Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. júní 2018 15:30 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. Vísir/Ernir „Kerfið er mannanna verk og það má breyta því,“ sagði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, í erindi sínu á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fór fram í gær. Alda Hrönn byrjaði erindi sitt á að þakka þolendunum sem sögðu sögu sína þar fyrir hugrekkið, en sumar þeirra höfðu aldrei stigið fram og sagt frá sinni reynslu áður. Hún benti einnig á að kerfið er ekki alltaf alviturt og því gríðarlega mikilvægt að hlusta á þolendur, þá sem eru í aðstæðunum. Eru nokkrar breytingar sem nauðsynlegt að gera á kerfinu að hennar mati til að draga úr skaða og bjarga mannslífum, sérstaklega í ljósi þess hversu hátt hlutfall manndrápa á Íslandi tengjast heimilisofbeldi. Alda Hrönn sagði að það væri mjög mikilvægt að allir sem starfa innan kerfisins hafi þekkingu á heimilisofbeldi. „Það er mín reynsla að ég lærði lögfræði í Háskóla Íslands og ég lærði ekkert um heimilisofbeldi þar. Þegar við erum að tala um kerfið og lögfræðingana, til dæmis sem eru að vinna í kerfinu, dómarana sem eru að dæma málin þeir hafa kannski ekki heldur eina einustu menntun á þessu sviði. Þess vegna skiptir það svo miklu máli að við séum líka að hafa það hugfast því að við, líka fagfólkið, þorum og eigum að vilja breytast.“Vettvangur ofbeldisins skiptir ekki mál Skilgreining lögreglu á heimilisofbeldi er sú að gerandi og brotaþoli eru í nánum tengslum, þ.e. skyld eða tengd fjölskylduböndum. Núverandi eða fyrrverandi maki, hjón eða sambýlisfólk, börn, systkini, forráðamenn eða þriðji aðili. „Til að um heimilisofbeldi sé að ræða þarf í fyrsta lagi að vera um tengsl að ræða og síðan þarf brot að vera,“ útskýrði Alda Hrönn. Vettvangur ofbeldisins skiptir ekki máli, þetta getur gerst hvar sem er. Brotin geta verið líkamsárásir, kynferðisbrot, hótanir, eignaspjöll, kúgun, vændi, mansal, brot á barnaverndarlögum og svo framvegis. „Kynferðisbrot gegn börnum er túlkað sem heimilisofbeldi vegna þess að það er brot gegn nánum aðila oftast, í allavega sifjabrotunum gegn börnum. Það er skilgreint sem heimilisofbeldi.“Alda Hrönn segir mikilvægt að börn í þessum aðstæðum fái að njóta vafans.Vísir/GETTYLíffræðileg áhrif á börnin Alda Hrönn segir að það sé mikilvægt að hafa hugfast þau áhrif sem heimilisofbeldi hefur á börn. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir engu máli hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, heldur að þau búi á þessu ofbeldisheimili. Þetta eru sömu afleiðingar eins og þau eru sjálf beitt ofbeldi og þetta eru sömu afleiðingar eins og hjá börnum sem búa á stríðshrjáðum svæðum.“ Hún segir að börn á ofbeldisheimilum séu oft varnarlaus og þeim vanti rödd. Alda Hrönn vonar að nýtt verklag komi til móts við það. „Þetta hefur líffræðileg áhrif á þau. Þau fá ekki sama þroska og önnur börn ef þau búa inni á svona heimili þar sem ofbeldi getur birst.“ Börnin séu ekkert sofandi þó að allir hafi haldið því fram í áratugi. „Við verðum að láta börnin njóta vafans. Þau eru framtíðin.“ Dómarar eru bara fólk Alda Hrönn ræddi skilyrði nálgunarbanns og brottvísunar af heimili í erindi sínu. Heimilt er að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan þátt friði brotaþola. Eða þá að hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola. Hún velti því upp hvað teldist sem röskun á friði. „Má til dæmis aðili senda 50 sinnum skilaboð sama dag án þess að það sé velkomið? Svarið er nei. En þetta úrræði, raskað á annan hátt friði, hefur ekki gengið mjög vel fyrir okkur að fá staðfest í dómi. Hvað þarf þá mörg skipti? Er það eitt, fimm, tuttugu, tíu? Skiptir máli hvað stendur í skilaboðunum?“ Brottvísun af heimili er aðeins strangara úrræði en til þess að hægt sé að beita því þarf það að varða allt að sex mánaða fangelsi. Alda Hrönn sagði í fyrirlestrinum að lagaákvæðið frá 4.apríl 2016 hafi verið ótrúleg réttarbót fyrir þá sem starfa innan kerfisins.„Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi allt að 16 árum. Við mat á grófleika verknaðar skal sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda.