Nasdaq hættir að birta hluthafalista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júlí 2018 06:00 Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Skráðum hlutafélögum var greint frá ákvörðun Kauphallarinnar í tölvupósti og fá þau helming árgjaldsins endurgreiddan vegna breytinganna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að félögin sjálf geti áfram birt listana á heimasíðum sínum en leita þurfi samþykkis frá viðkomandi hluthöfum. „Þau geta haft frumkvæði að því sjálf ef eftirspurn frá fjárfestum og vilji hjá hluthöfum eru fyrir hendi,“ segir Páll. Hann segir að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. „Þess konar upplýsingar eru birtar til þess að markaðurinn sé upplýstur um hreyfingar og viðskipti hjá aðilum sem hafa mestu áhrifin á stjórnun félaganna. Ég tel að slík upplýsingagjöf sé fullnægjandi,“ svarar Páll þegar hann er spurður hvaða skoðun kauphöllin hafi á því að ráðast þurfi í breytingarnar. Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni. Á heimasíðu annarra félaga má enn sjá listana en mismunandi er hvenær þeir voru síðast uppfærðir; sumir í júlí en aðrir í júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25 MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00 Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Skráðum hlutafélögum var greint frá ákvörðun Kauphallarinnar í tölvupósti og fá þau helming árgjaldsins endurgreiddan vegna breytinganna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að félögin sjálf geti áfram birt listana á heimasíðum sínum en leita þurfi samþykkis frá viðkomandi hluthöfum. „Þau geta haft frumkvæði að því sjálf ef eftirspurn frá fjárfestum og vilji hjá hluthöfum eru fyrir hendi,“ segir Páll. Hann segir að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. „Þess konar upplýsingar eru birtar til þess að markaðurinn sé upplýstur um hreyfingar og viðskipti hjá aðilum sem hafa mestu áhrifin á stjórnun félaganna. Ég tel að slík upplýsingagjöf sé fullnægjandi,“ svarar Páll þegar hann er spurður hvaða skoðun kauphöllin hafi á því að ráðast þurfi í breytingarnar. Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni. Á heimasíðu annarra félaga má enn sjá listana en mismunandi er hvenær þeir voru síðast uppfærðir; sumir í júlí en aðrir í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25 MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00 Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25
MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00
Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45