Flugfreyjur Icelandair undrast hvað þær þurfa nú að sæta strangri öryggisgæslu þegar þær fara úr landi og sé hún strangari en á flugvöllum annars staðar í heiminum. Isavia segir að þetta megi rekja til smávægilegra breytinga á öryggiseftirliti, sem tóku gildi í maí og flugrekendum hafi verið tilkynnt um.
Flugfreyjur segja að á þeim sé leitað nokkuð ítarlega fyrir framan aðra og persónulegir munir séu skoðaðir nokkuð ítarlega, nokkuð sem þær hafa ekki átt að venjast og hafi hvergi kynnst á flugvöllum annarsstaðar í heiminum.
Þessu þurfi þær að sæta þrátt fyrir að að þær, eins og aðrir í fluggeiranum, hafi þegar sætt einhvers konar bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra.
Flugfreyjufélag Íslands hefur fyrir hönd flugfreyja hjá Icelandair sent félaginu formlega athugasemd og fyrirspurn vegna þessa og muni senda Isavia svipað erindi í dag.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að nýtt verklag við öryggisgæsluna hafi verið tekið upp í maí og væru í rauninni smávægilegar útfærslur á eldra öryggiseftirliti, að mati yfirmanna þessara mála í Leifsstöð. Breytingarnar hefðu tekið gildi í maí og viðkomandi flugrekendum tilkynnt um þær með fyrirvara
Þessar reglur væru í stöðugri endurskoðun þannig að núverandi tilhögun kynni að breytast í framtíðinni.
Flugfreyjur ósáttar við öryggisgæsluna í Keflavík
Gissur Sigurðsson skrifar

Mest lesið


Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent

Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent





