Að lifa í sátt og samlyndi við sjálfan sig Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 9. júlí 2018 11:12 Það getur verið flókið að vera til. Að upplifa allar þessar tilfinningar og hugsanir sem við finnum fyrir innra með okkur. Það virðist stundum vera algjörlega óyfirstíganlegt að geta nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi með allar þessar tilfinningar og hugsanir. Hvort sem það eru tilfinningar eins og reiði, ótti, depurð eða hugsanir sem vekja upp erfiðar tilfinningar eins og sjálfsgagnrýni, hugsanir um það sem við óttumst eða bara aðrar hugsanir, sem koma okkur úr jafnvægi. Það getur verið nær ómögulegt að gera árángursríkar tilraunir til að stýra þessum upplifunum sem streyma inn í meðvitund í tíma og ótíma. Hvort sem það er eitthvað innra með manni eða í umhverfinu sem ýtir undir þessar tilfinningar eða hugsanir. Þetta eru flókin ferli sem er erfitt er að hafa stjórn á. Hvernig er hægt að lifa í sátt og samlyndi með þetta tilfinninga og hugsanastreymi? Hvernig er hægt að efla getuna til þess að lifa með alla þessa flóru? Hvernig er hægt að þróa með sér færni og getu til þess að lifa í sátt og samlyndi með allan þennan hrærigraut? Það eru til ýmsar leiðir til þess og margir búa nú þegar yfir bæði uppbyggilegum og skaðlegum leiðum til þess. Allt frá því að fara í líkamsrækt, hitta góðan vin til þess að borða óhóflega eða einangra sig. Rannsóknir hafa einnig fundið leiðir innan sálfræðinnar sem hafa borið árangur í því að takast á við streituna sem getur fylgt öllum þessum upplifunum í daglegu lífi og starfi. Ein þessara leiða er að sýna sjálfum sér samkennd. Það er í raun og veru alveg gífurlega einföld leið en á sama tíma getur verið erfitt að stunda hana. Hún snýst einfaldlega um að vera opin fyrir erfiðum tilfinningum, sársauka, mistökum og veikleikum sínum og á sama tíma sýna sér umhyggju og góðvild. Það er að vera meðvitaður um erfiðu tilfinninguna, hugsunina, eða hvað sem það er sem er að rugga bátnum og upplifa ást og kærleika gagnvart sjálfum sér, þrátt fyrir upplifunina. Gífurlega einfalt í orðum en í framkvæmd þá getur verið auðvelt að flækja þetta fyrir sjálfum sér. Í huganum geta komið hugsanir um það að viðkomandi eigi þessa góðvild og umhyggju ekki skilið, að hann sé ekki nógu góður og sérstaklega að það sé eitthvað að honum út af því að hann hugsar þessa hugsun eða upplifir þessa tilfinningu. Þannig getur hugurinn því miður hindrað þetta einfalda verk að sýna sér einfaldlega góðvild og umhyggju þegar stormurinn svífur yfir í meðvitundinni. Rannsóknir sýna að þeir sem að tileinka sér samkennd gagnvart sjálfum sér upplifa meiri vellíðan, bjartsýni og betri færni í að takast á við ýmsa streituvalda. Það er hægt að þjálfa sig í þessum eiginleika, með hugleiðslu, ímyndun eða einfaldlega með því að sýna sér samkennd í verki. Með því að gera eitthvað sem vekur upp umhyggju og góðvild hjá sér. (Heimildir: Warren, R., Smeets, E. og Neff, K. D. (2016). Self-criticism and self-compassion: Risk and resilience for psychopathology. Current Psychiatry, 15(12), 18-32. Germer, C. K. (2009). The mindful path to self-compassion: Freeing yourself from destructive thoughts and emotions.New York: Guilford Press.) Hægt er að stunda ýmsar æfingar sem efla mann í þessu og er listi af þeim hægt að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held út greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að vera til. Að upplifa allar þessar tilfinningar og hugsanir sem við finnum fyrir innra með okkur. Það virðist stundum vera algjörlega óyfirstíganlegt að geta nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi með allar þessar tilfinningar og hugsanir. Hvort sem það eru tilfinningar eins og reiði, ótti, depurð eða hugsanir sem vekja upp erfiðar tilfinningar eins og sjálfsgagnrýni, hugsanir um það sem við óttumst eða bara aðrar hugsanir, sem koma okkur úr jafnvægi. Það getur verið nær ómögulegt að gera árángursríkar tilraunir til að stýra þessum upplifunum sem streyma inn í meðvitund í tíma og ótíma. Hvort sem það er eitthvað innra með manni eða í umhverfinu sem ýtir undir þessar tilfinningar eða hugsanir. Þetta eru flókin ferli sem er erfitt er að hafa stjórn á. Hvernig er hægt að lifa í sátt og samlyndi með þetta tilfinninga og hugsanastreymi? Hvernig er hægt að efla getuna til þess að lifa með alla þessa flóru? Hvernig er hægt að þróa með sér færni og getu til þess að lifa í sátt og samlyndi með allan þennan hrærigraut? Það eru til ýmsar leiðir til þess og margir búa nú þegar yfir bæði uppbyggilegum og skaðlegum leiðum til þess. Allt frá því að fara í líkamsrækt, hitta góðan vin til þess að borða óhóflega eða einangra sig. Rannsóknir hafa einnig fundið leiðir innan sálfræðinnar sem hafa borið árangur í því að takast á við streituna sem getur fylgt öllum þessum upplifunum í daglegu lífi og starfi. Ein þessara leiða er að sýna sjálfum sér samkennd. Það er í raun og veru alveg gífurlega einföld leið en á sama tíma getur verið erfitt að stunda hana. Hún snýst einfaldlega um að vera opin fyrir erfiðum tilfinningum, sársauka, mistökum og veikleikum sínum og á sama tíma sýna sér umhyggju og góðvild. Það er að vera meðvitaður um erfiðu tilfinninguna, hugsunina, eða hvað sem það er sem er að rugga bátnum og upplifa ást og kærleika gagnvart sjálfum sér, þrátt fyrir upplifunina. Gífurlega einfalt í orðum en í framkvæmd þá getur verið auðvelt að flækja þetta fyrir sjálfum sér. Í huganum geta komið hugsanir um það að viðkomandi eigi þessa góðvild og umhyggju ekki skilið, að hann sé ekki nógu góður og sérstaklega að það sé eitthvað að honum út af því að hann hugsar þessa hugsun eða upplifir þessa tilfinningu. Þannig getur hugurinn því miður hindrað þetta einfalda verk að sýna sér einfaldlega góðvild og umhyggju þegar stormurinn svífur yfir í meðvitundinni. Rannsóknir sýna að þeir sem að tileinka sér samkennd gagnvart sjálfum sér upplifa meiri vellíðan, bjartsýni og betri færni í að takast á við ýmsa streituvalda. Það er hægt að þjálfa sig í þessum eiginleika, með hugleiðslu, ímyndun eða einfaldlega með því að sýna sér samkennd í verki. Með því að gera eitthvað sem vekur upp umhyggju og góðvild hjá sér. (Heimildir: Warren, R., Smeets, E. og Neff, K. D. (2016). Self-criticism and self-compassion: Risk and resilience for psychopathology. Current Psychiatry, 15(12), 18-32. Germer, C. K. (2009). The mindful path to self-compassion: Freeing yourself from destructive thoughts and emotions.New York: Guilford Press.) Hægt er að stunda ýmsar æfingar sem efla mann í þessu og er listi af þeim hægt að nálgast á www.styrkleikamat.is þar sem ég held út greinum og fræðslu um þessa og fleiri hluti. Höfundur er klínískur sálfræðingur sérmenntuð í sálfræði heilsueflingar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun