Barry kominn á Sogn eftir þrjár vikur á Hólmsheiði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. júlí 2018 06:00 Barry Von Tuijl, refsifangi á Kvíabryggju, missti fótlegg í slysi. Stöð 2 Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Barry fluttur frá Kvíabryggju á Hólmsheiði eftir spjall við fyrrverandi samfanga á golfvellinum á Kvíabryggju. Flutningur úr opnu yfir í lokað fangelsi er mjög íþyngjandi fyrir fanga enda mun meira frjálsræði í opnum fangelsum. Barry kærði ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins sem felldi ákvörðun Fangelsismálastofnunar úr gildi á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu enda hefði mátt beita vægari agaviðurlögum. Skrifleg áminning eða takmörkun á heimsóknum hefðu átt betur við enda ekki um alvarlegt agabrot að ræða. Þá hafi Barry ekki verið látinn sæta agaviðurlögum áður. „Það var ósk Barrys sjálfs að fara á Sogn frekar en snúa aftur að Kvíabryggju,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður Barrys, aðspurður hvers vegna Barry snýr ekki aftur til Kvíabryggju eftir úrskurð ráðuneytisins. Sogn er annað tveggja opinna fangelsa hér á landi ásamt Kvíabryggju. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki loku fyrir það skotið að ákveða megi ný agaviðurlög fyrir Barry. „Mér finnst nú ólíklegt að hann fái ný agaviðurlög en það kemur í ljós,“ segir Guðmundur og bendir á að Barry hafi þegar verið vistaður með ólögmætum hætti í þrjár vikur á Hólmsheiði og hljóti því að teljast hafa tekið út næga refsingu. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Barry fluttur frá Kvíabryggju á Hólmsheiði eftir spjall við fyrrverandi samfanga á golfvellinum á Kvíabryggju. Flutningur úr opnu yfir í lokað fangelsi er mjög íþyngjandi fyrir fanga enda mun meira frjálsræði í opnum fangelsum. Barry kærði ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins sem felldi ákvörðun Fangelsismálastofnunar úr gildi á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu enda hefði mátt beita vægari agaviðurlögum. Skrifleg áminning eða takmörkun á heimsóknum hefðu átt betur við enda ekki um alvarlegt agabrot að ræða. Þá hafi Barry ekki verið látinn sæta agaviðurlögum áður. „Það var ósk Barrys sjálfs að fara á Sogn frekar en snúa aftur að Kvíabryggju,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður Barrys, aðspurður hvers vegna Barry snýr ekki aftur til Kvíabryggju eftir úrskurð ráðuneytisins. Sogn er annað tveggja opinna fangelsa hér á landi ásamt Kvíabryggju. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki loku fyrir það skotið að ákveða megi ný agaviðurlög fyrir Barry. „Mér finnst nú ólíklegt að hann fái ný agaviðurlög en það kemur í ljós,“ segir Guðmundur og bendir á að Barry hafi þegar verið vistaður með ólögmætum hætti í þrjár vikur á Hólmsheiði og hljóti því að teljast hafa tekið út næga refsingu.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00
Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19