Öll börn eiga að sitja við sama borð: Enga mismunun í grunnskólunum Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir skrifar 23. maí 2018 08:06 Á meðan fæði og skólagögn eru ekki gjaldfrjáls, eru grunnskólar ekki gjaldfrjálsir. Við í Vinstri grænum viljum að menntun barna sé gjaldfrjáls að öllu leiti. Núverandi meirihluti í borginni hefur stigið stórt skref í þessa átt. Frá og með næst hausti verður boðið upp á ókeypis skólagögn í grunnskólum, en foreldrar þurfa enn að greiða fyrir skólamat. Þetta eru upphæðir sem vega mjög þungt í heimilisbókhaldi fólks sem býr við kröpp kjör. Af hverju er ekki forgangsverkefni að nota sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs til að gera skólamat ókeypis? Til þess að skapa stéttlaust samfélög í grunnskólum þurfa öll börn að sitja við sama borð. Það bíður upp á stríðni og jaðarsetningu þegar sumir nemendur hafa ekki sama aðgengi að mat og ekki með nógu dýra hluti í skólatöskunni. Við verðum að búa þannig um hnútanna að börn hafi jöfn tækifæri í grunnskólum, ef við ekki getum það, hvar eru þau jöfn tækifæriEinkareknir skólar þýða verri skólakerfi Annað sem vinnur gegn því að öll börn sitji við sama borð er einkavæðing menntakerfisins. Það hefur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð. Laun eru oft hærri í einkavæddum skólum en þeim sem sveitarfélögin reka og því fara best menntuðu kennararnir þangað en skólar sem borga lægri laun sitja eftir með leiðbeinendur í stað menntaðra grunnskólakennara. Í Finnlandi var tekin upp sú stefna að banna einkarekna skóla, ásamt því að leggja gríðarlega vinnu í félagslegt umhverfi nemenda og það virkar. Árangur finnskra skóla hefur aukist síðustu ár. Félagslega rekið menntakerfi skilar betri nemendum og vinnur gegn misskiptingu. Gerum betur í íslenskukennslu fyrir flóttamenn Ég fór til Berlínar fyrir þremur mánuðum og fór í skóla sem höfðu útbúið sértæk úrræði fyrir flóttafólk. Ég sat með þremur börnum frá Sýrlandi og einu frá Rússlandi. Þau kunnu ekki þýsku en kennari þeirra talaði eingöngu þýsku við þau. Þau fengu þó einnig móðurmálskennslu en sú kennsla var aðkeypt. Öll umgerð kennslunar var til fyrirmyndar. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur drengs sem flúði einn frá Sýrland fyrir þrem árum aðeins 15 ára, sá ég að við hér á Íslandi erum ekki að sinna flóttamönnum nógu vel. Hann talaði um hversu mikilvægt það er að læra um nýja menningu og læra nýtt mál en einnig að fá tækifæri til þess að halda í sína eigin menningu, sögu og tungumál. Stefna Vinstri grænna í þessum málum er að efla bæði móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn sem koma erlendis frá. Það er líka mikilvægt að sveitarfélögin komi sér saman um sálfræði – og áfallahjálp inn í skólunum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina hér á landi og kenna þeim hvernig okkar samfélag virkar um leið og við höfum engan rétt til þess að taka menningu þeirra, sögu né tungumál frá þeim. Berum virðingu fyrir öllum börnum, óháð uppruna eða efnahagsstöðu. Þannig verða samfélög til sem virka best. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 8 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Á meðan fæði og skólagögn eru ekki gjaldfrjáls, eru grunnskólar ekki gjaldfrjálsir. Við í Vinstri grænum viljum að menntun barna sé gjaldfrjáls að öllu leiti. Núverandi meirihluti í borginni hefur stigið stórt skref í þessa átt. Frá og með næst hausti verður boðið upp á ókeypis skólagögn í grunnskólum, en foreldrar þurfa enn að greiða fyrir skólamat. Þetta eru upphæðir sem vega mjög þungt í heimilisbókhaldi fólks sem býr við kröpp kjör. Af hverju er ekki forgangsverkefni að nota sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs til að gera skólamat ókeypis? Til þess að skapa stéttlaust samfélög í grunnskólum þurfa öll börn að sitja við sama borð. Það bíður upp á stríðni og jaðarsetningu þegar sumir nemendur hafa ekki sama aðgengi að mat og ekki með nógu dýra hluti í skólatöskunni. Við verðum að búa þannig um hnútanna að börn hafi jöfn tækifæri í grunnskólum, ef við ekki getum það, hvar eru þau jöfn tækifæriEinkareknir skólar þýða verri skólakerfi Annað sem vinnur gegn því að öll börn sitji við sama borð er einkavæðing menntakerfisins. Það hefur sýnt sig, til dæmis í Svíþjóð. Laun eru oft hærri í einkavæddum skólum en þeim sem sveitarfélögin reka og því fara best menntuðu kennararnir þangað en skólar sem borga lægri laun sitja eftir með leiðbeinendur í stað menntaðra grunnskólakennara. Í Finnlandi var tekin upp sú stefna að banna einkarekna skóla, ásamt því að leggja gríðarlega vinnu í félagslegt umhverfi nemenda og það virkar. Árangur finnskra skóla hefur aukist síðustu ár. Félagslega rekið menntakerfi skilar betri nemendum og vinnur gegn misskiptingu. Gerum betur í íslenskukennslu fyrir flóttamenn Ég fór til Berlínar fyrir þremur mánuðum og fór í skóla sem höfðu útbúið sértæk úrræði fyrir flóttafólk. Ég sat með þremur börnum frá Sýrlandi og einu frá Rússlandi. Þau kunnu ekki þýsku en kennari þeirra talaði eingöngu þýsku við þau. Þau fengu þó einnig móðurmálskennslu en sú kennsla var aðkeypt. Öll umgerð kennslunar var til fyrirmyndar. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur drengs sem flúði einn frá Sýrland fyrir þrem árum aðeins 15 ára, sá ég að við hér á Íslandi erum ekki að sinna flóttamönnum nógu vel. Hann talaði um hversu mikilvægt það er að læra um nýja menningu og læra nýtt mál en einnig að fá tækifæri til þess að halda í sína eigin menningu, sögu og tungumál. Stefna Vinstri grænna í þessum málum er að efla bæði móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn sem koma erlendis frá. Það er líka mikilvægt að sveitarfélögin komi sér saman um sálfræði – og áfallahjálp inn í skólunum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina hér á landi og kenna þeim hvernig okkar samfélag virkar um leið og við höfum engan rétt til þess að taka menningu þeirra, sögu né tungumál frá þeim. Berum virðingu fyrir öllum börnum, óháð uppruna eða efnahagsstöðu. Þannig verða samfélög til sem virka best. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 8 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar