Ef millilandaflug yrði leyft gæti það stóraukið ferðamannastraum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. maí 2018 22:05 Oddvitar framboðanna þriggja sem bjóða fram í Sveitarfélaginu Hornafirði segja að ef millilandaflug yrði leyft um Hornafjarðarflugvöll gæti það stóraukið ferðamannastraum um Suðausturland og fjölgað atvinnutækifærum. Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram í fjórða skipti á Alþingi um að flugvellinum á Höfn verði breytt í alþjóðaflugvöll sem gæti tekið á móti litlum og meðalstórum flugvélum. Þetta er reyndar í fimmta skipti sem þingsályktunartillagan er lögð fram en vegna tíðra breytinga á alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur tillagan ekki komist í gegn og því verið endurflutt. Flugvöllurinn er staðsettur fimm kílómetra norður af Höfn og sinnir Flugfélagið Ernir áætlunarflugi. Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. „Þetta eykur mikla möguleika á vöru sem væri hægt að selja gagnvart ferðamönnum og þetta eykur líka tækifæri í ýmsum útflutningi, til dæmis í sjávarútvegi. Það væri hægt að fljúga hér beint út með fisk og annað þess háttar,“ segir Björn Ingi Jónsson oddviti D-lista í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Það er klárlega eftirspurn eftir því að fólk sem vill koma beint að utan, stoppa hér og fara á jökul og Jökulsárlón og í Skaftafell og skoða þjóðgarðinn,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir oddviti Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngukerfi landsins og segir í þingsályktunartillögunni að skoða þurfi áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir heimamenn og atvinnulíf. Staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar sérstaklega með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. „Núna er ekki hægt að tolla vélar hér eins og þetta var nú einu sinni en þau tækifæri sem þetta myndi skapa, það er náttúrulega gluggi hérna inn í ferðaþjónustuna. Þetta getur skapað mörg tækifæri,“ segir Sæmundur Helgason oddviti Þriðja framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann vonar að tillagan á þinginu fari í gegn. Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Oddvitar framboðanna þriggja sem bjóða fram í Sveitarfélaginu Hornafirði segja að ef millilandaflug yrði leyft um Hornafjarðarflugvöll gæti það stóraukið ferðamannastraum um Suðausturland og fjölgað atvinnutækifærum. Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram í fjórða skipti á Alþingi um að flugvellinum á Höfn verði breytt í alþjóðaflugvöll sem gæti tekið á móti litlum og meðalstórum flugvélum. Þetta er reyndar í fimmta skipti sem þingsályktunartillagan er lögð fram en vegna tíðra breytinga á alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur tillagan ekki komist í gegn og því verið endurflutt. Flugvöllurinn er staðsettur fimm kílómetra norður af Höfn og sinnir Flugfélagið Ernir áætlunarflugi. Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. „Þetta eykur mikla möguleika á vöru sem væri hægt að selja gagnvart ferðamönnum og þetta eykur líka tækifæri í ýmsum útflutningi, til dæmis í sjávarútvegi. Það væri hægt að fljúga hér beint út með fisk og annað þess háttar,“ segir Björn Ingi Jónsson oddviti D-lista í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Það er klárlega eftirspurn eftir því að fólk sem vill koma beint að utan, stoppa hér og fara á jökul og Jökulsárlón og í Skaftafell og skoða þjóðgarðinn,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir oddviti Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngukerfi landsins og segir í þingsályktunartillögunni að skoða þurfi áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir heimamenn og atvinnulíf. Staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar sérstaklega með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. „Núna er ekki hægt að tolla vélar hér eins og þetta var nú einu sinni en þau tækifæri sem þetta myndi skapa, það er náttúrulega gluggi hérna inn í ferðaþjónustuna. Þetta getur skapað mörg tækifæri,“ segir Sæmundur Helgason oddviti Þriðja framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann vonar að tillagan á þinginu fari í gegn.
Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira