Stytta af Gústa guðsmanni steypt í brons Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2018 17:20 Um þessar mundir er myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir að fullvinna styttu af Gústa guðsmanni, en syttunni verður komið fyrir á ráðhústorgi Siglufjarðar – honum til heiðurs. Gústi helgaði lífi sínu hjálparstarfi og rann nær allt hans fjármagn til fátækra barna um heim allan á meðan hversdagshetjan sjálf lifði við fábrotið atlæti. Gústi er þekktastur fyrir að hafa hitt Guð og samið ansi óvenjulega við hann. Þeir sömdu um að hann myndi róa báti sínum, Sigurvini, og gefa allan afla til munaðarlausra barna. Samninginn stóð hann við, en hann styrkti fjölmörg börn um allan heim. „Þekktasta dæmið er þegar hann styrkti 18 munaðarlaus börn, fátæk og illa farin, til grunnskóla- og háskólanáms. Í dag eru þessir einstaklingar læknar, kennarar og þingmenn svo dæmi séu tekin,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði. Þá tók Vigfús við bréfum frá fólki úti í heimi sem vildi þakka Gústa fyrir lífsgjöfina á sínum tíma. Sjálfur neitaði Gústi sér um allan munað. Hann bjó lengst af í síldarbragga við fábrotið atlæti. Þá átti hann ekkert, nema bátinn Sigurvin, enda gaf hversdagshetjan allan afla sinn til hjálparstarfa. „Ég kom til hans upp í herbergi þar sem hann bjó. Þar var fátæklegt. Hann gerði ekki miklar kröfur. Gústi eyddi ekki miklu í sjálfan sig og þess vegna var svona mikið eftir til að gefa öðrum, sem var hans hugsjónarstarf.“ Segir Kristján L. Möller, Siglfirðingur. Þá sinnti hann trú sinni vel og lagði upp með að mæta fólki með góðu viðmóti. Þá lýsa þeir Vilhjálmur og Kristján, Gústa sem skemmtilegum manni. Hann hafi predikað af miklum krafti, sama hvernig viðraði. Þó skipti engu máli þó enginn væri að hlusta. Orðið flutti hann alla tíð. Á næstu dögum verður styttan af Gústa guðsmanni send til þýskalands þar sem hún verður steypt í brons. Þá stendur til að vígja styttuna á ráðhústorgi Siglufjarðar þann 29. ágúst, á afmælisdegi Gústa. Fjallabyggð Styttur og útilistaverk Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Um þessar mundir er myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir að fullvinna styttu af Gústa guðsmanni, en syttunni verður komið fyrir á ráðhústorgi Siglufjarðar – honum til heiðurs. Gústi helgaði lífi sínu hjálparstarfi og rann nær allt hans fjármagn til fátækra barna um heim allan á meðan hversdagshetjan sjálf lifði við fábrotið atlæti. Gústi er þekktastur fyrir að hafa hitt Guð og samið ansi óvenjulega við hann. Þeir sömdu um að hann myndi róa báti sínum, Sigurvini, og gefa allan afla til munaðarlausra barna. Samninginn stóð hann við, en hann styrkti fjölmörg börn um allan heim. „Þekktasta dæmið er þegar hann styrkti 18 munaðarlaus börn, fátæk og illa farin, til grunnskóla- og háskólanáms. Í dag eru þessir einstaklingar læknar, kennarar og þingmenn svo dæmi séu tekin,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði. Þá tók Vigfús við bréfum frá fólki úti í heimi sem vildi þakka Gústa fyrir lífsgjöfina á sínum tíma. Sjálfur neitaði Gústi sér um allan munað. Hann bjó lengst af í síldarbragga við fábrotið atlæti. Þá átti hann ekkert, nema bátinn Sigurvin, enda gaf hversdagshetjan allan afla sinn til hjálparstarfa. „Ég kom til hans upp í herbergi þar sem hann bjó. Þar var fátæklegt. Hann gerði ekki miklar kröfur. Gústi eyddi ekki miklu í sjálfan sig og þess vegna var svona mikið eftir til að gefa öðrum, sem var hans hugsjónarstarf.“ Segir Kristján L. Möller, Siglfirðingur. Þá sinnti hann trú sinni vel og lagði upp með að mæta fólki með góðu viðmóti. Þá lýsa þeir Vilhjálmur og Kristján, Gústa sem skemmtilegum manni. Hann hafi predikað af miklum krafti, sama hvernig viðraði. Þó skipti engu máli þó enginn væri að hlusta. Orðið flutti hann alla tíð. Á næstu dögum verður styttan af Gústa guðsmanni send til þýskalands þar sem hún verður steypt í brons. Þá stendur til að vígja styttuna á ráðhústorgi Siglufjarðar þann 29. ágúst, á afmælisdegi Gústa.
Fjallabyggð Styttur og útilistaverk Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira