Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Sveinn Arnarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Fæðingardeild Landspítalans er þétt setin og yfirfullt er á Akureyri. Von er á fleiri þunguðum konum til Akureyrar frá Reykjavík á næstu dögum. Mikið álag er á starfsfólki vegna kjaradeilunnar, sem enn er í hnút. Vísir/VALLI Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir neyðarástand vera á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að rofi til milli deiluaðila sem fyrst. „Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda. „Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði neyðarmönnun fæðingardeildar sjúkrahússins þannig að ein ljósmóðir væri á vakt og önnur á bakvakt. Staðan væri viðráðanleg en ljóst að lítið þyrfti út af að bregða. „Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum,“ segir Edda.„Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir það hafa komið sér á óvart að boðað hafi verið til fundar í dag, fimmtudag, hjá ríkissáttasemjara. „Það hafði verið boðað til nýs fundar á mánudaginn í næstu viku og því kom þetta nokkuð á óvart. En við vonum þá að það sé eitthvað á borðinu,“ segir Katrín Sif. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að hún legði fram sáttatillögu á fundinum eða að nýtt tilboð væri væntanlegt frá samninganefnd ríkisins. „Ég get ekki tjáð mig um efni fundarins og deilan leysist við borðið en ekki í fjölmiðlum. Hins vegar taldi ég eðlilegt í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi að efna til fundar með það að markmiði að deiluaðilar nái saman,“ segir Bryndís. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir neyðarástand vera á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að rofi til milli deiluaðila sem fyrst. „Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda. „Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði neyðarmönnun fæðingardeildar sjúkrahússins þannig að ein ljósmóðir væri á vakt og önnur á bakvakt. Staðan væri viðráðanleg en ljóst að lítið þyrfti út af að bregða. „Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum,“ segir Edda.„Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir það hafa komið sér á óvart að boðað hafi verið til fundar í dag, fimmtudag, hjá ríkissáttasemjara. „Það hafði verið boðað til nýs fundar á mánudaginn í næstu viku og því kom þetta nokkuð á óvart. En við vonum þá að það sé eitthvað á borðinu,“ segir Katrín Sif. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að hún legði fram sáttatillögu á fundinum eða að nýtt tilboð væri væntanlegt frá samninganefnd ríkisins. „Ég get ekki tjáð mig um efni fundarins og deilan leysist við borðið en ekki í fjölmiðlum. Hins vegar taldi ég eðlilegt í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi að efna til fundar með það að markmiði að deiluaðilar nái saman,“ segir Bryndís.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00