis- og skólamálum og sérhagsmunagæslu í þágu þeirra sem best mega sín. Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst allra verið við völd á Íslandi. Í nær 90 ár hefur flokkurinn haldið lengur um stjórnartaumana hjá ríki og borg en nokkur annar stjórnmálaflokkur með þeim afleiðingum að hér hefur byggst upp húsnæðismarkaður með ofuráherslu á séreignastefnu en leigumarkaður alla tíð verið veikur og óstöðugur. Oftrú stjórnvalda en vantrú allra annarra á krónunni sem gjaldmiðli hefur haldið uppi svimandi háum vöxtum sem hafa sligað ungt fólk og íbúðakaupendur sem hafa mátt bera miklu þyngri vaxtabyrðar en þekkist annars staðar í Evrópu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að lækka vaxtabætur og barnabætur á undanförnum árum og þannig hrifsað til baka stóran hluta af þeim kjarabótum sem ungt barnafólk átti að fá með hærri launum á undanförnum árum. Samfylkingin hefur haldið á lofti skýrum valkosti við þessa stefnu með því að leggja áherslu á fjölbreyttan húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Við lofuðum því árið 2014 að setja af stað byggingu á 2500-3000 slíkum íbúðum fram til 2019 og það mun takast því nú er ljóst að fjöldinn mun fara yfir 3000 og áform byggingafélaga sem starfa án hagnaðarsjónarmiða eru um rúmlega 4000 íbúðir. Nú er verið að byggja íbúðir um alla borg og þarf að leita lengra en 40 ár aftur í tímann til að finna jafnlangt tímabil þar sem bygging nýrra íbúða er í hámarki. Nýjar fullbúnar íbúðir koma nú hratt inn á markaðinn, bara í janúar voru skráðar 300 nýjar íbúðir í borginni og það er byrjað að hafa þau áhrif að hægt hefur á verðhækkunum húsnæðis og í sumum hverfum er verð þegar farið að lækka í takt við aukið framboð. Kjaramál Fyrst eftir hrunið 2008 var sett í forgang að verja störfin og þegar Samfylkingin komst aftur til valda í borginni lögðum við mikla áherslu á að hækka laun kennara og annarra hópa sem dregist höfðu aftur úr á vinnumarkaði. Það hefur skilað talsverðum árangri í að skapa meiri jöfnuð t.d. milli háskólamenntaðra í störfum hjá borginni en markmið okkar er að gera þar enn betur því störf í menntageiranum og velferðarþjónustu eru undirstaða þess að við getum kallað okkur raunverulegt velferðarsamfélag. Einn mikilvægasti árangur borgarinnar hefur svo falist í að minnka verulega launamun kynjanna í störfum hjá borginni sem hefur lækkað í ríflega 2% á sama tíma og hann var 13% hjá ríkinu og fór hækkandi í síðustu launakönnun meðal ríkisstarfsmanna. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á launakerfinu í landinu er mikil. Enginn flokkur hefur stjórnað jafnoft eða jafnlengi í fjármálaráðuneytinu, sem gefur tóninn varðandi launastefnu hins opinbera og getur haft veruleg áhrif á kjaraþróun á vinnumarkaðnum í heild. Þessi ábyrgð endurspeglast m.a. í því brenglaða verðmætamati sem hér hefur viðgengist í áratugi og skilað okkur í miklu hærri launum fólks sem vinnur í fjármálageiranum en þeirra sem starfa að menntun og uppeldi barna og umönnun sjúkra, aldraðra og fólks með fötlun. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því að hafa skipað sitt fólk í Kjararáð, sem lagði fram tillögu um 45% launahækkun til þingmanna og ráðherra, ákvörðun sem hleypti öllu í uppnám á vinnumarkaði enda skýr vísbending um að allt tal fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og fleiri um mikilvægi SALEK samkomulags um hófstilltar launahækkanir var hræsnin ein. Samfylkingin í borgarstjórn hafði forgöngu um að hafna þessari fráleitu launahækkun Kjararáðs og aftengja laun borgarfulltrúa við laun þingmanna. Í stað þess hækkuðu laun borgarfulltrúa um 11% og eru nú tengd við almenna launaþróun á vinnumarkaði. Almannahagsmunir eða einkarekstur Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt áherslu á að halda á lofti mikilvægi staðlaðra prófa eins og PISA og samræmdra prófa, að auka og vernda sérstaklega einkarekstur í skólakerfinu og samkeppni milli skóla. Þessi stefna hefur víða á Vesturlöndum leitt þjóðir í ógöngur eins og reynsla Bandaríkjamanna, Breta og fleiri þjóða kennir okkur. Samfylkingin leggur áherslu á menntun fyrir alla, með áherslu á snemmtæka íhlutun og öflugt stuðningskerfi fyrir börn með sérstakar þarfir. Við viljum sérstaklega auka stuðning við börn sem búa við krefjandi aðstæður eða koma frá heimilum sem ekki hafa úr miklu að spila, því þar getur skólinn skipt sköpum við að skapa þessum börnum tækifæri og aðstæður sem geta gjörbreytt framtíðarhorfum þess til hins betra. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir til að minnka álag og bæta starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks. Samhliða því höfum við stýrt vinnu við menntastefnu til 2030 sem fagfólk á vettvangi hefur átt mestan heiður af að móta og vísar veginn til nútímalegs, framsækins og skapandi skóla- og frístundastarfs. Mikilvæg fjárfesting í leikskólum Samfylkingin hefur farið fyrir styrkri fjármálastjórn samhents meirihluta á kjörtímabilinu og það hefur skilað sér í traustri rekstrarstöðu sem batnað hefur ár frá ári og lagt grunn að því að hægt verður að bæta almannaþjónustuna í borginni en líka ráðast í mikilvægar fjárfestingar eins og uppbyggingu leikskólaþjónustu fyrir börn á aldrinum 12-18 mánaða. Þar er nú tilbúin aðgerðaáætlun um fjölgun leikskólaplássa um 800 á næstu 4 árum, opnun ungbarnadeilda í öllum borgarhlutum og viðbótarhúsnæði við leikskóla þar sem eftirspurn frá foreldrum er met. Lengi hefur verið beðið eftir þessari uppbyggingu en við getum með sanni staðið við þessi áform því góður fjárhagur borgarinnar tryggir að við munum hafa efni á því að setja rúmlega 3 milljarða króna í uppbygginguna á næstu árum. Skýrt val Á morgun laugardag verður ekki síst kosið um það hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn leiði nýjan meirihluta borgarstjórnar á næstu 4 árum. Þá ræðst hvort Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í Reykjavík eða hvort Eyþór Arnalds kemst til valda. Valið er skýrt – nú má enginn sitja heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun