Stórfelld tækifæri við friðlýsingar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd og efnahagsmálum hefur gjarnan verið stillt upp sem andstæðum, en svo er ekki. Ég vil nálgast málið á annan hátt. Síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á það. Átakið felur í sér að friðlýsa svæði sem njóta eiga verndar gegn orkunýtingu (verndarflokkur rammaáætlunar), sem og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem ályktað hefur verið um að friðlýsa en hefur ekki verið lokið. Í stjórnarsáttmála er einnig tilgreint að stofna beri þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Aukið fjármagn hefur þegar verið sett í þetta, sem er lykilatriði.Gildir það sama um Geysi og Hornstrandir? Á Íslandi eru nú þegar vel yfir 100 friðlýst svæði. Friðlýsingar eru þannig ekki nýjar af nálinni en áherslan nú er að nálgast þær út frá þeim margvíslegu tækifærum sem þær fela í sér. Sú mýta hefur verið lífseig að allt sé bannað á öllum friðlýstum svæðum. Það er þó ekki raunin. Á sumum svæðum eru einhverjar takmarkanir, t.d. á Hornströndum þar sem markmiðið er að halda byggingum og innviðum í lágmarki til að náttúran haldist villt og lítt snortin. Annars staðar getur hins vegar einmitt verið um uppbyggingu innviða að ræða til að vernda náttúruna, svo sem á Þingvöllum og Geysi, þar sem svæðin lægju að öðrum kosti undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Á enn öðrum náttúruverndarsvæðum eru flestar hefðbundnar nytjar leyfðar svo framarlega að þær uppfylli markmið um sjálfbærni. Hver eru áhrifin? Náttúruvernd getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif, ekki síst vegna þeirra möguleika sem snúa að ferðaþjónustu. Líkt og við þekkjum vel nefna langflestir ferðamenn sem hingað koma náttúruna sem helstu ástæðu Íslandsfarar. Tímamótarannsókn innan Háskóla Íslands leiddi í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið lagði til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komu 58 krónur til baka til samfélagsins. Nærri helmingur af því sem garðurinn skilaði þjóðarbúinu varð eftir á Snæfellsnesinu. Þetta eru frábærar fréttir en ein rannsókn er ekki nóg. Við þurfum að skilja betur þau efnahagslegu áhrif sem friðlýsing hefur, ekki síst á byggðirnar í kring. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta mæla efnahagsleg áhrif náttúruverndarsvæða víða um land, alls á ellefu stöðum. Hagfræðistofnun HÍ hefur þegar hafið þessa vinnu. Sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir Annað spennandi verkefni sem er framundan er svokölluð sviðsmyndagreining fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði. Valin verða þrjú til fimm svæði til að kanna þau tækifæri sem friðlýsing þessara svæða gæti falið í sér. Markmiðið er að líta sérstaklega til dreifðra byggða. Ég vil einnig horfa til aukins samstarfs við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda eru mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í einkaeigu. Ég hlakka til þessarar vinnu með samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og síðast en ekki síst fólkinu í landinu.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er stórbrotin og það er sameiginlegt verkefni okkar að gæta hennar vel. Þótt náttúruvernd hljóti alltaf að verða náttúrunnar vegna er einnig mikilvægt að nálgast hana út frá hagrænum og samfélagslegum þáttum. Hvaða tækifæri felast til dæmis í friðlýsingu svæða fyrir byggðir landsins? Fyrir ferðaþjónustuna, bændur, landeigendur og okkur öll sem samfélag? Náttúruvernd og efnahagsmálum hefur gjarnan verið stillt upp sem andstæðum, en svo er ekki. Ég vil nálgast málið á annan hátt. Síðastliðinn föstudag kynnti ég í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum en í stjórnarsáttmálanum er kveðið á það. Átakið felur í sér að friðlýsa svæði sem njóta eiga verndar gegn orkunýtingu (verndarflokkur rammaáætlunar), sem og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem ályktað hefur verið um að friðlýsa en hefur ekki verið lokið. Í stjórnarsáttmála er einnig tilgreint að stofna beri þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi vegna ferðamanna. Aukið fjármagn hefur þegar verið sett í þetta, sem er lykilatriði.Gildir það sama um Geysi og Hornstrandir? Á Íslandi eru nú þegar vel yfir 100 friðlýst svæði. Friðlýsingar eru þannig ekki nýjar af nálinni en áherslan nú er að nálgast þær út frá þeim margvíslegu tækifærum sem þær fela í sér. Sú mýta hefur verið lífseig að allt sé bannað á öllum friðlýstum svæðum. Það er þó ekki raunin. Á sumum svæðum eru einhverjar takmarkanir, t.d. á Hornströndum þar sem markmiðið er að halda byggingum og innviðum í lágmarki til að náttúran haldist villt og lítt snortin. Annars staðar getur hins vegar einmitt verið um uppbyggingu innviða að ræða til að vernda náttúruna, svo sem á Þingvöllum og Geysi, þar sem svæðin lægju að öðrum kosti undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Á enn öðrum náttúruverndarsvæðum eru flestar hefðbundnar nytjar leyfðar svo framarlega að þær uppfylli markmið um sjálfbærni. Hver eru áhrifin? Náttúruvernd getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif, ekki síst vegna þeirra möguleika sem snúa að ferðaþjónustu. Líkt og við þekkjum vel nefna langflestir ferðamenn sem hingað koma náttúruna sem helstu ástæðu Íslandsfarar. Tímamótarannsókn innan Háskóla Íslands leiddi í ljós að fyrir hverja krónu sem ríkið lagði til Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls komu 58 krónur til baka til samfélagsins. Nærri helmingur af því sem garðurinn skilaði þjóðarbúinu varð eftir á Snæfellsnesinu. Þetta eru frábærar fréttir en ein rannsókn er ekki nóg. Við þurfum að skilja betur þau efnahagslegu áhrif sem friðlýsing hefur, ekki síst á byggðirnar í kring. Af þeim sökum hef ég ákveðið að láta mæla efnahagsleg áhrif náttúruverndarsvæða víða um land, alls á ellefu stöðum. Hagfræðistofnun HÍ hefur þegar hafið þessa vinnu. Sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir Annað spennandi verkefni sem er framundan er svokölluð sviðsmyndagreining fyrir nokkur tiltekin svæði sem hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar, þar með talið stór víðernissvæði. Valin verða þrjú til fimm svæði til að kanna þau tækifæri sem friðlýsing þessara svæða gæti falið í sér. Markmiðið er að líta sérstaklega til dreifðra byggða. Ég vil einnig horfa til aukins samstarfs við bændur og aðra landeigendur um náttúruvernd, enda eru mörg svæði sem skipta miklu fyrir náttúruvernd í einkaeigu. Ég hlakka til þessarar vinnu með samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og síðast en ekki síst fólkinu í landinu.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun