Segir dóm Hæstaréttar óskiljanlegan og gríðarleg vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 20:40 Adolf Ingi Erlingsson er eins og gefur að skilja ósáttur við nýfallinn dóm Hæstaréttar. Vísir/Ernir „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og að mínu mati óskiljanlegur dómur,“ segir Adolf Ingi Erlingsson um dóm Hæstaréttar sem féll í dag. Með dómnum var Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga sem höfðaði mál gegn stofnuninni þar sem hann taldi sig hafa fyrir orðið einelti á vinnustaðnum auk þess sem hann taldi að ólöglega hefði verið staðið að uppsögn hans árið 2013. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí í fyrra þar sem RÚV var dæmt til að greiða Adolfi Inga 2,2 milljónir króna í bætur, það er 500 þúsund krónur í skaðabætur vegna eineltis, 500 þúsund krónur vegna ólögmætrar uppsagnar og 1,2 milljónir króna vegna þess fjártjóns sem Adolf varð fyrir vegna starfsmissisins. Adolf Ingi segir að honum hafi fundist dómur héraðsdóm vel ígrundaður og vandaður. „En mér sýnist eftir þennan dóm Hæstaréttar að það sé vita gagnslaust fyrir fólk að kvarta undan einelti á vinnustöðum því að Hæstiréttur virðist úrskurða það að fyrirtæki þurfi ekki að fara að lögum og reglum sem eru í gildi í sambandi við einelti á vinnustöðum. Héraðsdómari fann það mikið að meðferð RÚV þegar ég kvartaði undan einelti árið 2010 að hann dæmdi þá meðferð sem einelti,“ segir Adolf Ingi og heldur áfram: „Hæstiréttur er kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan sig því hann dæmdi á sínum tíma Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi í svona máli en samt gerði Veðurstofan margfalt meira í því máli heldur en RÚV gerði í mínu máli. Hæstiréttur dæmdi Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi en telur núna að Ríkisútvarpið hafi ekki þurft að fara í neinu eftir lögum og reglum sem gilda um einelti á vinnustöðum. Mér finnst þetta bara sorglegur dómur og sérstaklega í því umhverfsi sem við búum í í dag og umræðunni sem hefur verið undanfarin misseri í sambandi við ofbeldi og einelti á vinnustöðum þá er þessi dómur sorglegt innlegg og skilaboð frá Hæstarétti.“Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00 Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og að mínu mati óskiljanlegur dómur,“ segir Adolf Ingi Erlingsson um dóm Hæstaréttar sem féll í dag. Með dómnum var Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga sem höfðaði mál gegn stofnuninni þar sem hann taldi sig hafa fyrir orðið einelti á vinnustaðnum auk þess sem hann taldi að ólöglega hefði verið staðið að uppsögn hans árið 2013. Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júlí í fyrra þar sem RÚV var dæmt til að greiða Adolfi Inga 2,2 milljónir króna í bætur, það er 500 þúsund krónur í skaðabætur vegna eineltis, 500 þúsund krónur vegna ólögmætrar uppsagnar og 1,2 milljónir króna vegna þess fjártjóns sem Adolf varð fyrir vegna starfsmissisins. Adolf Ingi segir að honum hafi fundist dómur héraðsdóm vel ígrundaður og vandaður. „En mér sýnist eftir þennan dóm Hæstaréttar að það sé vita gagnslaust fyrir fólk að kvarta undan einelti á vinnustöðum því að Hæstiréttur virðist úrskurða það að fyrirtæki þurfi ekki að fara að lögum og reglum sem eru í gildi í sambandi við einelti á vinnustöðum. Héraðsdómari fann það mikið að meðferð RÚV þegar ég kvartaði undan einelti árið 2010 að hann dæmdi þá meðferð sem einelti,“ segir Adolf Ingi og heldur áfram: „Hæstiréttur er kominn í hrópandi mótsögn við sjálfan sig því hann dæmdi á sínum tíma Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi í svona máli en samt gerði Veðurstofan margfalt meira í því máli heldur en RÚV gerði í mínu máli. Hæstiréttur dæmdi Veðurstofuna fyrir aðgerðaleysi en telur núna að Ríkisútvarpið hafi ekki þurft að fara í neinu eftir lögum og reglum sem gilda um einelti á vinnustöðum. Mér finnst þetta bara sorglegur dómur og sérstaklega í því umhverfsi sem við búum í í dag og umræðunni sem hefur verið undanfarin misseri í sambandi við ofbeldi og einelti á vinnustöðum þá er þessi dómur sorglegt innlegg og skilaboð frá Hæstarétti.“Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00 Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. 7. september 2017 14:00
Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að Adolf hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins. 7. júní 2018 16:46
„Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47