Trump hættur við að hitta Kim Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2018 13:55 Donald Trump og Kim Jong-un. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. Í bréfinu segir Trump að ástæðuna á bak við þessa ákvörðun vera reiði og fjandsemi Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna á undanförnum dögum. „Ég hlakkaði mjög til þess að vera þarna með þér. Hins vegar, vegna þeirrar gífurlegu reiði og fjandsemi sem birst hefur í nýlegum yfirlýsingum þínum, tel ég ekki við hæfi að fundurinn fari fram að svo stöddu,“ skrifar Trump í bréfið, sem sjá má hér að neðan. Í gær lýstu yfirvöld Norður-Kóreu því yfir að Bandaríkin þyrftu að ákveða hvort þeir myndu mæta Norður-Kóreu við samningaborðið eða í einhvers konar kjarnorkuvopnaeinvígi. Trump tekur einnig fram að yfirvöld Norður-Kóreu hafi stært sig af kjarnorkuvopnum sínum á síðustu misserum en segir kjarnorkuvopn Bandaríkjanna vera svo kraftmikil að hann biðji til guðs um að þeim verði aldrei beitt. Þá þakkar Trump Kim fyrir þær „frábæru“ viðræður sem hafi átt sér stað á milli ríkjanna og fyrir að hafa sleppt þremur bandarískum föngum úr haldi í Norður-Kóreu. Trump segir einnig í bréfinu að ef Kim skipti um skoðun geti hann ávalt hringt í Trump eða sent honum bréf. Allur heimurinn og sérstaklega Norður-Kórea hafi misst af góðu tækifæri á frið og vegsemd.Bréfið má sjá hér að neðan.A letter from the President to Chairman Kim Jong Un: "It is inappropriate, at this time, to have this long-planned meeting." pic.twitter.com/3dDIp55xu1— The White House (@WhiteHouse) May 24, 2018 Kom öllum á óvart Trump kom gervallri heimsbyggðinni á óvart í mars þegar þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, Chung Eui-yong, færði forsetanum fundarboð beint frá Norður-Kóreu. Án þess að ræða við ráðgjafa sína játaði Trump og sagði hann Chung að tilkynna blaðamönnum um ákvörðun sína fyrir utan Hvíta húsið. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Leiðtogar ríkjanna hafa aldrei fundað en yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi sóst eftir fundi sem þessum með það markmið í huga að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu.Sjá einnig: Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Eftir jákvæð samskipti ríkjanna á undanförnum vikum breyttist tóninn frá Norður-Kóreu sem þvertók fyrir að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Hafa yfirlýsingar þeirra setta fundinn í uppnám. Nú í morgun sögðust yfirvöld Norður-Kóreu þó hafa lokað kjarnorkuvopnatilraunastað sínum við Punggye-ri og fengu erlendir blaðamenn að fylgjast með athöfninni. Sérfræðinar segjast þó vissir um að göngin þar sem minnst sex kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar, hafi þegar verið hrunin að miklu leyti og ekki væri lengur hægt að notast við þau. Það hafi gerst við síðustu tilraunasprengingu Norður-Kóreu í september. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Leggja línurnar fyrir Singapúr Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. 22. maí 2018 05:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Trump reynir að lægja öldurnar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. Í bréfinu segir Trump að ástæðuna á bak við þessa ákvörðun vera reiði og fjandsemi Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna á undanförnum dögum. „Ég hlakkaði mjög til þess að vera þarna með þér. Hins vegar, vegna þeirrar gífurlegu reiði og fjandsemi sem birst hefur í nýlegum yfirlýsingum þínum, tel ég ekki við hæfi að fundurinn fari fram að svo stöddu,“ skrifar Trump í bréfið, sem sjá má hér að neðan. Í gær lýstu yfirvöld Norður-Kóreu því yfir að Bandaríkin þyrftu að ákveða hvort þeir myndu mæta Norður-Kóreu við samningaborðið eða í einhvers konar kjarnorkuvopnaeinvígi. Trump tekur einnig fram að yfirvöld Norður-Kóreu hafi stært sig af kjarnorkuvopnum sínum á síðustu misserum en segir kjarnorkuvopn Bandaríkjanna vera svo kraftmikil að hann biðji til guðs um að þeim verði aldrei beitt. Þá þakkar Trump Kim fyrir þær „frábæru“ viðræður sem hafi átt sér stað á milli ríkjanna og fyrir að hafa sleppt þremur bandarískum föngum úr haldi í Norður-Kóreu. Trump segir einnig í bréfinu að ef Kim skipti um skoðun geti hann ávalt hringt í Trump eða sent honum bréf. Allur heimurinn og sérstaklega Norður-Kórea hafi misst af góðu tækifæri á frið og vegsemd.Bréfið má sjá hér að neðan.A letter from the President to Chairman Kim Jong Un: "It is inappropriate, at this time, to have this long-planned meeting." pic.twitter.com/3dDIp55xu1— The White House (@WhiteHouse) May 24, 2018 Kom öllum á óvart Trump kom gervallri heimsbyggðinni á óvart í mars þegar þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, Chung Eui-yong, færði forsetanum fundarboð beint frá Norður-Kóreu. Án þess að ræða við ráðgjafa sína játaði Trump og sagði hann Chung að tilkynna blaðamönnum um ákvörðun sína fyrir utan Hvíta húsið. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Leiðtogar ríkjanna hafa aldrei fundað en yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi sóst eftir fundi sem þessum með það markmið í huga að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu.Sjá einnig: Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Eftir jákvæð samskipti ríkjanna á undanförnum vikum breyttist tóninn frá Norður-Kóreu sem þvertók fyrir að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Hafa yfirlýsingar þeirra setta fundinn í uppnám. Nú í morgun sögðust yfirvöld Norður-Kóreu þó hafa lokað kjarnorkuvopnatilraunastað sínum við Punggye-ri og fengu erlendir blaðamenn að fylgjast með athöfninni. Sérfræðinar segjast þó vissir um að göngin þar sem minnst sex kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar, hafi þegar verið hrunin að miklu leyti og ekki væri lengur hægt að notast við þau. Það hafi gerst við síðustu tilraunasprengingu Norður-Kóreu í september.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Leggja línurnar fyrir Singapúr Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. 22. maí 2018 05:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Trump reynir að lægja öldurnar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53
Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37
Leggja línurnar fyrir Singapúr Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. 22. maí 2018 05:37
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00
Trump reynir að lægja öldurnar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fær ekki sömu meðferð og Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu. 18. maí 2018 06:00