“Dómarar þurfa oft að leggja mat á gildishlaðin hugtök í heimilisofbeldismálum sem fara fyrir dómstóla. Vísir /EyþórHún segir að dómstólar hafi verið nokkuð ágætir margir hverjir að taka við þessu ákvæði og nota það, en samt ekki allir. „Dómarar eru líka bara fólk og þeir eru alls konar.“ Þar kemur fram að heimilisofbeldi er ekki einkamál heldur þurfi að sporna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Með þessu sé Alþingi að senda skýr skilaboð um að þetta sé háttsemi sem ekki líðist í samfélaginu. „Það er verið að leggja áherslu á að þetta sé andleg þjáning, kúgun og vanmáttur sem þolandinn verður fyrir.“ Ekki er lengur bara talað um líkamlegt ofbeldi heldur er einnig talað um félagslegt ofbeldi, andlegt ofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Ákveðin lagaákvæði í barnaverndarlögum ætti jafnvel að nota enn oftar að hennar mati. „Ég held að við ættum líka stundum að lesa það sem löggjafarnir segja og beita því.“ Öll viðbrögð eðlileg Alda Hrönn segir að fræðsla á þessum málaflokki skipti miklu máli til að draga úr staðalímyndum. „Að skilja heimilisofbeldi er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem störfum innan kerfisins.“ Oft heyrist setningar eins og „Af hverju fer hún ekki frá honum?“ í málum sem varða heimilisofbeldi og „Af hverju hefur hún samband við hann,“ eins til dæmis í nálgunarbanni. „Við þurfum að taka úr þessar staðalímyndir sem eru ekki til, ofbeldi og heimilisofbeldi getur hent hvern sem er og hvar sem er.“ Aðilar sem starfa innan kerfisins og koma að málunum hvort sem það er inni á heimilinu eða síðar í ferlinu þurfi að hafa þekkinguna, til dæmis á áfallastreitu og „eðlilegum“ viðbrögðum. „Það eru öll viðbrögð eðlileg í þessari stöðu.“ Alda Hrönn segir að það sé líka mikilvægt að hafa alla áhættuþætti í huga. Til dæmis hafi rannsóknir sýnt að fólk sem verði fyrir kyrkingartaki séu mörgum sinnum líklegri til að fá heilablóðfall síðar á ævinni. Þetta er eitthvað sem margir nota í heimilisofbeldi til að sýna vald sitt.„Aðili sem að beitir kyrkingartaki er að sýna að hann hafi líf viðkomandi í lófum sér.“ Hægt að bjarga mannslífum Það er augljóslega ýmislegt sem betur má fara í kerfinu þegar kemur að þolendum heimilisofbeldis. Að hennar mati ættu sakborningar til dæmis að vera skikkaðir til að sæta meðferð, jafnvel þyrftu dómararnir að dæma ofbeldismennina til þess að sæta meðferð. Eitt af því sem brotaþolum finnst erfitt að gera er skýrslutaka fyrir dómi fyrir framan sakborninga sem grunaðir eru um að hafa beitt þá ofbeldi. „Hvernig virkar það? Stutta sagan er, ekkert rosalega vel,“ segir Alda Hrönn. Að hennar mati er þetta hluti af ferlinu sem þarf að breyta. Alda Hrönn gagnrýnir líka að ekki sé oftar rætt við börnin á heimilinu. Nefndi hún dæmi þar sem mál var talið óupplýst vegna skorts á vitnum en aldrei var rætt við börnin sem gætu hafa vitað ýmislegt um brotin gegn móður þeirra. Þó að börn vilji upplýsa eitthvað um samskipti foreldra eða ofbeldi sem hafi átt sér stað á heimilinu, eru þau oft ekki einu sinni spurð.„Mega börn og unglingar ekki vitna gegn neinu?“ Að hennar mati þyrfti miðlun persónuupplýsinga líka að vera leyfileg á milli kerfa sem að vinna fyrir fólkið. „Kerfið á ekki að vera með múra sín á milli, við getum bjargað mannslífum. Á bilinu 50 til 60 prósent af manndrápum á Íslandi síðustu 20 árin eru heimilisofbeldi. Þannig að ef að við getum komið í veg fyrir að einn aðili missi líf sitt, þá er það þess virði.“ MeToo Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna“ Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. 6. júní 2018 20:30 „Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05 „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30 „Þjóðfélagslegt mein með alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur og börn“ Nýtt verklag er komið í gildi við móttöku þolenda heimilisofbeldis á Landspítalanum. 7. júní 2018 13:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
„Kerfið er mannanna verk og það má breyta því,“ sagði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, í erindi sínu á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fór fram í gær. Alda Hrönn byrjaði erindi sitt á að þakka þolendunum sem sögðu sögu sína þar fyrir hugrekkið, en sumar þeirra höfðu aldrei stigið fram og sagt frá sinni reynslu áður. Hún benti einnig á að kerfið er ekki alltaf alviturt og því gríðarlega mikilvægt að hlusta á þolendur, þá sem eru í aðstæðunum. Eru nokkrar breytingar sem nauðsynlegt að gera á kerfinu að hennar mati til að draga úr skaða og bjarga mannslífum, sérstaklega í ljósi þess hversu hátt hlutfall manndrápa á Íslandi tengjast heimilisofbeldi. Alda Hrönn sagði að það væri mjög mikilvægt að allir sem starfa innan kerfisins hafi þekkingu á heimilisofbeldi. „Það er mín reynsla að ég lærði lögfræði í Háskóla Íslands og ég lærði ekkert um heimilisofbeldi þar. Þegar við erum að tala um kerfið og lögfræðingana, til dæmis sem eru að vinna í kerfinu, dómarana sem eru að dæma málin þeir hafa kannski ekki heldur eina einustu menntun á þessu sviði. Þess vegna skiptir það svo miklu máli að við séum líka að hafa það hugfast því að við, líka fagfólkið, þorum og eigum að vilja breytast.“Vettvangur ofbeldisins skiptir ekki mál Skilgreining lögreglu á heimilisofbeldi er sú að gerandi og brotaþoli eru í nánum tengslum, þ.e. skyld eða tengd fjölskylduböndum. Núverandi eða fyrrverandi maki, hjón eða sambýlisfólk, börn, systkini, forráðamenn eða þriðji aðili. „Til að um heimilisofbeldi sé að ræða þarf í fyrsta lagi að vera um tengsl að ræða og síðan þarf brot að vera,“ útskýrði Alda Hrönn. Vettvangur ofbeldisins skiptir ekki máli, þetta getur gerst hvar sem er. Brotin geta verið líkamsárásir, kynferðisbrot, hótanir, eignaspjöll, kúgun, vændi, mansal, brot á barnaverndarlögum og svo framvegis. „Kynferðisbrot gegn börnum er túlkað sem heimilisofbeldi vegna þess að það er brot gegn nánum aðila oftast, í allavega sifjabrotunum gegn börnum. Það er skilgreint sem heimilisofbeldi.“Alda Hrönn segir mikilvægt að börn í þessum aðstæðum fái að njóta vafans.Vísir/GETTYLíffræðileg áhrif á börnin Alda Hrönn segir að það sé mikilvægt að hafa hugfast þau áhrif sem heimilisofbeldi hefur á börn. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir engu máli hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, heldur að þau búi á þessu ofbeldisheimili. Þetta eru sömu afleiðingar eins og þau eru sjálf beitt ofbeldi og þetta eru sömu afleiðingar eins og hjá börnum sem búa á stríðshrjáðum svæðum.“ Hún segir að börn á ofbeldisheimilum séu oft varnarlaus og þeim vanti rödd. Alda Hrönn vonar að nýtt verklag komi til móts við það. „Þetta hefur líffræðileg áhrif á þau. Þau fá ekki sama þroska og önnur börn ef þau búa inni á svona heimili þar sem ofbeldi getur birst.“ Börnin séu ekkert sofandi þó að allir hafi haldið því fram í áratugi. „Við verðum að láta börnin njóta vafans. Þau eru framtíðin.“ Dómarar eru bara fólk Alda Hrönn ræddi skilyrði nálgunarbanns og brottvísunar af heimili í erindi sínu. Heimilt er að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan þátt friði brotaþola. Eða þá að hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola. Hún velti því upp hvað teldist sem röskun á friði. „Má til dæmis aðili senda 50 sinnum skilaboð sama dag án þess að það sé velkomið? Svarið er nei. En þetta úrræði, raskað á annan hátt friði, hefur ekki gengið mjög vel fyrir okkur að fá staðfest í dómi. Hvað þarf þá mörg skipti? Er það eitt, fimm, tuttugu, tíu? Skiptir máli hvað stendur í skilaboðunum?“ Brottvísun af heimili er aðeins strangara úrræði en til þess að hægt sé að beita því þarf það að varða allt að sex mánaða fangelsi. Alda Hrönn sagði í fyrirlestrinum að lagaákvæðið frá 4.apríl 2016 hafi verið ótrúleg réttarbót fyrir þá sem starfa innan kerfisins.„Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.Ef brot er stórfellt getur það varðað fangelsi allt að 16 árum. Við mat á grófleika verknaðar skal sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams- eða heilsutjón eða bani hlotist af. Enn fremur ber að líta til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, hafi staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda.“Dómarar þurfa oft að leggja mat á gildishlaðin hugtök í heimilisofbeldismálum sem fara fyrir dómstóla. Vísir /EyþórHún segir að dómstólar hafi verið nokkuð ágætir margir hverjir að taka við þessu ákvæði og nota það, en samt ekki allir. „Dómarar eru líka bara fólk og þeir eru alls konar.“ Þar kemur fram að heimilisofbeldi er ekki einkamál heldur þurfi að sporna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Með þessu sé Alþingi að senda skýr skilaboð um að þetta sé háttsemi sem ekki líðist í samfélaginu. „Það er verið að leggja áherslu á að þetta sé andleg þjáning, kúgun og vanmáttur sem þolandinn verður fyrir.“ Ekki er lengur bara talað um líkamlegt ofbeldi heldur er einnig talað um félagslegt ofbeldi, andlegt ofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Ákveðin lagaákvæði í barnaverndarlögum ætti jafnvel að nota enn oftar að hennar mati. „Ég held að við ættum líka stundum að lesa það sem löggjafarnir segja og beita því.“ Öll viðbrögð eðlileg Alda Hrönn segir að fræðsla á þessum málaflokki skipti miklu máli til að draga úr staðalímyndum. „Að skilja heimilisofbeldi er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem störfum innan kerfisins.“ Oft heyrist setningar eins og „Af hverju fer hún ekki frá honum?“ í málum sem varða heimilisofbeldi og „Af hverju hefur hún samband við hann,“ eins til dæmis í nálgunarbanni. „Við þurfum að taka úr þessar staðalímyndir sem eru ekki til, ofbeldi og heimilisofbeldi getur hent hvern sem er og hvar sem er.“ Aðilar sem starfa innan kerfisins og koma að málunum hvort sem það er inni á heimilinu eða síðar í ferlinu þurfi að hafa þekkinguna, til dæmis á áfallastreitu og „eðlilegum“ viðbrögðum. „Það eru öll viðbrögð eðlileg í þessari stöðu.“ Alda Hrönn segir að það sé líka mikilvægt að hafa alla áhættuþætti í huga. Til dæmis hafi rannsóknir sýnt að fólk sem verði fyrir kyrkingartaki séu mörgum sinnum líklegri til að fá heilablóðfall síðar á ævinni. Þetta er eitthvað sem margir nota í heimilisofbeldi til að sýna vald sitt.„Aðili sem að beitir kyrkingartaki er að sýna að hann hafi líf viðkomandi í lófum sér.“ Hægt að bjarga mannslífum Það er augljóslega ýmislegt sem betur má fara í kerfinu þegar kemur að þolendum heimilisofbeldis. Að hennar mati ættu sakborningar til dæmis að vera skikkaðir til að sæta meðferð, jafnvel þyrftu dómararnir að dæma ofbeldismennina til þess að sæta meðferð. Eitt af því sem brotaþolum finnst erfitt að gera er skýrslutaka fyrir dómi fyrir framan sakborninga sem grunaðir eru um að hafa beitt þá ofbeldi. „Hvernig virkar það? Stutta sagan er, ekkert rosalega vel,“ segir Alda Hrönn. Að hennar mati er þetta hluti af ferlinu sem þarf að breyta. Alda Hrönn gagnrýnir líka að ekki sé oftar rætt við börnin á heimilinu. Nefndi hún dæmi þar sem mál var talið óupplýst vegna skorts á vitnum en aldrei var rætt við börnin sem gætu hafa vitað ýmislegt um brotin gegn móður þeirra. Þó að börn vilji upplýsa eitthvað um samskipti foreldra eða ofbeldi sem hafi átt sér stað á heimilinu, eru þau oft ekki einu sinni spurð.„Mega börn og unglingar ekki vitna gegn neinu?“ Að hennar mati þyrfti miðlun persónuupplýsinga líka að vera leyfileg á milli kerfa sem að vinna fyrir fólkið. „Kerfið á ekki að vera með múra sín á milli, við getum bjargað mannslífum. Á bilinu 50 til 60 prósent af manndrápum á Íslandi síðustu 20 árin eru heimilisofbeldi. Þannig að ef að við getum komið í veg fyrir að einn aðili missi líf sitt, þá er það þess virði.“
MeToo Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna“ Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. 6. júní 2018 20:30 „Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05 „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30 „Þjóðfélagslegt mein með alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur og börn“ Nýtt verklag er komið í gildi við móttöku þolenda heimilisofbeldis á Landspítalanum. 7. júní 2018 13:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
„Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna“ Jenný sagði ofbeldið af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns hafa beinst bæði gegn henni og börnum hennar. Ofbeldið lýsti sér að miklu leyti í óstjórnlegum bræðisköstum mannsins og þörf hans til að stjórna fjölskyldu sinni. 6. júní 2018 20:30
„Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Áslaug María sagði frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna á málþingi um heimilisofbeldi í dag. 6. júní 2018 14:05
„Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30
„Þjóðfélagslegt mein með alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur og börn“ Nýtt verklag er komið í gildi við móttöku þolenda heimilisofbeldis á Landspítalanum. 7. júní 2018 13:45