Fundi lokið í ljósmæðradeilu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 14:05 Frá fundi samninganefndanna í morgun. vísir/einar árnason Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í húsakynnum sáttasemjara er lokið án árangurs. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Enn er stál í stál í deilunni þar sem hvorug samninganefnd lagði fram nýtt tilboð og kjaranefnd ljósmæðra gat ekki fallist á möguleika á miðlunartillögu sáttasemjara né að senda deiluna í gerðardóm. Katrín segir að rætt hafi verið um möguleikann á miðlunartillögu af hálfu sáttasemjara eða að senda deiluna í gerðardóm. „Miðlunartillaga myndi myndi innihalda væri nákvæmlega það sama og var í samningnum sem felldur var í júní, ekkert aukreitis umfram það. Það er ekki eitthvað sem okkar félagskonur myndu samþykkja, þeim samningi hefur verið hafnað. Það þarf að koma inn leiðrétting á launasetningunni og við skrifum ekki undir neitt minna en það og hvað þá einhvern óútfylltan tékka,“ segir Katrín. Spurð út í gerðardóm þá segir hún að kjaranefndin hefði ekki vilja setja samningsumboðið frá sér á meðan þær væru ekki með neina tryggingu fyrir því að það kæmi einhver leiðrétting á launasetningunni í gegnum dóminn. „Ef það hefði komið inn auka upphæð til dæmis frá velferðarráðuneytinu til að leiðrétta þetta breytta inntak á störfum ljósmæðra og koma með leiðréttingu á launasetningu þá væri frábært að fá gerðadóm til að fara dýpra ofan í kjölinn á málinu en gerðardómur er bara óútfylltur tékki og þar með erum við búnar að setja frá okkur samningsumboð og úrskurður gerðardóms eru lokaorð.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í húsakynnum sáttasemjara er lokið án árangurs. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Enn er stál í stál í deilunni þar sem hvorug samninganefnd lagði fram nýtt tilboð og kjaranefnd ljósmæðra gat ekki fallist á möguleika á miðlunartillögu sáttasemjara né að senda deiluna í gerðardóm. Katrín segir að rætt hafi verið um möguleikann á miðlunartillögu af hálfu sáttasemjara eða að senda deiluna í gerðardóm. „Miðlunartillaga myndi myndi innihalda væri nákvæmlega það sama og var í samningnum sem felldur var í júní, ekkert aukreitis umfram það. Það er ekki eitthvað sem okkar félagskonur myndu samþykkja, þeim samningi hefur verið hafnað. Það þarf að koma inn leiðrétting á launasetningunni og við skrifum ekki undir neitt minna en það og hvað þá einhvern óútfylltan tékka,“ segir Katrín. Spurð út í gerðardóm þá segir hún að kjaranefndin hefði ekki vilja setja samningsumboðið frá sér á meðan þær væru ekki með neina tryggingu fyrir því að það kæmi einhver leiðrétting á launasetningunni í gegnum dóminn. „Ef það hefði komið inn auka upphæð til dæmis frá velferðarráðuneytinu til að leiðrétta þetta breytta inntak á störfum ljósmæðra og koma með leiðréttingu á launasetningu þá væri frábært að fá gerðadóm til að fara dýpra ofan í kjölinn á málinu en gerðardómur er bara óútfylltur tékki og þar með erum við búnar að setja frá okkur samningsumboð og úrskurður gerðardóms eru lokaorð.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32