Verðmætasti farmurinn Benedikt Bóas skrifar 4. júlí 2018 06:00 Blængur í heimahöfn í blíðunni fyrir austan. Karl Jóhann Birgisson „Síðustu þrjár vikurnar var veiðin afar róleg og það svæði sem helst var veiðivon á var lokað í heila viku vegna heræfinga,“ segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson sem tók við skipstjórn Blængs NK sem kom til Neskaupstaðar í vikunni eftir að hafa verið að veiðum í Barentshafi frá því í lok aprílmánaðar. Í lestum skipsins eru 500 tonn af frystum afurðum eða um 27.000 kassar og var aflinn í veiðiferðinni um 1.450 tonn upp úr sjó og er þá miðað við óaðgerðan fisk. Verðmæti aflans er um 380 milljónir króna. Fullyrðir Síldarvinnslan að þetta sé verðmætasti farmur sem norðfirskt fiskiskip hefur komið með að landi úr veiðiferð. Theodór Haraldsson var skipstjóri fyrri hluta veiðiferðarinnar en Bjarni Ólafur tók við eftir sjómannadaginn. Bjarni Ólafur segir að veiðiferðin hafi gengið vel en aflinn hefði mátt vera meiri.„Vegna æfinganna þurftum við að færa okkur austar og austast vorum við einar 60 sjómílur frá Novaja Zemlja.“ Eyjaklasinn Novaja Zemlja er trúlega þekktastur fyrir að hafa verið kjarnorkutilraunastaður Rússa í kalda stríðinu. „Öll samskipti við Rússana gengu vel og þar nutum við þess að Geir Stefánsson stýrimaður talar reiprennandi rússnesku. Rússarnir voru dálítið hissa þegar þeir uppgötvuðu rússneskumælandi mann um borð hjá okkur, þeir eiga líklega ekki slíku að venjast um borð í erlendum veiðiskipum sem sækja í Barentshafið,“ segir Bjarni Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
„Síðustu þrjár vikurnar var veiðin afar róleg og það svæði sem helst var veiðivon á var lokað í heila viku vegna heræfinga,“ segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson sem tók við skipstjórn Blængs NK sem kom til Neskaupstaðar í vikunni eftir að hafa verið að veiðum í Barentshafi frá því í lok aprílmánaðar. Í lestum skipsins eru 500 tonn af frystum afurðum eða um 27.000 kassar og var aflinn í veiðiferðinni um 1.450 tonn upp úr sjó og er þá miðað við óaðgerðan fisk. Verðmæti aflans er um 380 milljónir króna. Fullyrðir Síldarvinnslan að þetta sé verðmætasti farmur sem norðfirskt fiskiskip hefur komið með að landi úr veiðiferð. Theodór Haraldsson var skipstjóri fyrri hluta veiðiferðarinnar en Bjarni Ólafur tók við eftir sjómannadaginn. Bjarni Ólafur segir að veiðiferðin hafi gengið vel en aflinn hefði mátt vera meiri.„Vegna æfinganna þurftum við að færa okkur austar og austast vorum við einar 60 sjómílur frá Novaja Zemlja.“ Eyjaklasinn Novaja Zemlja er trúlega þekktastur fyrir að hafa verið kjarnorkutilraunastaður Rússa í kalda stríðinu. „Öll samskipti við Rússana gengu vel og þar nutum við þess að Geir Stefánsson stýrimaður talar reiprennandi rússnesku. Rússarnir voru dálítið hissa þegar þeir uppgötvuðu rússneskumælandi mann um borð hjá okkur, þeir eiga líklega ekki slíku að venjast um borð í erlendum veiðiskipum sem sækja í Barentshafið,“ segir Bjarni Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira