Trúnaðarbrestur og samskiptaleysi einkenndi störf hjá Vatnajökulsþjóðgarði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2018 20:00 Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs. Verkefnið var unnið með viðtölum við stjórnendur, stjórnarmenn og aðra sem líklegir voru taldir til að geta varpað ljósi á starfsemina og í hverju þau frávik sem á rekstrinum voru árið 2017 lágu. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að trúnaðarbrestur hefur ríkt milli stjórnar og framkvæmdastjóra samkvæmt úttektinni. Samskiptaleysi hefur leitt til þess að garðurinn hafi skuldbundið sig langt fram úr hófi. Þá hafi framkvæmdastjórinn, Þórður H. Ólafsson, misst trú og traust starfsmanna. Hann hefur nú látið af störfum og er Magnús Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið. Þá hefur Ármann Höskuldsson óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins.Þórður H. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Á árinu 2017 fór rekstur þjóðgarðsins verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar. Frávik raungjalda umfram rekstraráætlun var 50% eða sem nemur 190 milljónum króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af því að launakostnaður var 122 milljónum króna umfram áætlun sem má rekja til fjölgunar stöðugilda og hækkun á yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þá liggur ekki fyrir formlegt samþykki stjórnar á fjárhagsáætlun né rekstraráætlun rekstrarsvæða árið 2017. Fram kemur að stjórn þjóðgarðsins hafi ekki nægjanlega markvisst óskað eftir upplýsingum um rekstur þjóðgarðsins. Kostnaður vegna skuldbindinga þjóðgarðsins á leigu á jörðinni Þverá var ekki á áætlun og ekki lá fyrir formlegt samþykki stjórnar á endanlegum leigusamningi. Ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til að fjármagna samninginn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er búinn að gera ráðstafanir. „Ég hef tekið á stjórnunarþætti stofnunarinnar. Þar hafa verðið gerðar breytingar og er það nýrra stjórnenda að leysa úr rekstrinum og halda áfram að efla það faglega starf sem annars er unnið í þjóðgarðinum,“ segir Guðmundur. Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00 Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðs. Verkefnið var unnið með viðtölum við stjórnendur, stjórnarmenn og aðra sem líklegir voru taldir til að geta varpað ljósi á starfsemina og í hverju þau frávik sem á rekstrinum voru árið 2017 lágu. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að trúnaðarbrestur hefur ríkt milli stjórnar og framkvæmdastjóra samkvæmt úttektinni. Samskiptaleysi hefur leitt til þess að garðurinn hafi skuldbundið sig langt fram úr hófi. Þá hafi framkvæmdastjórinn, Þórður H. Ólafsson, misst trú og traust starfsmanna. Hann hefur nú látið af störfum og er Magnús Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið. Þá hefur Ármann Höskuldsson óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins.Þórður H. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Á árinu 2017 fór rekstur þjóðgarðsins verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar. Frávik raungjalda umfram rekstraráætlun var 50% eða sem nemur 190 milljónum króna. Hallinn stafar fyrst og fremst af því að launakostnaður var 122 milljónum króna umfram áætlun sem má rekja til fjölgunar stöðugilda og hækkun á yfirvinnu og álagsgreiðslum. Þá liggur ekki fyrir formlegt samþykki stjórnar á fjárhagsáætlun né rekstraráætlun rekstrarsvæða árið 2017. Fram kemur að stjórn þjóðgarðsins hafi ekki nægjanlega markvisst óskað eftir upplýsingum um rekstur þjóðgarðsins. Kostnaður vegna skuldbindinga þjóðgarðsins á leigu á jörðinni Þverá var ekki á áætlun og ekki lá fyrir formlegt samþykki stjórnar á endanlegum leigusamningi. Ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til að fjármagna samninginn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er búinn að gera ráðstafanir. „Ég hef tekið á stjórnunarþætti stofnunarinnar. Þar hafa verðið gerðar breytingar og er það nýrra stjórnenda að leysa úr rekstrinum og halda áfram að efla það faglega starf sem annars er unnið í þjóðgarðinum,“ segir Guðmundur.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00 Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00
Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7. febrúar 2018 06:00
Stjórinn settur af eftir úttekt Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir. 12. júní 2018 06:00