Frumvarp um lækkun veiðigjalda Þorvaldur Gylfason skrifar 7. júní 2018 07:00 Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. Venjan er að veita almenningi þriggja vikna frest til að skila umsögnum um frumvörp. Að þessu sinni var fresturinn örskammur. Útgerðin heimtar sitt. Við vorum 14 sem náðum að skila atvinnuveganefnd Alþingis fáeinum athugasemdum við frumvarpið.Mikil lækkun veiðigjalda frá 2013 Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu lækkuðu veiðigjöld á hverju ári frá 2012/13 til 2016/17 þótt ríkissjóði lægi mjög á tekjum til að vernda fólkið í landinu gegn óþyrmilegum afleiðingum hrunsins. Lækkun veiðigjaldanna nemur næstum 2/3 á þessu árabili á verðlagi hvers árs og er enn meiri á föstu verðlagi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mótmælti lækkun veiðigjalda 2013 af hagstjórnarástæðum og það gerðu einnig margir aðrir innan lands. Indriði H. Þorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur lýst því að aðeins um 10% fiskveiðirentunnar hefur undangengin ár skilað sér til rétts eiganda auðlindarinnar, fólksins í landinu, meðan 90% hafa runnið til útvegsmanna. Til samanburðar hafa 80% olíurentunnar í Noregi runnið til rétts eiganda þar.Alþingi fer gegn lögum og stjórnarskrá Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda gengur í berhögg við lögin í landinu eða a.m.k. anda laganna, m.a. fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Fyrirhuguð lækkun gengur einnig í berhögg við:Stjórnarskrána skv. dómi Hæstaréttar frá 1998,Úrskurð mannréttindanefndar SÞ frá 2007 í máli sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu ogNýju stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi bauð kjósendum til 2012 og þá sérstaklega auðlindaákvæðið sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi, en þar segir: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ... Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Alþingi á enn eftir að virða vilja þjóðarinnar með því að lögfesta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Þjóðin hefur talað Engum þarf að koma á óvart skýringin á hvoru tveggja, lækkun veiðigjalda nú og ítrekuðum undanbrögðum Alþingis í stjórnarskrármálinu síðan 2013. Skýringin blasir við. Henni hafa margir menn lýst í löngu máli innan lands og utan svo eftir hefur verið tekið. Hér er ein lýsingin enn, tekin úr óbirtri meistaraprófsritgerð Þorvalds Logasonar félagsfræðings í Háskóla Íslands 2011 með leyfi höfundar: „Kvótakerfið hefur ... virkað einsog dulið sjóðakerfi, með föstum fyrirfram ákveðnum fyrirgreiðslum til útvalinna útgerðarmanna. Á kvótanum hefur verið pólitískt eignarhald. Búin voru til eitruð vensl milli þeirra stjórnmálaflokka sem studdu kvótann, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og útgerðarmanna. Fyrirgreiðslukerfið í sjávarútvegi var í raun lögfest og bundið við tvo stjórnmálaflokka sem um leið festi pólitískt samráð þeirra á milli. Samráð sem gengið hefur undir heitinu, helmingaskipti. Hér: Helmingaskipti verðmætustu auðlindar þjóðarinnar. Svo mikil völd, eignir og verðmæti eru í húfi, að augljós hætta er á að þeir sem þau hafa öðlast séu tilbúnir til að ganga mjög langt til að verja auðvöld sín. Eitraða sambandið milli ofangreindra stjórnmálaflokka og útgerðarinnar eru, að mati höfundar, veigamikill skýringaþáttur spillingarinnar á Íslandi, vegna þess að útgerðarauðvaldið er tryggasti bakhjarl valdakjarna beggja flokkanna.” Bezt færi á að Alþingi klippti sjálft á naflastrenginn sem bindur marga þingmenn við útvegsmenn. Lögfesting nýju stjórnarskrárinnar býður Alþingi greiða leið til þess. Alþingi dugir að segja við útvegsmenn: Þjóðin hefur talað. Ef Alþingi bregzt þessari frumskyldu sinni við lýðræðið í þurfa önnur öfl, utan þings, að leysa málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. Venjan er að veita almenningi þriggja vikna frest til að skila umsögnum um frumvörp. Að þessu sinni var fresturinn örskammur. Útgerðin heimtar sitt. Við vorum 14 sem náðum að skila atvinnuveganefnd Alþingis fáeinum athugasemdum við frumvarpið.Mikil lækkun veiðigjalda frá 2013 Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu lækkuðu veiðigjöld á hverju ári frá 2012/13 til 2016/17 þótt ríkissjóði lægi mjög á tekjum til að vernda fólkið í landinu gegn óþyrmilegum afleiðingum hrunsins. Lækkun veiðigjaldanna nemur næstum 2/3 á þessu árabili á verðlagi hvers árs og er enn meiri á föstu verðlagi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mótmælti lækkun veiðigjalda 2013 af hagstjórnarástæðum og það gerðu einnig margir aðrir innan lands. Indriði H. Þorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur lýst því að aðeins um 10% fiskveiðirentunnar hefur undangengin ár skilað sér til rétts eiganda auðlindarinnar, fólksins í landinu, meðan 90% hafa runnið til útvegsmanna. Til samanburðar hafa 80% olíurentunnar í Noregi runnið til rétts eiganda þar.Alþingi fer gegn lögum og stjórnarskrá Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda gengur í berhögg við lögin í landinu eða a.m.k. anda laganna, m.a. fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Fyrirhuguð lækkun gengur einnig í berhögg við:Stjórnarskrána skv. dómi Hæstaréttar frá 1998,Úrskurð mannréttindanefndar SÞ frá 2007 í máli sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu ogNýju stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi bauð kjósendum til 2012 og þá sérstaklega auðlindaákvæðið sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi, en þar segir: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ... Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Alþingi á enn eftir að virða vilja þjóðarinnar með því að lögfesta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Þjóðin hefur talað Engum þarf að koma á óvart skýringin á hvoru tveggja, lækkun veiðigjalda nú og ítrekuðum undanbrögðum Alþingis í stjórnarskrármálinu síðan 2013. Skýringin blasir við. Henni hafa margir menn lýst í löngu máli innan lands og utan svo eftir hefur verið tekið. Hér er ein lýsingin enn, tekin úr óbirtri meistaraprófsritgerð Þorvalds Logasonar félagsfræðings í Háskóla Íslands 2011 með leyfi höfundar: „Kvótakerfið hefur ... virkað einsog dulið sjóðakerfi, með föstum fyrirfram ákveðnum fyrirgreiðslum til útvalinna útgerðarmanna. Á kvótanum hefur verið pólitískt eignarhald. Búin voru til eitruð vensl milli þeirra stjórnmálaflokka sem studdu kvótann, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og útgerðarmanna. Fyrirgreiðslukerfið í sjávarútvegi var í raun lögfest og bundið við tvo stjórnmálaflokka sem um leið festi pólitískt samráð þeirra á milli. Samráð sem gengið hefur undir heitinu, helmingaskipti. Hér: Helmingaskipti verðmætustu auðlindar þjóðarinnar. Svo mikil völd, eignir og verðmæti eru í húfi, að augljós hætta er á að þeir sem þau hafa öðlast séu tilbúnir til að ganga mjög langt til að verja auðvöld sín. Eitraða sambandið milli ofangreindra stjórnmálaflokka og útgerðarinnar eru, að mati höfundar, veigamikill skýringaþáttur spillingarinnar á Íslandi, vegna þess að útgerðarauðvaldið er tryggasti bakhjarl valdakjarna beggja flokkanna.” Bezt færi á að Alþingi klippti sjálft á naflastrenginn sem bindur marga þingmenn við útvegsmenn. Lögfesting nýju stjórnarskrárinnar býður Alþingi greiða leið til þess. Alþingi dugir að segja við útvegsmenn: Þjóðin hefur talað. Ef Alþingi bregzt þessari frumskyldu sinni við lýðræðið í þurfa önnur öfl, utan þings, að leysa málið.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun