Innlent

ÚNU fær ekki gögn kjararáðs

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs.
Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs.
Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. Ráðið telur sig ekki falla undir upplýsingalög og þar með ekki undir valdsvið nefndarinnar.

Þetta kemur fram í athugasemdum kjararáðs vegna kæru Fréttablaðsins til ÚNU. Í athugasemdunum er hamrað á því að ráðið sé ekki stjórnvald heldur starfi fyrir alla þrjá arma ríkisvaldsins.

Sjá einnig: Kjararáð vill ekki Fréttablaðinu fundargerðir sínar

Í kjölfar kæru Fréttablaðsins var ráðinu gefinn kostur á að koma með röksemdir fyrir synjuninni og beðið um að ÚNU yrði veittur aðgangur að gögnunum í trúnaði.

„Kjararáð telur því ekki tilefni til að senda gögnin til [ÚNU] fyrr en fyrir liggur hver niðurstaða nefndarinnar verður um hvort kjararáð falli undir upplýsingalög,“ segir í athugasemdunum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×