Lífið

Svona eru nýju sérsaumuðu jakkaföt strákanna okkar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Líkt og fyrir tveimur árum verða okkar menn í sérsmíðuðum jakkafötum frá Herragarðinum þar sem búið er að bródera í kragann, Fyrir Ísland.
Líkt og fyrir tveimur árum verða okkar menn í sérsmíðuðum jakkafötum frá Herragarðinum þar sem búið er að bródera í kragann, Fyrir Ísland. Herragarðurinn
Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta verða í sínu fínasta og nýjasta pússi þegar þeir halda utan til Gelindzhik í Rússland í dag. Líkt og fyrir tveimur árum verða okkar menn í sérsmíðuðum jakkafötum frá Herragarðinum þar sem búið er að bródera í kragann, Fyrir Ísland.

Á Facebook-síðu Herragarðsins eru birtar myndir af nokkrum landsliðsmönnum. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, bakvörðurinn með banvæna vinstri fótinn Hörður Björgvin Magnússon og markvörðurinn Frederik Schram eru á meðal fyrirsæta hjá fataversluninni.

Strákarnir voru í dekkri jakkafötum fyrir tveimur árum og eflaust skiptar skoðanir, eins og með flest, hvor jakkafötin eru flottari. Strákarnir verða í þessum í flugvél Icelandair til Rússlands í dag. Vélin, sem fjölmiðlahópur frá Íslandi fær að fljóta með í, fer í loftið 10:30 og gert ráð fyrir um sex tíma ferðalagi.

Í Gelindzhik verður tekið á móti okkar mönnum með viðhöfn og er reiknað með því að Aron Einar og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson segi nokkur orð. Fyrsta æfing landsliðsins verður ytra á morgun, sunnudag. Fyrsti leikurinn er gegn Argentínu í Moskvu laugardaginn 16. júní.

Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×