Traust fjármál skila góðri þjónustu og uppbyggingu Almar Guðmundsson skrifar 20. maí 2018 17:05 Ný greining Samtaka atvinnulífsins á fjármálum og rekstri 12 stærstu sveitarfélaga landsins er athyglisverð. Greiningin lítur heildstætt á fjárhagslega mælikvarða, svo sem skuldastöðu, rekstrarafkomu og álögur á íbúa. Hún tekur líka tillit til ánægju íbúanna með ýmsa þjónustuþætti. Niðurstaðan er sú að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem allra best standa og er sterk staða bæjarins staðfest enn á ný. Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem gefin var út í desember 2017 gefur einnig góða mynd af stöðu Garðabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu sem eru á meðal þeirra 10 stærstu (tölur um rekstur 2016). Þar má sjá að rekstrarniðurstaða Garðabæjar sem hlutfall af tekjum var 12% en meðaltal hinna sveitarfélaganna var 6%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 21% í Garðabæ en 16% að meðaltali í samanburðarsveitarfélögum. Þá var skuldahlutfall samanburðarsveitarfélaganna (150%) að jafnaði nærri tvöfalt hærra en í Garðabæ (79%). Með öðrum orðum, Garðabær er í forystu meðal stærri sveitarfélaga landsins þegar kemur að fjármálum. Það er mikilvægt að átta sig á hverju þessi staða skilar. Traust fjárhagsstaða ein og sér er ekki markmið en hún skapar mikilvægan grunn. Grunn að betri þjónustu, lægri álögum, meiri fjárfestingagetu og svo mætti áfram telja. Góð afkoma og fjárhagsstaða í Garðabæ undanfarin ár og áratugi skilar sér m.a. í eftirtöldu: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Það er mikil ánægja með þjónustu við íbúa Garðabæjar enda skapar fjárhagsleg staða möguleika á að horfa sérstaklega til ólíkra þarfa og sveigjanleika við veitingu þjónustu. Í Garðabæ komast börn inn á leikskóla fyrr en almennt gerist eða við 12 mánaða aldur. Þá loka leikskólar ekki á sumrin þannig að það eru notendur þjónustunnar sem ráða því hvenær fríið er tekið, ekki kerfið. Annar stærsti útgjaldaliður í rekstri sveitarfélagsins eru útgjöld til félagsþjónustu. Reglum um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð var breytt á yfirstandandi kjörtímabili til að auka stuðning við þá sem þurfa. Þá má nefna að Garðabær hefur verið í fararbroddi í að veita Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA). Uppbygging á ýmsum sviðum er áberandi í bænum. Verið er að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og félagslegum íbúðum. Þá hefur íþróttaaðstaða verið stórbætt og næstu verkefni eru m.a. að reisa fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri og að bæta aðstöðu til líkams- og heilsuræktar á Ásgarðssvæðinu. Undanfarin ár hafa verulegir fjármunir verið settir í viðhald á eignum og svæðum í bænum. Framundan er stórátak í viðhaldi gatna, gangstétta og opinna svæða. Hægt er að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Afkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 1,1 milljarð króna og staðan er sterk á alla mælikvarða. Það er til marks um góða stöðu að á sama tíma og skuldir vaxa ekki er unnt að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða króna sem er met. Hröð uppbygging i bænum hefur ekki verið á kostnað þjónustu. Góð fjárhagsstaða tryggir að hægt er að byggja upp öfluga innviði samhliði uppbygingu hverfa. Gott dæmi um þetta er Urriðaholtsskóli, sem er glæsileg bygging og þjónar hverfinu strax frá upphafi. Ábyrg fjármálastjórn er einn af hornsteinum stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar og við viljum sækja umboð bæjarbúa til að halda áfram á þeirri braut. