Jafnrétti í Garðabæ og velferð allra Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. maí 2018 14:45 Framboð Garðabæjarlistans býður í fyrsta skipti í langan tíma upp á raunverulegan og öflugan valkost í sveitarstjórnarkosningunum í Garðabæ. Nú gefst tækfifærið til að velja ferska vinda, nýtt og ungt fólk sem hefur virkilegan áhuga og getu til þess að gera betur fyrir alla íbúa. Garðabæjarlistinn er jafnréttissinnaður flokkur með áherslu á velferð allra sem vill framkalla jafnrétti með fjölbreyttum aðgerðum. Við tölum fyrir aukinni velferð þar sem öllum er gert jafn hátt undir höfði í sínum heimabæ. Við gerum þá kröfu að öllum börnum líka fötluðum börnum sé boðið upp á frístund og tómstundir í nærsamfélaginu sínu. Því ef einhver hópur þarf á því að halda eru það fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Við tölum fyrir þjónustusamningu um hinsegin fræðslu ekki síst fyrir starfsfólks bæjarins í öllum stofnunum en líka til að styrkja ímynd barna og ungmenna sem skilgreina sig hinsegin. Við viljum setja af stað þróunarverkefni í styttingu vinnuvikunnar til þess að styðja við aukin lífsgæði mannauðsins sem býr í starfsfólki sveitarféalgsins. Við viljum sá heilsueflingu þar sem börnum jafnt sem ungum er gert kleift að stunda á heilsubót sem hver kýs með fjárhagslegum stuðningi í formi lýðheilsustyrkja í formi lýðheilsustyrkja fyrir eldri íbúa og systkinaafslátta meðal barna og ungmenna. Garðabæjarlistinn vill leggja af stað í stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir fatlaða einstaklinga allt frá upphafi leikskólagöngu með stefnumótun í menntun án aðgreiningar til sjálfstæðrar búsetu með einstaklingsmiðaðri þjónustu. Garðabæjarlistinn ætlar að leggja sitt að mörkum í þjóðarátakinum um jöfnun kjara kvennastétta. Jafnrétti hefur gríðarleg áhrif á líðan og upplifun einstaklinga bara með ólíkum hætti eftir því hver á í hlut. Við hjá Garðabæjarlistanum viljum jafnréttissinnaðan bæ þar sem allir hópar eru með í menginu og aðgerðir til að gera betur í velferð ólíkra hópa eru settar af stað. Með lýðræðislegri nálgun á þau verkefni sem vinna þarf gerum við einfaldlega betur í þágu allra íbúa og það skiptir máli. Setjum Garðabæ í forystu í jafnréttismálum – það er leikur einn. Kjósum G fyrir Garðabæjarlistann.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Framboð Garðabæjarlistans býður í fyrsta skipti í langan tíma upp á raunverulegan og öflugan valkost í sveitarstjórnarkosningunum í Garðabæ. Nú gefst tækfifærið til að velja ferska vinda, nýtt og ungt fólk sem hefur virkilegan áhuga og getu til þess að gera betur fyrir alla íbúa. Garðabæjarlistinn er jafnréttissinnaður flokkur með áherslu á velferð allra sem vill framkalla jafnrétti með fjölbreyttum aðgerðum. Við tölum fyrir aukinni velferð þar sem öllum er gert jafn hátt undir höfði í sínum heimabæ. Við gerum þá kröfu að öllum börnum líka fötluðum börnum sé boðið upp á frístund og tómstundir í nærsamfélaginu sínu. Því ef einhver hópur þarf á því að halda eru það fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Við tölum fyrir þjónustusamningu um hinsegin fræðslu ekki síst fyrir starfsfólks bæjarins í öllum stofnunum en líka til að styrkja ímynd barna og ungmenna sem skilgreina sig hinsegin. Við viljum setja af stað þróunarverkefni í styttingu vinnuvikunnar til þess að styðja við aukin lífsgæði mannauðsins sem býr í starfsfólki sveitarféalgsins. Við viljum sá heilsueflingu þar sem börnum jafnt sem ungum er gert kleift að stunda á heilsubót sem hver kýs með fjárhagslegum stuðningi í formi lýðheilsustyrkja í formi lýðheilsustyrkja fyrir eldri íbúa og systkinaafslátta meðal barna og ungmenna. Garðabæjarlistinn vill leggja af stað í stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir fatlaða einstaklinga allt frá upphafi leikskólagöngu með stefnumótun í menntun án aðgreiningar til sjálfstæðrar búsetu með einstaklingsmiðaðri þjónustu. Garðabæjarlistinn ætlar að leggja sitt að mörkum í þjóðarátakinum um jöfnun kjara kvennastétta. Jafnrétti hefur gríðarleg áhrif á líðan og upplifun einstaklinga bara með ólíkum hætti eftir því hver á í hlut. Við hjá Garðabæjarlistanum viljum jafnréttissinnaðan bæ þar sem allir hópar eru með í menginu og aðgerðir til að gera betur í velferð ólíkra hópa eru settar af stað. Með lýðræðislegri nálgun á þau verkefni sem vinna þarf gerum við einfaldlega betur í þágu allra íbúa og það skiptir máli. Setjum Garðabæ í forystu í jafnréttismálum – það er leikur einn. Kjósum G fyrir Garðabæjarlistann.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar