Verðum að vera afar snöggir og skarpir í hugsun í leik okkar Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2018 10:45 Heimir Hallgrímsson gefur leikmönnum skipanir á æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur nýhafið lokahnykkinn í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Rússlandi eftir tæpar tvær vikur. Hluti af þeim undirbúningi er leikur íslenska liðsins gegn Noregi á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins fyrir stóru stundina, en Gana mætir á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið. Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í hádeginu í gær og þar fór hann yfir stöðuna á íslenska liðinu, hvernig hann hygðist nota leikina sem fram undan eru og hvað liðið væri að fara yfir á æfingunum fram að fyrsta leik á HM. „Það eru allir leikmenn liðsins leikfærir fyrir utan Aron Einar [Gunnarsson]. Aron Einar er á réttri leið í bataferli sínu og gæti mögulega spilað, en það væri ofboðslega óskynsamlegt. Gylfi Þór [Sigurðsson] er leikfær, en við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort og þá hversu mikið hann tekur þátt í leikjunum á móti Noregi og svo í leiknum gegn Gana,“ sagði Heimir um stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins. „Við munum nýta þessi leiki til þess að bæta okkur í að vera sneggri í því að taka ákvarðanir í leik okkar. Við erum að fara að mæta afar sterkum þjóðum á HM og þegar þú mætir jafn öflugum leikmönnum og bíða okkar þá þarftu að vera hraður í þinni ákvörðunartöku, en á sama tíma að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Heimir aðspurður um hvað hann vildi fá út úr leikjunum á móti Noregi og Gana. „Leikmenn eru svo á mismunandi stað hvað varðar leikform og við munum taka mið af því þegar við ákveðum spiltíma leikmanna. Við munum fara yfir ýmis taktísk atriði og skerpa á okkar áherslum um leið og við erum að spila okkur í betra leikform. Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á það að vera skarpir og snarpir í okkar aðgerðum,“ sagði Heimir enn fremur þegar hann var spurður út í hvað hann vildi fá út úr leikjunum. „Vissulega verður sérstakt að mæta góðum vini mínum, Lars Lagerbäck, og liðin vita bæði upp á hár hvernig andstæðingurinn spilar. Það má segja að bæði lið séu að líta í spegil og leikurinn mun ekki vinnast á því að annar hvor aðilinn komi hinum á óvart. Það er heldur ekki aðalatriðið í leiknum á morgun. Við viljum bara góða frammistöðu og að leikmenn fái mikið út úr leiknum hvað það varðar að komast í gott leikform,“ sagði Heimir. „Við þurfum að læra marga hluti fram að móti og leikmenn eru að innbyrða mikið magn af upplýsingum á skömmum tíma. Það er hins vegar eitthvað sem þeir eru vanir að gera og ég hef engar áhyggjur af því að þeir höndli það ekki. Við erum að fara á stærra svið en við höfum farið áður á, en markmiðið er ávallt það sama, að bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik,“ sagði Heimir um komandi verkefni hjá liðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur nýhafið lokahnykkinn í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Rússlandi eftir tæpar tvær vikur. Hluti af þeim undirbúningi er leikur íslenska liðsins gegn Noregi á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins fyrir stóru stundina, en Gana mætir á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið. Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í hádeginu í gær og þar fór hann yfir stöðuna á íslenska liðinu, hvernig hann hygðist nota leikina sem fram undan eru og hvað liðið væri að fara yfir á æfingunum fram að fyrsta leik á HM. „Það eru allir leikmenn liðsins leikfærir fyrir utan Aron Einar [Gunnarsson]. Aron Einar er á réttri leið í bataferli sínu og gæti mögulega spilað, en það væri ofboðslega óskynsamlegt. Gylfi Þór [Sigurðsson] er leikfær, en við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort og þá hversu mikið hann tekur þátt í leikjunum á móti Noregi og svo í leiknum gegn Gana,“ sagði Heimir um stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins. „Við munum nýta þessi leiki til þess að bæta okkur í að vera sneggri í því að taka ákvarðanir í leik okkar. Við erum að fara að mæta afar sterkum þjóðum á HM og þegar þú mætir jafn öflugum leikmönnum og bíða okkar þá þarftu að vera hraður í þinni ákvörðunartöku, en á sama tíma að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Heimir aðspurður um hvað hann vildi fá út úr leikjunum á móti Noregi og Gana. „Leikmenn eru svo á mismunandi stað hvað varðar leikform og við munum taka mið af því þegar við ákveðum spiltíma leikmanna. Við munum fara yfir ýmis taktísk atriði og skerpa á okkar áherslum um leið og við erum að spila okkur í betra leikform. Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á það að vera skarpir og snarpir í okkar aðgerðum,“ sagði Heimir enn fremur þegar hann var spurður út í hvað hann vildi fá út úr leikjunum. „Vissulega verður sérstakt að mæta góðum vini mínum, Lars Lagerbäck, og liðin vita bæði upp á hár hvernig andstæðingurinn spilar. Það má segja að bæði lið séu að líta í spegil og leikurinn mun ekki vinnast á því að annar hvor aðilinn komi hinum á óvart. Það er heldur ekki aðalatriðið í leiknum á morgun. Við viljum bara góða frammistöðu og að leikmenn fái mikið út úr leiknum hvað það varðar að komast í gott leikform,“ sagði Heimir. „Við þurfum að læra marga hluti fram að móti og leikmenn eru að innbyrða mikið magn af upplýsingum á skömmum tíma. Það er hins vegar eitthvað sem þeir eru vanir að gera og ég hef engar áhyggjur af því að þeir höndli það ekki. Við erum að fara á stærra svið en við höfum farið áður á, en markmiðið er ávallt það sama, að bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik,“ sagði Heimir um komandi verkefni hjá liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Sjá meira