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að öflugri þjónustu, ánægju íbúa og kraftmikilli uppbyggingu. Um það vitna fjölmargar staðreyndir. Það skiptir máli að Garðabær sé í forystu í fjármálum.Höfundur er hagfræðingur, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Kosningar 2018 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ný greining Samtaka atvinnulífsins á fjármálum og rekstri 12 stærstu sveitarfélaga landsins er athyglisverð. Greiningin lítur heildstætt á fjárhagslega mælikvarða, svo sem skuldastöðu, rekstrarafkomu og álögur á íbúa. Hún tekur líka tillit til ánægju íbúanna með ýmsa þjónustuþætti. Niðurstaðan er sú að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem allra best standa og er sterk staða bæjarins staðfest enn á ný. Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem gefin var út í desember 2017 gefur einnig góða mynd af stöðu Garðabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu sem eru á meðal þeirra 10 stærstu (tölur um rekstur 2016). Þar má sjá að rekstrarniðurstaða Garðabæjar sem hlutfall af tekjum var 12% en meðaltal hinna sveitarfélaganna var 6%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 21% í Garðabæ en 16% að meðaltali í samanburðarsveitarfélögum. Þá var skuldahlutfall samanburðarsveitarfélaganna (150%) að jafnaði nærri tvöfalt hærra en í Garðabæ (79%). Með öðrum orðum, Garðabær er í forystu meðal stærri sveitarfélaga landsins þegar kemur að fjármálum. Það er mikilvægt að átta sig á hverju þessi staða skilar. Traust fjárhagsstaða ein og sér er ekki markmið en hún skapar mikilvægan grunn. Grunn að betri þjónustu, lægri álögum, meiri fjárfestingagetu og svo mætti áfram telja. Góð afkoma og fjárhagsstaða í Garðabæ undanfarin ár og áratugi skilar sér m.a. í eftirtöldu: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Það er mikil ánægja með þjónustu við íbúa Garðabæjar enda skapar fjárhagsleg staða möguleika á að horfa sérstaklega til ólíkra þarfa og sveigjanleika við veitingu þjónustu. Í Garðabæ komast börn inn á leikskóla fyrr en almennt gerist eða við 12 mánaða aldur. Þá loka leikskólar ekki á sumrin þannig að það eru notendur þjónustunnar sem ráða því hvenær fríið er tekið, ekki kerfið. Annar stærsti útgjaldaliður í rekstri sveitarfélagsins eru útgjöld til félagsþjónustu. Reglum um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð var breytt á yfirstandandi kjörtímabili til að auka stuðning við þá sem þurfa. Þá má nefna að Garðabær hefur verið í fararbroddi í að veita Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA). Uppbygging á ýmsum sviðum er áberandi í bænum. Verið er að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og félagslegum íbúðum. Þá hefur íþróttaaðstaða verið stórbætt og næstu verkefni eru m.a. að reisa fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri og að bæta aðstöðu til líkams- og heilsuræktar á Ásgarðssvæðinu. Undanfarin ár hafa verulegir fjármunir verið settir í viðhald á eignum og svæðum í bænum. Framundan er stórátak í viðhaldi gatna, gangstétta og opinna svæða. Hægt er að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Afkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 1,1 milljarð króna og staðan er sterk á alla mælikvarða. Það er til marks um góða stöðu að á sama tíma og skuldir vaxa ekki er unnt að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða króna sem er met. Hröð uppbygging i bænum hefur ekki verið á kostnað þjónustu. Góð fjárhagsstaða tryggir að hægt er að byggja upp öfluga innviði samhliði uppbygingu hverfa. Gott dæmi um þetta er Urriðaholtsskóli, sem er glæsileg bygging og þjónar hverfinu strax frá upphafi. Ábyrg fjármálastjórn er einn af hornsteinum stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar og við viljum sækja umboð bæjarbúa til að halda áfram á þeirri braut. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að öflugri þjónustu, ánægju íbúa og kraftmikilli uppbyggingu. Um það vitna fjölmargar staðreyndir. Það skiptir máli að Garðabær sé í forystu í fjármálum.Höfundur er hagfræðingur, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun