Breytingar á fyrirspurnum þingmanna ekki til umræðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon við setningu Alþingis í desember síðastliðnum. Vísir/anton Ekki hefur komið til umræðu að takmarka með nokkrum hætti rétt þingmanna til að beina fyrirspurnum til ráðherra. Fjöldi fyrirspurna hefur hins vegar verið ræddur á vettvangi forsætisnefndar og á fundum forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fyrirspurnagleði ýmissa þingmanna hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og þykir mörgum nóg komið. Frá því að þing kom saman í desember hafa 502 fyrirspurnir verið lagðar fram en þar af eru tæplega þrjár af hverjum fjórum skriflegar. Fjórðungur eru munnlegar fyrirspurnir en inni í þeirri tölu eru óundirbúnar fyrirspurnir. „Þessi réttur þingmanna til svars er mjög vel varinn bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Það er ekki á dagskrá né hefur það borið á góma að takmarka hann á nokkurn hátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Aftur á móti hafa breytingar í skiptingu munnlegra og skriflegra fyrirspurna verið til umræðu. Á undanförnum tveimur þingum hefur hlutfall þeirra fyrrnefndu farið lækkandi. Áður var hátt í helmingur fyrirspurna borinn fram munnlega en undanfarið hafa þær verið um fjórðungur. Þá hefur einnig verið rætt hvort hluti fyrirspurnanna ætti betur heima á borði upplýsingaskrifstofu ráðherra. Sem stendur eru slíkar fyrirspurnir ekki gerðar opinberar en rætt hefur verið hvort rétt væri að breyta því. „Það hefur heldur verið vaxandi bragur á því að ráðuneytin biðji um frest þar sem ekki hefur náðst að svara innan tilskilins tíma. Auðvitað viljum við heldur að ráðuneytin biðji um frest heldur en að svar fáist ekki. Ef það væri svo að stíflur myndu myndast í ráðuneytunum vegna fjölda fyrirspurna væri rétt að setjast yfir málin en það hefur ekki komið til þess,“ segir Steingrímur. Í sumum tilfellum eru fyrirspurnir viðamiklar og í raun svo að þær jaðra við að vera beiðni um skýrslu. Komið hefur verið inn á það hvort rétt sé að skerpa á skilunum milli skriflegra fyrirspurna og skýrslubeiðna. Stundum hafa ráðuneytin látið vinnustundir við svarið fylgja til þingsins en hingað til hafa slíkar upplýsingar ekki fylgt svarinu inn á vefinn. Síðasta stóra breyting á þingsköpum var gerð árið 2012. Hún miðaði að því að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Eftir það var þverpólitískri þingskapanefnd komið á fót en slík hefur ekki verið starfandi undanfarið meðal annars vegna tíðra kosninga. „Ég hef nefnt við þingflokksformenn að setja slíka nefnd af stað á ný með haustinu. Sú nefnd myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir Steingrímur. Ósennilegt er að slík nefnd myndi hrófla við fyrirkomulagi á fyrirspurnum þingmanna til ráðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Ekki hefur komið til umræðu að takmarka með nokkrum hætti rétt þingmanna til að beina fyrirspurnum til ráðherra. Fjöldi fyrirspurna hefur hins vegar verið ræddur á vettvangi forsætisnefndar og á fundum forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fyrirspurnagleði ýmissa þingmanna hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og þykir mörgum nóg komið. Frá því að þing kom saman í desember hafa 502 fyrirspurnir verið lagðar fram en þar af eru tæplega þrjár af hverjum fjórum skriflegar. Fjórðungur eru munnlegar fyrirspurnir en inni í þeirri tölu eru óundirbúnar fyrirspurnir. „Þessi réttur þingmanna til svars er mjög vel varinn bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Það er ekki á dagskrá né hefur það borið á góma að takmarka hann á nokkurn hátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Aftur á móti hafa breytingar í skiptingu munnlegra og skriflegra fyrirspurna verið til umræðu. Á undanförnum tveimur þingum hefur hlutfall þeirra fyrrnefndu farið lækkandi. Áður var hátt í helmingur fyrirspurna borinn fram munnlega en undanfarið hafa þær verið um fjórðungur. Þá hefur einnig verið rætt hvort hluti fyrirspurnanna ætti betur heima á borði upplýsingaskrifstofu ráðherra. Sem stendur eru slíkar fyrirspurnir ekki gerðar opinberar en rætt hefur verið hvort rétt væri að breyta því. „Það hefur heldur verið vaxandi bragur á því að ráðuneytin biðji um frest þar sem ekki hefur náðst að svara innan tilskilins tíma. Auðvitað viljum við heldur að ráðuneytin biðji um frest heldur en að svar fáist ekki. Ef það væri svo að stíflur myndu myndast í ráðuneytunum vegna fjölda fyrirspurna væri rétt að setjast yfir málin en það hefur ekki komið til þess,“ segir Steingrímur. Í sumum tilfellum eru fyrirspurnir viðamiklar og í raun svo að þær jaðra við að vera beiðni um skýrslu. Komið hefur verið inn á það hvort rétt sé að skerpa á skilunum milli skriflegra fyrirspurna og skýrslubeiðna. Stundum hafa ráðuneytin látið vinnustundir við svarið fylgja til þingsins en hingað til hafa slíkar upplýsingar ekki fylgt svarinu inn á vefinn. Síðasta stóra breyting á þingsköpum var gerð árið 2012. Hún miðaði að því að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Eftir það var þverpólitískri þingskapanefnd komið á fót en slík hefur ekki verið starfandi undanfarið meðal annars vegna tíðra kosninga. „Ég hef nefnt við þingflokksformenn að setja slíka nefnd af stað á ný með haustinu. Sú nefnd myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir Steingrímur. Ósennilegt er að slík nefnd myndi hrófla við fyrirkomulagi á fyrirspurnum þingmanna til ráðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04