Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins: „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 17:15 Ella birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Mynd/Samsett Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag var vakin sérstök athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög. Frá þeim tíma hafi ljósmæður fengið sömu hækkanir og aðrir félagsmenn. Þá hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf verið 573 þúsund krónur árið 2017 og meðalheildarlaun miðað við fullt starf sama ár hafi verið 848 þúsund konur.„Brellur“ til að draga úr trúverðugleika Ella Björg, sem er ein þeirra sem sagði upp störfum sem ljósmóðir á Landspítalanum um mánaðamótin, gefur lítið fyrir þessa útreikninga fjármálaráðuneytisins. „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi og til að gera okkur ótrúverðugar. Ég get ekki séð neinn annan tilgang með þessu,“ segir Ella í samtali við Vísi en hún birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Launaseðil Ellu má sjá hér að neðan.Ómögulegt að vinna fullt starf Ella segir launaseðil sinn, sem gerir ráð fyrir rétt um 461 þúsund krónum í mánaðarlaun fyrir fullt starf, gefa mun raunsærri mynd af kjörum ljósmæðra en er að finna í útreikningum fjármálaráðuneytisins. Það heyri til undantekninga að ljósmæður vinni fullt starf. „Vegna þess að við búum við hvíldartímaákvæði. Við getum ekki unnið meira en 80 prósent vinnu án þess að brjóta hvíldartímaákvæðið,“ segir Ella. „Burtséð frá því eru 848 þúsund krónur í heildarlaun, fyrir að vinna nætur-, kvöld-, helgar- og stórhátíðir, ekki einu sinni há laun.“ Ella hefur sjálf deilt fleiri skjáskotum af launaseðlum ljósmæðra sem allar segja svipaða sögu. Aðrar ljósmæður hafa einnig birt skjáskot af eigin launaseðlum en einhverjar færslnanna má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag var vakin sérstök athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög. Frá þeim tíma hafi ljósmæður fengið sömu hækkanir og aðrir félagsmenn. Þá hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf verið 573 þúsund krónur árið 2017 og meðalheildarlaun miðað við fullt starf sama ár hafi verið 848 þúsund konur.„Brellur“ til að draga úr trúverðugleika Ella Björg, sem er ein þeirra sem sagði upp störfum sem ljósmóðir á Landspítalanum um mánaðamótin, gefur lítið fyrir þessa útreikninga fjármálaráðuneytisins. „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi og til að gera okkur ótrúverðugar. Ég get ekki séð neinn annan tilgang með þessu,“ segir Ella í samtali við Vísi en hún birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Launaseðil Ellu má sjá hér að neðan.Ómögulegt að vinna fullt starf Ella segir launaseðil sinn, sem gerir ráð fyrir rétt um 461 þúsund krónum í mánaðarlaun fyrir fullt starf, gefa mun raunsærri mynd af kjörum ljósmæðra en er að finna í útreikningum fjármálaráðuneytisins. Það heyri til undantekninga að ljósmæður vinni fullt starf. „Vegna þess að við búum við hvíldartímaákvæði. Við getum ekki unnið meira en 80 prósent vinnu án þess að brjóta hvíldartímaákvæðið,“ segir Ella. „Burtséð frá því eru 848 þúsund krónur í heildarlaun, fyrir að vinna nætur-, kvöld-, helgar- og stórhátíðir, ekki einu sinni há laun.“ Ella hefur sjálf deilt fleiri skjáskotum af launaseðlum ljósmæðra sem allar segja svipaða sögu. Aðrar ljósmæður hafa einnig birt skjáskot af eigin launaseðlum en einhverjar færslnanna má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48
Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25