Hugmyndir um Hvassahraun tefji ekki fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. júní 2018 20:30 Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. Búist er við að tengifarþegum fjölgi verulega í Keflavík á þessu ári. Isavia kynnti í síðustu viku uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar sem ætlar er að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám.Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum. Kosnaður við uppbygginguna er metin á bilinu 120-150 milljarðar. Þrátt fyrir þessa áætlun hafa hugmyndir um nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni ekki verið slegnar út af borðinu.Þurfa stjórnvöld ekki að fara að koma með niðurstöðu hvar þau ætla að vera með framtíðarflugvöll á Íslandi?„Það er alveg augljóst að það sem við höfum verið að taka til skoðunar núna á síðustu misserum um framtíð Reyljavíkurflugvallar, innanlandsflugsins og þær hugmyndir sem hafa komið upp með Hvassahraun að þær þarfa að leiða til lykta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stórar ef-spurningarEkki megi tefja fyrir uppbyggingu í Keflavík þar sem þörfin fyrir innviðauppbyggingu sé mikil þrátt fyrir spá um að verulega dragi úr fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Tengifarþegum muni þó fjölga umtalsvert og mun farþegafjöldin í ár ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Sigurður Ingi segir að ef það muni taka langan tíma verði hugsanlega tekin önnur ákvörðun um framtíðar alþjóðaflugvöll á Íslandi.„Þetta eru allt saman mjög stórar „Ef-spurningar. Þetta er risastór ákvörðun ef hún yrði tekin og við erum engan vegin komin þangað. Það er verið að bera saman kosti og það mun taka einhvern tíma,“ segir Sigurður Ingi um mögulega uppbyggingu í Hvassahrauni.Samgönguráðherra hefur ekki áhyggjur af offjárfestingu í Keflavík á næstu áru ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að byggja nýjan flugvöll.„Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þetta mál var sýnt fram á að það væri umtalsverður þjóðhagslegur ávinningur ef sá kostur yrði valinn en ég endurtek að þetta er mjög stórt ef og það hefur engin niðurstaða komið í þetta mál þannig að það bíður ekki neinnar ákvörðunar. Málið er einfaldlega til skoðunar og í vinnslu.“ Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. Búist er við að tengifarþegum fjölgi verulega í Keflavík á þessu ári. Isavia kynnti í síðustu viku uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar sem ætlar er að meta uppbyggingarþörf til skemmri tíma, byggt á nýjustu farþega- og flughreyfingaspám.Uppbyggingaráætlun tekur mið af 25 ára þróunaráætlun en er aðlöguð að þörfum á næstu 7-10 árum. Kosnaður við uppbygginguna er metin á bilinu 120-150 milljarðar. Þrátt fyrir þessa áætlun hafa hugmyndir um nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni ekki verið slegnar út af borðinu.Þurfa stjórnvöld ekki að fara að koma með niðurstöðu hvar þau ætla að vera með framtíðarflugvöll á Íslandi?„Það er alveg augljóst að það sem við höfum verið að taka til skoðunar núna á síðustu misserum um framtíð Reyljavíkurflugvallar, innanlandsflugsins og þær hugmyndir sem hafa komið upp með Hvassahraun að þær þarfa að leiða til lykta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stórar ef-spurningarEkki megi tefja fyrir uppbyggingu í Keflavík þar sem þörfin fyrir innviðauppbyggingu sé mikil þrátt fyrir spá um að verulega dragi úr fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Tengifarþegum muni þó fjölga umtalsvert og mun farþegafjöldin í ár ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Sigurður Ingi segir að ef það muni taka langan tíma verði hugsanlega tekin önnur ákvörðun um framtíðar alþjóðaflugvöll á Íslandi.„Þetta eru allt saman mjög stórar „Ef-spurningar. Þetta er risastór ákvörðun ef hún yrði tekin og við erum engan vegin komin þangað. Það er verið að bera saman kosti og það mun taka einhvern tíma,“ segir Sigurður Ingi um mögulega uppbyggingu í Hvassahrauni.Samgönguráðherra hefur ekki áhyggjur af offjárfestingu í Keflavík á næstu áru ef stjórnvöld tækju ákvörðun um að byggja nýjan flugvöll.„Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þetta mál var sýnt fram á að það væri umtalsverður þjóðhagslegur ávinningur ef sá kostur yrði valinn en ég endurtek að þetta er mjög stórt ef og það hefur engin niðurstaða komið í þetta mál þannig að það bíður ekki neinnar ákvörðunar. Málið er einfaldlega til skoðunar og í vinnslu.“
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30
Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00
Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15