Þrautaganga Hörður Ægisson skrifar 1. júní 2018 10:00 Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans. Þetta varð ljóst í gær þegar útboð á bréfum í Arion banka hófst með formlegum hætti en Kaupþing mun þar bjóða stóran hluta í bankanum til sölu miðað við gengið 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Fyrir hagsmuni ríkisins, sem fær stóran hluta söluandvirðis útboðsins í sinn hlut samkvæmt forskrift stöðugleikaskilyrðanna, þá eru það vonbrigði að ekki muni fást hærra verð fyrir hlut í bankanum. Slíkt hefði skilað sér í enn hærra stöðugleikaframlagi. Við því er hins vegar lítið að gera. Markaðsvirði bankans, eins og sakir standa, er fyrst og fremst afleiðing lélegrar arðsemi síðustu misseri. Áskorun nýrra eigenda verður að leita leiða til að bæta hana með því að aðlaga viðskiptamódelið að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka hefur staðið yfir í nærri tvö ár. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þegar litið er til baka þá sætir það undrun hversu lítið hefur í raun verið gert á öllum þeim tíma til að hagræða í rekstrinum í því skyni að hámarka virði bankans í aðdraganda útboðs. Öllum má þannig vera ljóst að hægt er að fækka starfsfólki í íslenskum bönkum mun meira en gert hefur verið. Eignarhaldið á Arion banka, þar sem bankinn hefur verið án virkra hluthafa með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, hefur hér án efa ekki hjálpað til og haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Hagsmunir hluthafa Kaupþings hafa þar ekki aðeins verið undir, heldur ekki síður – og raunar mun meiri – ríkissjóðs Íslands. Þessi staða ætti að taka breytingum þegar æskilegra eignarhald kemst á bankann í kjölfar hlutafjárútboðs og skráningu í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Þótt væntingar séu um að erlendir fjárfestingasjóðir verði þar hvað fyrirferðarmestir þá mun aðkoma lífeyrissjóðanna einnig ráða miklu um niðurstöðu útboðsins. Ákvörðun sjóðanna að taka ekki tilboði Kaupþings um að kaupa umtalsverðan hlut í bankanum fyrr á árinu hefur reynst afar farsæl. Fjórum mánuðum síðar stendur lífeyrissjóðunum, sem hafa ekki um marga fjárfestingakosti að velja innalands, til boða að kaupa í bankanum á mun hagstæðara verði. Óvíst er samt hvort af því verði. Takist ekki að selja íslensku bankana í alþjóðlegum útboðum, eins og nú er gert í fyrsta sinn með Arion banka, er erfitt að sjá hvernig eigi að koma þeim úr ríkiseigu. Þátttaka lífeyrissjóðanna í slíkum útboðum mun hins vegar ávallt hafa mikið að segja enda myndi fjarvera stærstu stofnanafjárfesta landsins að öðrum kosti draga úr áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Þegar haftaáætlun stjórnvalda var kynnt fyrir þremur árum var kröfuhöfum Kaupþings falið það verkefni að koma Arion banka í verð innan tiltekins tíma en um leið tryggja að söluandvirðið færi að mestu til ríkisins. Markmiðið með þeirri leið var ekki síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka sem yrði í dreifðri eigu erlendra og innlendra fjárfesta. Það er nú vonandi að raungerast. Takist vel til ætti það að skila sér í auknum áhuga erlendra sjóða á íslenska hlutabréfamarkaðinum sem aftur gæti varðað veginn fyrir skráningu á þeim bönkum sem eru nú alfarið í eigu ríkisins. Það yrði góð niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans. Þetta varð ljóst í gær þegar útboð á bréfum í Arion banka hófst með formlegum hætti en Kaupþing mun þar bjóða stóran hluta í bankanum til sölu miðað við gengið 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Fyrir hagsmuni ríkisins, sem fær stóran hluta söluandvirðis útboðsins í sinn hlut samkvæmt forskrift stöðugleikaskilyrðanna, þá eru það vonbrigði að ekki muni fást hærra verð fyrir hlut í bankanum. Slíkt hefði skilað sér í enn hærra stöðugleikaframlagi. Við því er hins vegar lítið að gera. Markaðsvirði bankans, eins og sakir standa, er fyrst og fremst afleiðing lélegrar arðsemi síðustu misseri. Áskorun nýrra eigenda verður að leita leiða til að bæta hana með því að aðlaga viðskiptamódelið að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka hefur staðið yfir í nærri tvö ár. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þegar litið er til baka þá sætir það undrun hversu lítið hefur í raun verið gert á öllum þeim tíma til að hagræða í rekstrinum í því skyni að hámarka virði bankans í aðdraganda útboðs. Öllum má þannig vera ljóst að hægt er að fækka starfsfólki í íslenskum bönkum mun meira en gert hefur verið. Eignarhaldið á Arion banka, þar sem bankinn hefur verið án virkra hluthafa með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, hefur hér án efa ekki hjálpað til og haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Hagsmunir hluthafa Kaupþings hafa þar ekki aðeins verið undir, heldur ekki síður – og raunar mun meiri – ríkissjóðs Íslands. Þessi staða ætti að taka breytingum þegar æskilegra eignarhald kemst á bankann í kjölfar hlutafjárútboðs og skráningu í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Þótt væntingar séu um að erlendir fjárfestingasjóðir verði þar hvað fyrirferðarmestir þá mun aðkoma lífeyrissjóðanna einnig ráða miklu um niðurstöðu útboðsins. Ákvörðun sjóðanna að taka ekki tilboði Kaupþings um að kaupa umtalsverðan hlut í bankanum fyrr á árinu hefur reynst afar farsæl. Fjórum mánuðum síðar stendur lífeyrissjóðunum, sem hafa ekki um marga fjárfestingakosti að velja innalands, til boða að kaupa í bankanum á mun hagstæðara verði. Óvíst er samt hvort af því verði. Takist ekki að selja íslensku bankana í alþjóðlegum útboðum, eins og nú er gert í fyrsta sinn með Arion banka, er erfitt að sjá hvernig eigi að koma þeim úr ríkiseigu. Þátttaka lífeyrissjóðanna í slíkum útboðum mun hins vegar ávallt hafa mikið að segja enda myndi fjarvera stærstu stofnanafjárfesta landsins að öðrum kosti draga úr áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Þegar haftaáætlun stjórnvalda var kynnt fyrir þremur árum var kröfuhöfum Kaupþings falið það verkefni að koma Arion banka í verð innan tiltekins tíma en um leið tryggja að söluandvirðið færi að mestu til ríkisins. Markmiðið með þeirri leið var ekki síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka sem yrði í dreifðri eigu erlendra og innlendra fjárfesta. Það er nú vonandi að raungerast. Takist vel til ætti það að skila sér í auknum áhuga erlendra sjóða á íslenska hlutabréfamarkaðinum sem aftur gæti varðað veginn fyrir skráningu á þeim bönkum sem eru nú alfarið í eigu ríkisins. Það yrði góð niðurstaða.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun