Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2018 06:49 Capella hótelið er sagt sneisafullt af alls kyns þægindum. Vísir/getty Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Talsmaður Hvíta hússins greindi frá staðsetningunni í nótt en fundurinn fer fram þann 12. júní næstkomandi, á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta verður fyrsti fundur sem leiðtogi Norður-Kóreu hefur átt með sitjandi forseta Bandaríkjanna. Í ljósi sögulegs mikilvægis fundarins var því ekki talið úr vegi að velja virðulegan fundarstað.Sjá einnig: Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un?UPDATE: The venue for the Singapore summit between @POTUS and Leader Kim Jong Un will be the Capella Hotel on Sentosa Island. We thank our great Singaporean hosts for their hospitality.— Sarah Sanders (@PressSec) June 5, 2018 Því varð hið fimm stjörnu Capella hótel á Sentosa fyrir valinu. Eyjan er ein þerra 63 sem mynda Singapúr. Hótelið er sagt sitja á landareign sem telur um 500 hektara, sé uppfullt af alls kyns þægindum, einkaströndum og fallegum golfvöllum. Líklegt verður að teljast að Trump og Kim grípi sér golfkylfu í hönd einhvern tímann á milli funda, en sá fyrrnefndi er þekktur fyrir að draga þjóðarleiðtoga með sér á golfvöllinn. Hvort sá síðarnefndi sé liðtækur í golfi liggur þó ekki fyrr. Fræg er þó flökkusagan af föður hans, Kim Jong-il, sem sagður er hafa farið 11 holur í höggi á einum golfhring í Pjongjang. Hvað sem því líður þá mun ekki væsa um leiðtogana, ef marka má myndirnar af fundarstað þeirra á vef hótelsins. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Talsmaður Hvíta hússins greindi frá staðsetningunni í nótt en fundurinn fer fram þann 12. júní næstkomandi, á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta verður fyrsti fundur sem leiðtogi Norður-Kóreu hefur átt með sitjandi forseta Bandaríkjanna. Í ljósi sögulegs mikilvægis fundarins var því ekki talið úr vegi að velja virðulegan fundarstað.Sjá einnig: Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un?UPDATE: The venue for the Singapore summit between @POTUS and Leader Kim Jong Un will be the Capella Hotel on Sentosa Island. We thank our great Singaporean hosts for their hospitality.— Sarah Sanders (@PressSec) June 5, 2018 Því varð hið fimm stjörnu Capella hótel á Sentosa fyrir valinu. Eyjan er ein þerra 63 sem mynda Singapúr. Hótelið er sagt sitja á landareign sem telur um 500 hektara, sé uppfullt af alls kyns þægindum, einkaströndum og fallegum golfvöllum. Líklegt verður að teljast að Trump og Kim grípi sér golfkylfu í hönd einhvern tímann á milli funda, en sá fyrrnefndi er þekktur fyrir að draga þjóðarleiðtoga með sér á golfvöllinn. Hvort sá síðarnefndi sé liðtækur í golfi liggur þó ekki fyrr. Fræg er þó flökkusagan af föður hans, Kim Jong-il, sem sagður er hafa farið 11 holur í höggi á einum golfhring í Pjongjang. Hvað sem því líður þá mun ekki væsa um leiðtogana, ef marka má myndirnar af fundarstað þeirra á vef hótelsins.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34
Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59