Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2018 15:57 James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. Vísir/AP Innra eftirlit Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa óhlýðnast yfirmönnum sínum. Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þetta hefur ABC eftir heimildarmönnum sínum sem hafa séð niðurstöður skýrslunnar.Búist er við því að skýrslan verði opinberuð á næstu dögum. Meðal þess sem kemur þar fram að er að Comey er gagnrýndur fyrir að hunsa mótmæli gegn því að hann sendi bréf til þingsins skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 og tilkynnti að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton hefði verið opnuð á nýjan leik. Minnst einn embættismaður innan Dómsmálaráðuneytisins sagði Comey að sú opinberun bryti gegn starfsreglum ráðuneytisins og alríkisreglum um að opinbera upplýsingar um yfirstandandi rannsókn. Sjálf hefur Clinton sagt að umrætt bréf hefði valdið því að hún tapaði kosningunum. Þegar Trump rak Comey í fyrra skrifaði Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, bréf til þingsins þar sem hann sagði honum hafa verið vikið úr starfi fyrir umrætt bréf. Það hefði ekki verið í hans verkahring að tilkynna rannsóknina. Trump viðurkenndi þó í viðtali síðar að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu og í kjölfar þess var Robert Mueller skipaður í embætti sérstaks saksóknara. Comey hefur sagt að hann hafi tekið þessa ákvörðun svo hann gæti reynt að verja Alríkislögregluna gegn frekari gagnrýni en þegar hafði beinst gegn stofnuninni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump Þáverandi starfandi forstjóri FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu brottreksturs James Comey. 30. maí 2018 23:48 Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Innra eftirlit Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa óhlýðnast yfirmönnum sínum. Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þetta hefur ABC eftir heimildarmönnum sínum sem hafa séð niðurstöður skýrslunnar.Búist er við því að skýrslan verði opinberuð á næstu dögum. Meðal þess sem kemur þar fram að er að Comey er gagnrýndur fyrir að hunsa mótmæli gegn því að hann sendi bréf til þingsins skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 og tilkynnti að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton hefði verið opnuð á nýjan leik. Minnst einn embættismaður innan Dómsmálaráðuneytisins sagði Comey að sú opinberun bryti gegn starfsreglum ráðuneytisins og alríkisreglum um að opinbera upplýsingar um yfirstandandi rannsókn. Sjálf hefur Clinton sagt að umrætt bréf hefði valdið því að hún tapaði kosningunum. Þegar Trump rak Comey í fyrra skrifaði Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, bréf til þingsins þar sem hann sagði honum hafa verið vikið úr starfi fyrir umrætt bréf. Það hefði ekki verið í hans verkahring að tilkynna rannsóknina. Trump viðurkenndi þó í viðtali síðar að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu og í kjölfar þess var Robert Mueller skipaður í embætti sérstaks saksóknara. Comey hefur sagt að hann hafi tekið þessa ákvörðun svo hann gæti reynt að verja Alríkislögregluna gegn frekari gagnrýni en þegar hafði beinst gegn stofnuninni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump Þáverandi starfandi forstjóri FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu brottreksturs James Comey. 30. maí 2018 23:48 Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Óttaðist að umsjónarmaður Rússarannsóknar hefði hylmt yfir fyrir Trump Þáverandi starfandi forstjóri FBI hafði áhyggjur af því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði hjálpað Trump að hylma yfir raunverulega ástæðu brottreksturs James Comey. 30. maí 2018 23:48
Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50