Forseti smáliðs á Ítalíu býður Loris Karius aðstoð sína og sérstaka afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 09:00 Loris Karius eftir seinni mistökin sín í úrslitaleiknum. Vísir/Getty Það er erfitt að vera Loris Karius í dag eftir skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í 3-1 sigri Real á Liverpool. Framtíð Loris Karius í marki Liverpool er ekki björt enda keppast evrópskir fjölmiðar við að segja frá eltingarleik Liverpool við öfluga markverði. Það er þó margir sem hafa talað máli Loris Karius og hann er langt frá því að standa einn í baráttunni. Einn af þeim sem hefur boðið honum aðstoð sína er forseti ítalska smáliðsins Rimini FC. Forseti Rimini FC hefur ekki aðeins boðið Loris Karius að koma í frí til Rimini í tilefni af 25 ára afmælisdegi hans því hann gengur enn lengra. „Ég væri meira en til í það að hitta hann í Rimini og minna hann á það að það þarf hugrekki til að sjá að bestu kennslustundirnar eru vanalega þær erfiðustu og þær sem erfiðast er að komast í gegnum,“ skrifar Giorgio Grassi, forseti Rimini FC, í opnu bréfi til Loris Karius. Forsetinn hefur boðist til að taka við Loris Karius á láni í eitt ár. Afmælisgjöf Loris Karius yrði þessi eins árs lánsamningur. „Hér er staðurinn fyrir hann til að öðlast aftur trú á sjálfum sér, ná hugarró og finna nauðsynlegan andlegan styrk til að elta drauma sína,“ er haft eftir forsetanum í frétt á heimasíðu Rimini FC. Loris Karius á afmæli 22. júní næstkomandi. Rimini FC spilar í C-deildinni á Ítalíu eftir að hafa komist upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð. Félagið var endurvakið fyrir aðeins tveimur árum en upphaflega stofnað árið 1912. „Hér mun hann finna stóra fjölskyldu og borg sem er tilbúið að hjálpa honum til að sjá sig aftur sem mann númer eitt í atvinnumennskunni,“ hélt forsetinn áfram. Hvort að full alvara sé að baki þessi tilboði eða hvort forsetinn sé að ná sér í ódýra auglýsingu þá er líklegast í stöðunni að Liverpool láni markvörðinn sinn næsta vetur. Hann þarf að spila sig út úr þessum vonbrigðum og það er afar ólíklegt að hann geti gert slíkt sem markvörður Liverpool. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Það er erfitt að vera Loris Karius í dag eftir skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í 3-1 sigri Real á Liverpool. Framtíð Loris Karius í marki Liverpool er ekki björt enda keppast evrópskir fjölmiðar við að segja frá eltingarleik Liverpool við öfluga markverði. Það er þó margir sem hafa talað máli Loris Karius og hann er langt frá því að standa einn í baráttunni. Einn af þeim sem hefur boðið honum aðstoð sína er forseti ítalska smáliðsins Rimini FC. Forseti Rimini FC hefur ekki aðeins boðið Loris Karius að koma í frí til Rimini í tilefni af 25 ára afmælisdegi hans því hann gengur enn lengra. „Ég væri meira en til í það að hitta hann í Rimini og minna hann á það að það þarf hugrekki til að sjá að bestu kennslustundirnar eru vanalega þær erfiðustu og þær sem erfiðast er að komast í gegnum,“ skrifar Giorgio Grassi, forseti Rimini FC, í opnu bréfi til Loris Karius. Forsetinn hefur boðist til að taka við Loris Karius á láni í eitt ár. Afmælisgjöf Loris Karius yrði þessi eins árs lánsamningur. „Hér er staðurinn fyrir hann til að öðlast aftur trú á sjálfum sér, ná hugarró og finna nauðsynlegan andlegan styrk til að elta drauma sína,“ er haft eftir forsetanum í frétt á heimasíðu Rimini FC. Loris Karius á afmæli 22. júní næstkomandi. Rimini FC spilar í C-deildinni á Ítalíu eftir að hafa komist upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð. Félagið var endurvakið fyrir aðeins tveimur árum en upphaflega stofnað árið 1912. „Hér mun hann finna stóra fjölskyldu og borg sem er tilbúið að hjálpa honum til að sjá sig aftur sem mann númer eitt í atvinnumennskunni,“ hélt forsetinn áfram. Hvort að full alvara sé að baki þessi tilboði eða hvort forsetinn sé að ná sér í ódýra auglýsingu þá er líklegast í stöðunni að Liverpool láni markvörðinn sinn næsta vetur. Hann þarf að spila sig út úr þessum vonbrigðum og það er afar ólíklegt að hann geti gert slíkt sem markvörður Liverpool.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira