Ef millilandaflug yrði leyft gæti það stóraukið ferðamannastraum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. maí 2018 22:05 Oddvitar framboðanna þriggja sem bjóða fram í Sveitarfélaginu Hornafirði segja að ef millilandaflug yrði leyft um Hornafjarðarflugvöll gæti það stóraukið ferðamannastraum um Suðausturland og fjölgað atvinnutækifærum. Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram í fjórða skipti á Alþingi um að flugvellinum á Höfn verði breytt í alþjóðaflugvöll sem gæti tekið á móti litlum og meðalstórum flugvélum. Þetta er reyndar í fimmta skipti sem þingsályktunartillagan er lögð fram en vegna tíðra breytinga á alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur tillagan ekki komist í gegn og því verið endurflutt. Flugvöllurinn er staðsettur fimm kílómetra norður af Höfn og sinnir Flugfélagið Ernir áætlunarflugi. Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. „Þetta eykur mikla möguleika á vöru sem væri hægt að selja gagnvart ferðamönnum og þetta eykur líka tækifæri í ýmsum útflutningi, til dæmis í sjávarútvegi. Það væri hægt að fljúga hér beint út með fisk og annað þess háttar,“ segir Björn Ingi Jónsson oddviti D-lista í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Það er klárlega eftirspurn eftir því að fólk sem vill koma beint að utan, stoppa hér og fara á jökul og Jökulsárlón og í Skaftafell og skoða þjóðgarðinn,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir oddviti Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngukerfi landsins og segir í þingsályktunartillögunni að skoða þurfi áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir heimamenn og atvinnulíf. Staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar sérstaklega með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. „Núna er ekki hægt að tolla vélar hér eins og þetta var nú einu sinni en þau tækifæri sem þetta myndi skapa, það er náttúrulega gluggi hérna inn í ferðaþjónustuna. Þetta getur skapað mörg tækifæri,“ segir Sæmundur Helgason oddviti Þriðja framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann vonar að tillagan á þinginu fari í gegn. Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Oddvitar framboðanna þriggja sem bjóða fram í Sveitarfélaginu Hornafirði segja að ef millilandaflug yrði leyft um Hornafjarðarflugvöll gæti það stóraukið ferðamannastraum um Suðausturland og fjölgað atvinnutækifærum. Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram í fjórða skipti á Alþingi um að flugvellinum á Höfn verði breytt í alþjóðaflugvöll sem gæti tekið á móti litlum og meðalstórum flugvélum. Þetta er reyndar í fimmta skipti sem þingsályktunartillagan er lögð fram en vegna tíðra breytinga á alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur tillagan ekki komist í gegn og því verið endurflutt. Flugvöllurinn er staðsettur fimm kílómetra norður af Höfn og sinnir Flugfélagið Ernir áætlunarflugi. Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. „Þetta eykur mikla möguleika á vöru sem væri hægt að selja gagnvart ferðamönnum og þetta eykur líka tækifæri í ýmsum útflutningi, til dæmis í sjávarútvegi. Það væri hægt að fljúga hér beint út með fisk og annað þess háttar,“ segir Björn Ingi Jónsson oddviti D-lista í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Það er klárlega eftirspurn eftir því að fólk sem vill koma beint að utan, stoppa hér og fara á jökul og Jökulsárlón og í Skaftafell og skoða þjóðgarðinn,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir oddviti Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga. Flugvöllurinn gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngukerfi landsins og segir í þingsályktunartillögunni að skoða þurfi áframhaldandi rekstur og uppbyggingu á svæðinu til hagsbóta fyrir heimamenn og atvinnulíf. Staðsetning vallarins býður upp á mikla möguleika til aukinnar umferðar sérstaklega með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs. „Núna er ekki hægt að tolla vélar hér eins og þetta var nú einu sinni en þau tækifæri sem þetta myndi skapa, það er náttúrulega gluggi hérna inn í ferðaþjónustuna. Þetta getur skapað mörg tækifæri,“ segir Sæmundur Helgason oddviti Þriðja framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann vonar að tillagan á þinginu fari í gegn.
Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira