Landsréttur hefur mildað dóm yfir lögreglumanni sem gekk of hart fram gegn gæsluvarðhaldsfanga sem til stóð að leiða fyrir dómara.
Maðurinn hafði verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi í héraði en dómurinn var mildaður í þrjátíu daga.
Maðurinn hafði verið ákærður og gert að sök að hafa ýtt fanganum upp að vegg, skellt honum í gólfið, rekið hné sitt í bringu hans og hótað að kýla hann.
Lögreglumaðurinn játaði sök að öðru leyti en því að hann sagðist ekki hafa skellt höfði fangans í gólfið heldur búk hans. Þá neitaði hann að áverkar á manninum hafi verið hans sök. Ákæruvaldið áfrýjaði málinu til refsiþyngingar.
Landsréttur taldi ekki sannað að allir áverkarnir á manninum hefðu komið til vegna atviksins.
Lögreglumaður fær mildari dóm

Tengdar fréttir

Lögreglumaður ákærður fyrir að ráðast á fanga: „Gerði hluti sem voru ekki alveg nauðsynlegir“
Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir brot í starfi fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Lögreglumaðurinn sakfelldur fyrir árásina
Sigurður Árni Reynisson lögreglumaður var í síðustu viku dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á fanga í fangaklefa á Hverfisgötu í maí í fyrra.