Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 11:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Mynd/Samsett Forsætisráðuneytinu hefur ekki borist bréf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta varðandi aukningu útgjalda til varnarmála. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis sem send var fyrir helgi. Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta.Gremja innan Bandaríkastjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi leiðtogum nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, bréf í júní þar sem hann hvatti ríkin til aukinna útgjalda til varnarmála. Þá þykja bréfin nokkuð harðorð en í þeim gagnrýnir forsetinn bandamenn sína í NATO fyrir að verja ekki meira fé til varnarmála en raun ber vitni auk þess sem hann lýsir yfir gremju innan ríkisstjórnar sinnar vegna málsins. Á meðal þeirra sem hafa fengið bréf frá Bandaríkjaforseta eru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times segir að bréfið til hinnar síðastnefndu sé sérstaklega hvassyrt en talið er að ríkisstjórn Trumps íhugi nú að kalla herlið á vegum Bandaríkjanna heim frá Þýskalandi.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Trump sendir bréfin í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel 11.og 12. júlí næstkomandi. Á leiðtogafundi bandalagsins í maí í fyrra var samþykkt að auka útgjöld aðildarríkja til varnarmála, að háværum kröfum stjórnvalda í Washington sem þá voru nýtekin við stjórnartaumunum. Ljóst er að Bandaríkin hafa ekki horfið frá þeirri stefnu.Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í maí 2017. Á mynd sést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, ásamt öðrum leiðtogum, þ.á m. Donald Trump Bandaríkjaforseta, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPAÍsland njóti sérstöðu innan NATO Um afstöðu íslenskra stjórnvalda til aukinna framlaga til varnarmála vísar ráðuneytið í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi árið 2016. Þá hafi áhersla verið lögð á jafnari skiptingu innan Atlantshafsbandalagsins í tengslum við framlög til varnarmála um nokkurt skeið en framlög Íslands í málaflokknum hafa farið heldur vaxandi á undanförnum árum. „Í því samhengi er hins vegar mikilvægt að halda því til haga að Ísland starfrækir ekki her og taka framlög Íslands ávallt mið af því í umfangi og eðli. Ísland er herlaus þjóð og nýtur ákveðinnar sérstöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í því tilliti,“ segir jafnframt í svari forsætisráðuneytisins. Þessi sérstaða Íslands sé vel þekkt og viðurkennd frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarforsenda þjóðaröryggisstefnunnar sé auk þess staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Framlög Íslands til varnarmála taki mið af þessu. Donald Trump NATO Ríkisstjórn Tengdar fréttir Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Forsætisráðuneytinu hefur ekki borist bréf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta varðandi aukningu útgjalda til varnarmála. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis sem send var fyrir helgi. Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta.Gremja innan Bandaríkastjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi leiðtogum nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, bréf í júní þar sem hann hvatti ríkin til aukinna útgjalda til varnarmála. Þá þykja bréfin nokkuð harðorð en í þeim gagnrýnir forsetinn bandamenn sína í NATO fyrir að verja ekki meira fé til varnarmála en raun ber vitni auk þess sem hann lýsir yfir gremju innan ríkisstjórnar sinnar vegna málsins. Á meðal þeirra sem hafa fengið bréf frá Bandaríkjaforseta eru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times segir að bréfið til hinnar síðastnefndu sé sérstaklega hvassyrt en talið er að ríkisstjórn Trumps íhugi nú að kalla herlið á vegum Bandaríkjanna heim frá Þýskalandi.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Trump sendir bréfin í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel 11.og 12. júlí næstkomandi. Á leiðtogafundi bandalagsins í maí í fyrra var samþykkt að auka útgjöld aðildarríkja til varnarmála, að háværum kröfum stjórnvalda í Washington sem þá voru nýtekin við stjórnartaumunum. Ljóst er að Bandaríkin hafa ekki horfið frá þeirri stefnu.Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í maí 2017. Á mynd sést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, ásamt öðrum leiðtogum, þ.á m. Donald Trump Bandaríkjaforseta, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPAÍsland njóti sérstöðu innan NATO Um afstöðu íslenskra stjórnvalda til aukinna framlaga til varnarmála vísar ráðuneytið í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi árið 2016. Þá hafi áhersla verið lögð á jafnari skiptingu innan Atlantshafsbandalagsins í tengslum við framlög til varnarmála um nokkurt skeið en framlög Íslands í málaflokknum hafa farið heldur vaxandi á undanförnum árum. „Í því samhengi er hins vegar mikilvægt að halda því til haga að Ísland starfrækir ekki her og taka framlög Íslands ávallt mið af því í umfangi og eðli. Ísland er herlaus þjóð og nýtur ákveðinnar sérstöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í því tilliti,“ segir jafnframt í svari forsætisráðuneytisins. Þessi sérstaða Íslands sé vel þekkt og viðurkennd frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarforsenda þjóðaröryggisstefnunnar sé auk þess staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Framlög Íslands til varnarmála taki mið af þessu.
Donald Trump NATO Ríkisstjórn Tengdar fréttir Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00
44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30